Erlent

Tvífari Schwimmer handtekinn í London

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hinn grunaði glæpamaður er sá til vinstri, en David Schwimmer er sá til hægri. Eða var það öfugt?
Hinn grunaði glæpamaður er sá til vinstri, en David Schwimmer er sá til hægri. Eða var það öfugt?
Lögreglan í Lundúnum hefur handtekið mann sem grunaður er um þjófnað. Maðurinn hefur verið eftirlýstur í nokkurn tíma en málið vakti heimsathygli þar sem hann þótti einkar líkur bandaríska leikaranum David Schwimmer.

Lögregla í Lancashire, þar sem fyrst var lýst eftir manninum, greinir frá handtöku hans á Twitter-reikningi sínum í dag. Þar segir að lögregla í London hafi haft hendur í hári mannsins í Southall, úthverfi borgarinnar. Þá þakkar lögregla fyrir aðstoð við leitina og kemur einnig á framfæri kveðjum til Scwhimmer.

Málið vakti fyrst athygli þegar mynd var birt af manninum þar sem hann sést halda á kassa af bjór. Netverjar komu fljótt auga á líkindi mannsins og Schwimmer og buðu margir upp á brandara í anda Friends-þáttaraðanna, þar sem Scwhimmer fór með eitt aðalhlutverka. Sá síðarnefndi virtist enn fremur hafa afar gaman af málinu og lýsti auk þess yfir sakleysi sínu á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir

David Schwimmer segist saklaus

Bandaríski leikarinn David Schwimmer segist ekki vera maðurinn sem lögreglan í Blackpool í Bretlandi leitar nú að í tengslum við þjófnað í verslun. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum vinsæla.

Telja að tvífari Ross sé í London

Lögregla í London tekur nú þátt í leitinni að tvífara bandaríska leikarans David Schwimmer eftir að lögregla í Blackpool lýsti eftir honum og birti mynd úr öryggismyndavél.

Vita hver bjórstelandi tvífari David Schwimmer er

Lögreglan í Blackpool hefur borðið kennsl á manninn sem nappaði kassa af bjór úr veitingastað í bænum á dögunum. Maðurinn þykir nauðalíkur Friends-leikaranum David Schwimmer.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×