Formúlu-uppgjör: Allt á suðupunkti í Brasilíu Bragi Þórðarson skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Hamilton fagnar enn einum sigrinum um helgina. vísir/getty Í tíunda skiptið á árinu var það heimsmeistarinn Lewis Hamilton sem stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Keppnin í Brasilíu var afar spennandi þar sem aðeins fimm sekúndur skildu að fyrstu fjóra ökumennina. Með sigrinum tryggði Lewis Hamilton liði sínu, Mercedes, heimsmeistaratitil bílasmiða fimmta árið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur það skeð að lið vinni fimm titla í röð, árangur sem að Ferrari náði er það vann sex sinnum í röð frá árunum 1999 til 2004. Í öðru sæti á eftir Hamilton kom Max Verstappen á Red Bull. Verstappen keyrði listavel á sunnudaginn og leiddi kappaksturinn örugglega framan af, þrátt fyrir að ræsa aðeins fimmti.Max lenti í vandræðum um helgina og var sigurinn tekinn af honum.vísir/gettySigurinn tekinn af Verstappen Á 44. hring kappakstursins var Max að hringa hægfara Force India bíl Esteban Occon sem endaði með ósköpum. Verstappen var kominn framúr í fyrstu beygju en í næstu beygju gaf Occon ekki tommu eftir og klessti inn í hlið Red Bull bílsins. Esteban fékk fyrir vikið tíu sekúndna refsingu en refsing Verstappen var mun harðari því Hollendingurinn varð af öruggu fyrsta sæti. „Ég er bara að keyra minn kappakstur og svo kemur svona fáviti og eyðileggur allt,“ hafði Max að seigja um Frakkann eftir keppni. Verstappen lét þó ekki bara ljót orð í garð Esteban duga, því eftir keppnina lagði Hollendingurinn hendur á Occon. Ökumenn eru alltaf vigtaðir eftir keppni í skúr FIA og þar hrinti Max Frakkanum og strunsaði svo út. Einhverjir áhorfendur sáu atvikið og klöppuðu Verstappen lof í lófa. Christian Horner, stjóri Red Bull, stóð við bakið á sínum ökumanni eftir keppnina. „Auðvitað styðjum við ekki ofbeldi en þegar hringaður bíll stelur af þér sigri ertu auðvitað mjög reiður.“ Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari í hans næstsíðasta kappakstri fyrir liðið. Ferrari hefði þurft að fá allavegana 12 stigum meira en Mercedes til að halda lífi í titilbaráttu bílasmiða þetta árið. Því er baráttan um titlana tvo búin í ár þrátt fyrir að ein keppni er eftir. Lokakappaksturinn fer fram í Abu Dhabi eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Í tíunda skiptið á árinu var það heimsmeistarinn Lewis Hamilton sem stóð uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Keppnin í Brasilíu var afar spennandi þar sem aðeins fimm sekúndur skildu að fyrstu fjóra ökumennina. Með sigrinum tryggði Lewis Hamilton liði sínu, Mercedes, heimsmeistaratitil bílasmiða fimmta árið í röð. Aðeins einu sinni áður hefur það skeð að lið vinni fimm titla í röð, árangur sem að Ferrari náði er það vann sex sinnum í röð frá árunum 1999 til 2004. Í öðru sæti á eftir Hamilton kom Max Verstappen á Red Bull. Verstappen keyrði listavel á sunnudaginn og leiddi kappaksturinn örugglega framan af, þrátt fyrir að ræsa aðeins fimmti.Max lenti í vandræðum um helgina og var sigurinn tekinn af honum.vísir/gettySigurinn tekinn af Verstappen Á 44. hring kappakstursins var Max að hringa hægfara Force India bíl Esteban Occon sem endaði með ósköpum. Verstappen var kominn framúr í fyrstu beygju en í næstu beygju gaf Occon ekki tommu eftir og klessti inn í hlið Red Bull bílsins. Esteban fékk fyrir vikið tíu sekúndna refsingu en refsing Verstappen var mun harðari því Hollendingurinn varð af öruggu fyrsta sæti. „Ég er bara að keyra minn kappakstur og svo kemur svona fáviti og eyðileggur allt,“ hafði Max að seigja um Frakkann eftir keppni. Verstappen lét þó ekki bara ljót orð í garð Esteban duga, því eftir keppnina lagði Hollendingurinn hendur á Occon. Ökumenn eru alltaf vigtaðir eftir keppni í skúr FIA og þar hrinti Max Frakkanum og strunsaði svo út. Einhverjir áhorfendur sáu atvikið og klöppuðu Verstappen lof í lófa. Christian Horner, stjóri Red Bull, stóð við bakið á sínum ökumanni eftir keppnina. „Auðvitað styðjum við ekki ofbeldi en þegar hringaður bíll stelur af þér sigri ertu auðvitað mjög reiður.“ Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari í hans næstsíðasta kappakstri fyrir liðið. Ferrari hefði þurft að fá allavegana 12 stigum meira en Mercedes til að halda lífi í titilbaráttu bílasmiða þetta árið. Því er baráttan um titlana tvo búin í ár þrátt fyrir að ein keppni er eftir. Lokakappaksturinn fer fram í Abu Dhabi eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira