Fjarvera fyrirliðans var erfið en mikilvæg Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 13:00 Aron Einar Gunnarsson er enn þá að vinna í því að ná sér alveg heilum. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að vera ekki með í fyrstu leikjum Erik Hamrén vegna meiðsla. Aron spilaði meiddur á HM og þurfti að fara í gegnum mikla endurhæfingu á síðustu mánuðum til að koma sér í almennilegt stand en hann hefur sömuleiðis spilað lítið fyrir Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að sakna þess að vera hérna. Þegar að ég hef áður verið meiddur eða ekki getað spilað þá hef ég samt komið og verið í kringum liðið og þá getað skynjað stemninguna í kringum allt dæmið,“ segir Aron Einar í viðtali við Vísi. „Þetta verður svo erfiðara þegar að það er kominn nýr þjálfari og nýjar áherslur að vera ekki hluti af því frá byrjun. En, ég er búinn að vera í góðu sambandi við þjálfarann og strákana í liðinu um nýjungarnar þannig að það er gott að vera kominn til baka og ég hlakka bara til.“Þegar Aron Einar kom aftur inn í Cardiff-liðið fór það að vinna.Vísir/GettyÞurfti að taka þennan tíma Fyrsti leikur Hamrén fór ekki vel svo vægt sé til orða tekið. Strákarnir okkar töpuðu 6-0 fyrir Sviss á útivelli og Aron gat ekkert hjálpað til. Hann sat bara heima í sófanum og horfði upp á félaga sína vera niðurlægða. „Ég sat bara alveg tómur heima og var svekktur að vera ekki á staðnum til þess að geta tekið þátt í að eiga erfitt með strákunum. Það er búið að vera öðruvísi að vera ekki í kringum þetta,“ segir Aron. „Ég þurfti að taka mér þennan tíma. Þetta er sennilega tími sem ég hefði átt að taka fyrir HM en það var bara ekki hægt. Ég þurfi bara þessa endurhæfingu og ná mér góðum upp á framhaldið hjá mér. Ég þurfti að gera þetta en það var virkilega erfitt að vera ekki hluti af hópnum og rífa menn upp.“ Aron er ekki orðinn þrítugur en er samt búinn að spila yfir 400 leiki í tveimur efstu deildum enska fótboltans þar sem lítið er gefið eftir. Eru kílómetrarnir á mælinum farnir að segja til sín? „Já og nei. Það er oft þannig að þegar að maður meiðist einu sinni þá koma önnur meiðsli í kjölfarið. Ég hef verið heppinn með meiðsli í gegnum ferilinn. Þess vegna hef ég náð að spila svona mikið af leikjum,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að það sé farið að draga eitthvað aftur af mér. Ég þarf bara að komast yfir þennan hluta ferilsins. Þetta er búið að vera lærdómsríkt og ég veit betur núna hvernig ég að haga mér eftir þessi meiðsli. Það er enn þá nóg eftir,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30 Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00 Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að vera ekki með í fyrstu leikjum Erik Hamrén vegna meiðsla. Aron spilaði meiddur á HM og þurfti að fara í gegnum mikla endurhæfingu á síðustu mánuðum til að koma sér í almennilegt stand en hann hefur sömuleiðis spilað lítið fyrir Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að sakna þess að vera hérna. Þegar að ég hef áður verið meiddur eða ekki getað spilað þá hef ég samt komið og verið í kringum liðið og þá getað skynjað stemninguna í kringum allt dæmið,“ segir Aron Einar í viðtali við Vísi. „Þetta verður svo erfiðara þegar að það er kominn nýr þjálfari og nýjar áherslur að vera ekki hluti af því frá byrjun. En, ég er búinn að vera í góðu sambandi við þjálfarann og strákana í liðinu um nýjungarnar þannig að það er gott að vera kominn til baka og ég hlakka bara til.“Þegar Aron Einar kom aftur inn í Cardiff-liðið fór það að vinna.Vísir/GettyÞurfti að taka þennan tíma Fyrsti leikur Hamrén fór ekki vel svo vægt sé til orða tekið. Strákarnir okkar töpuðu 6-0 fyrir Sviss á útivelli og Aron gat ekkert hjálpað til. Hann sat bara heima í sófanum og horfði upp á félaga sína vera niðurlægða. „Ég sat bara alveg tómur heima og var svekktur að vera ekki á staðnum til þess að geta tekið þátt í að eiga erfitt með strákunum. Það er búið að vera öðruvísi að vera ekki í kringum þetta,“ segir Aron. „Ég þurfti að taka mér þennan tíma. Þetta er sennilega tími sem ég hefði átt að taka fyrir HM en það var bara ekki hægt. Ég þurfi bara þessa endurhæfingu og ná mér góðum upp á framhaldið hjá mér. Ég þurfti að gera þetta en það var virkilega erfitt að vera ekki hluti af hópnum og rífa menn upp.“ Aron er ekki orðinn þrítugur en er samt búinn að spila yfir 400 leiki í tveimur efstu deildum enska fótboltans þar sem lítið er gefið eftir. Eru kílómetrarnir á mælinum farnir að segja til sín? „Já og nei. Það er oft þannig að þegar að maður meiðist einu sinni þá koma önnur meiðsli í kjölfarið. Ég hef verið heppinn með meiðsli í gegnum ferilinn. Þess vegna hef ég náð að spila svona mikið af leikjum,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að það sé farið að draga eitthvað aftur af mér. Ég þarf bara að komast yfir þennan hluta ferilsins. Þetta er búið að vera lærdómsríkt og ég veit betur núna hvernig ég að haga mér eftir þessi meiðsli. Það er enn þá nóg eftir,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30 Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00 Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30
Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00
Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti