Viðskipti innlent

Leiguverð í miðborginni 3000 krónur á fermetrann

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fjölbýli hefur hækkað meira en sérbýli á síðastliðnu ári.
Fjölbýli hefur hækkað meira en sérbýli á síðastliðnu ári. Vísir/vilhelm
Leiguverð í þinglýstum leigusamningum á höfuðborgarsvæðinu hækkaði minna á milli ára en í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðsins. Ef marka má nýja mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs nam hækkunin um 6,1% á milli ára á höfuðborgarsvæðinu en 12,9% í nágrannarsveitarfélögunum. Þá var hækkunin enn hærri annars staðar á landsbyggðinni, eða um 14,5% milli september 2017 og sama mánaðar í ár.

Þrátt fyrir að hækkun leigurverðs kunni að vera hærri utan höfuðborgarinnar er þar þó að finna hæsta leiguverð á fermetra. Í skýrslunni má sjá að 101 Reykjavík er það póstnúmer þar sem leiguverð í þinglýstum leigusamningum er hæst, eða um 3.000 krónur á fermetrann.

Úr skýrslunni má jafnframt lesa að frá og með júlí á síðasta ári hefur 12 mánaða hækkun sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu verið meiri en 12 mánaða hækkun fjölbýlis. Tólf mánaða hækkun sérbýlis var 4,4 % á höfuðborgarsvæðinu í september, samaborið við 3,4% hækkun fjölbýlis.

Þá eru íbúðir í sérbýli svipað lengi á sölu og íbúðir í fjölbýli - en á undanförnum árum hefur að jafnaði tekið lengri tíma að selja sérbýli en fjölbýli. Auglýstum íbúðum í fjölbýli hefur fjölgað meira en auglýstum íbúðum í sérbýli undanfarin misseri.

Nánari upplýsingar má nálgast í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×