Fjarvera fyrirliðans var erfið en mikilvæg Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 13:00 Aron Einar Gunnarsson er enn þá að vinna í því að ná sér alveg heilum. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að vera ekki með í fyrstu leikjum Erik Hamrén vegna meiðsla. Aron spilaði meiddur á HM og þurfti að fara í gegnum mikla endurhæfingu á síðustu mánuðum til að koma sér í almennilegt stand en hann hefur sömuleiðis spilað lítið fyrir Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að sakna þess að vera hérna. Þegar að ég hef áður verið meiddur eða ekki getað spilað þá hef ég samt komið og verið í kringum liðið og þá getað skynjað stemninguna í kringum allt dæmið,“ segir Aron Einar í viðtali við Vísi. „Þetta verður svo erfiðara þegar að það er kominn nýr þjálfari og nýjar áherslur að vera ekki hluti af því frá byrjun. En, ég er búinn að vera í góðu sambandi við þjálfarann og strákana í liðinu um nýjungarnar þannig að það er gott að vera kominn til baka og ég hlakka bara til.“Þegar Aron Einar kom aftur inn í Cardiff-liðið fór það að vinna.Vísir/GettyÞurfti að taka þennan tíma Fyrsti leikur Hamrén fór ekki vel svo vægt sé til orða tekið. Strákarnir okkar töpuðu 6-0 fyrir Sviss á útivelli og Aron gat ekkert hjálpað til. Hann sat bara heima í sófanum og horfði upp á félaga sína vera niðurlægða. „Ég sat bara alveg tómur heima og var svekktur að vera ekki á staðnum til þess að geta tekið þátt í að eiga erfitt með strákunum. Það er búið að vera öðruvísi að vera ekki í kringum þetta,“ segir Aron. „Ég þurfti að taka mér þennan tíma. Þetta er sennilega tími sem ég hefði átt að taka fyrir HM en það var bara ekki hægt. Ég þurfi bara þessa endurhæfingu og ná mér góðum upp á framhaldið hjá mér. Ég þurfti að gera þetta en það var virkilega erfitt að vera ekki hluti af hópnum og rífa menn upp.“ Aron er ekki orðinn þrítugur en er samt búinn að spila yfir 400 leiki í tveimur efstu deildum enska fótboltans þar sem lítið er gefið eftir. Eru kílómetrarnir á mælinum farnir að segja til sín? „Já og nei. Það er oft þannig að þegar að maður meiðist einu sinni þá koma önnur meiðsli í kjölfarið. Ég hef verið heppinn með meiðsli í gegnum ferilinn. Þess vegna hef ég náð að spila svona mikið af leikjum,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að það sé farið að draga eitthvað aftur af mér. Ég þarf bara að komast yfir þennan hluta ferilsins. Þetta er búið að vera lærdómsríkt og ég veit betur núna hvernig ég að haga mér eftir þessi meiðsli. Það er enn þá nóg eftir,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30 Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00 Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að vera ekki með í fyrstu leikjum Erik Hamrén vegna meiðsla. Aron spilaði meiddur á HM og þurfti að fara í gegnum mikla endurhæfingu á síðustu mánuðum til að koma sér í almennilegt stand en hann hefur sömuleiðis spilað lítið fyrir Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að sakna þess að vera hérna. Þegar að ég hef áður verið meiddur eða ekki getað spilað þá hef ég samt komið og verið í kringum liðið og þá getað skynjað stemninguna í kringum allt dæmið,“ segir Aron Einar í viðtali við Vísi. „Þetta verður svo erfiðara þegar að það er kominn nýr þjálfari og nýjar áherslur að vera ekki hluti af því frá byrjun. En, ég er búinn að vera í góðu sambandi við þjálfarann og strákana í liðinu um nýjungarnar þannig að það er gott að vera kominn til baka og ég hlakka bara til.“Þegar Aron Einar kom aftur inn í Cardiff-liðið fór það að vinna.Vísir/GettyÞurfti að taka þennan tíma Fyrsti leikur Hamrén fór ekki vel svo vægt sé til orða tekið. Strákarnir okkar töpuðu 6-0 fyrir Sviss á útivelli og Aron gat ekkert hjálpað til. Hann sat bara heima í sófanum og horfði upp á félaga sína vera niðurlægða. „Ég sat bara alveg tómur heima og var svekktur að vera ekki á staðnum til þess að geta tekið þátt í að eiga erfitt með strákunum. Það er búið að vera öðruvísi að vera ekki í kringum þetta,“ segir Aron. „Ég þurfti að taka mér þennan tíma. Þetta er sennilega tími sem ég hefði átt að taka fyrir HM en það var bara ekki hægt. Ég þurfi bara þessa endurhæfingu og ná mér góðum upp á framhaldið hjá mér. Ég þurfti að gera þetta en það var virkilega erfitt að vera ekki hluti af hópnum og rífa menn upp.“ Aron er ekki orðinn þrítugur en er samt búinn að spila yfir 400 leiki í tveimur efstu deildum enska fótboltans þar sem lítið er gefið eftir. Eru kílómetrarnir á mælinum farnir að segja til sín? „Já og nei. Það er oft þannig að þegar að maður meiðist einu sinni þá koma önnur meiðsli í kjölfarið. Ég hef verið heppinn með meiðsli í gegnum ferilinn. Þess vegna hef ég náð að spila svona mikið af leikjum,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að það sé farið að draga eitthvað aftur af mér. Ég þarf bara að komast yfir þennan hluta ferilsins. Þetta er búið að vera lærdómsríkt og ég veit betur núna hvernig ég að haga mér eftir þessi meiðsli. Það er enn þá nóg eftir,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30 Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00 Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30
Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00
Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30