Fjarvera fyrirliðans var erfið en mikilvæg Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 13:00 Aron Einar Gunnarsson er enn þá að vinna í því að ná sér alveg heilum. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að vera ekki með í fyrstu leikjum Erik Hamrén vegna meiðsla. Aron spilaði meiddur á HM og þurfti að fara í gegnum mikla endurhæfingu á síðustu mánuðum til að koma sér í almennilegt stand en hann hefur sömuleiðis spilað lítið fyrir Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að sakna þess að vera hérna. Þegar að ég hef áður verið meiddur eða ekki getað spilað þá hef ég samt komið og verið í kringum liðið og þá getað skynjað stemninguna í kringum allt dæmið,“ segir Aron Einar í viðtali við Vísi. „Þetta verður svo erfiðara þegar að það er kominn nýr þjálfari og nýjar áherslur að vera ekki hluti af því frá byrjun. En, ég er búinn að vera í góðu sambandi við þjálfarann og strákana í liðinu um nýjungarnar þannig að það er gott að vera kominn til baka og ég hlakka bara til.“Þegar Aron Einar kom aftur inn í Cardiff-liðið fór það að vinna.Vísir/GettyÞurfti að taka þennan tíma Fyrsti leikur Hamrén fór ekki vel svo vægt sé til orða tekið. Strákarnir okkar töpuðu 6-0 fyrir Sviss á útivelli og Aron gat ekkert hjálpað til. Hann sat bara heima í sófanum og horfði upp á félaga sína vera niðurlægða. „Ég sat bara alveg tómur heima og var svekktur að vera ekki á staðnum til þess að geta tekið þátt í að eiga erfitt með strákunum. Það er búið að vera öðruvísi að vera ekki í kringum þetta,“ segir Aron. „Ég þurfti að taka mér þennan tíma. Þetta er sennilega tími sem ég hefði átt að taka fyrir HM en það var bara ekki hægt. Ég þurfi bara þessa endurhæfingu og ná mér góðum upp á framhaldið hjá mér. Ég þurfti að gera þetta en það var virkilega erfitt að vera ekki hluti af hópnum og rífa menn upp.“ Aron er ekki orðinn þrítugur en er samt búinn að spila yfir 400 leiki í tveimur efstu deildum enska fótboltans þar sem lítið er gefið eftir. Eru kílómetrarnir á mælinum farnir að segja til sín? „Já og nei. Það er oft þannig að þegar að maður meiðist einu sinni þá koma önnur meiðsli í kjölfarið. Ég hef verið heppinn með meiðsli í gegnum ferilinn. Þess vegna hef ég náð að spila svona mikið af leikjum,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að það sé farið að draga eitthvað aftur af mér. Ég þarf bara að komast yfir þennan hluta ferilsins. Þetta er búið að vera lærdómsríkt og ég veit betur núna hvernig ég að haga mér eftir þessi meiðsli. Það er enn þá nóg eftir,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30 Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00 Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir að vera ekki með í fyrstu leikjum Erik Hamrén vegna meiðsla. Aron spilaði meiddur á HM og þurfti að fara í gegnum mikla endurhæfingu á síðustu mánuðum til að koma sér í almennilegt stand en hann hefur sömuleiðis spilað lítið fyrir Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. „Ég er búinn að sakna þess að vera hérna. Þegar að ég hef áður verið meiddur eða ekki getað spilað þá hef ég samt komið og verið í kringum liðið og þá getað skynjað stemninguna í kringum allt dæmið,“ segir Aron Einar í viðtali við Vísi. „Þetta verður svo erfiðara þegar að það er kominn nýr þjálfari og nýjar áherslur að vera ekki hluti af því frá byrjun. En, ég er búinn að vera í góðu sambandi við þjálfarann og strákana í liðinu um nýjungarnar þannig að það er gott að vera kominn til baka og ég hlakka bara til.“Þegar Aron Einar kom aftur inn í Cardiff-liðið fór það að vinna.Vísir/GettyÞurfti að taka þennan tíma Fyrsti leikur Hamrén fór ekki vel svo vægt sé til orða tekið. Strákarnir okkar töpuðu 6-0 fyrir Sviss á útivelli og Aron gat ekkert hjálpað til. Hann sat bara heima í sófanum og horfði upp á félaga sína vera niðurlægða. „Ég sat bara alveg tómur heima og var svekktur að vera ekki á staðnum til þess að geta tekið þátt í að eiga erfitt með strákunum. Það er búið að vera öðruvísi að vera ekki í kringum þetta,“ segir Aron. „Ég þurfti að taka mér þennan tíma. Þetta er sennilega tími sem ég hefði átt að taka fyrir HM en það var bara ekki hægt. Ég þurfi bara þessa endurhæfingu og ná mér góðum upp á framhaldið hjá mér. Ég þurfti að gera þetta en það var virkilega erfitt að vera ekki hluti af hópnum og rífa menn upp.“ Aron er ekki orðinn þrítugur en er samt búinn að spila yfir 400 leiki í tveimur efstu deildum enska fótboltans þar sem lítið er gefið eftir. Eru kílómetrarnir á mælinum farnir að segja til sín? „Já og nei. Það er oft þannig að þegar að maður meiðist einu sinni þá koma önnur meiðsli í kjölfarið. Ég hef verið heppinn með meiðsli í gegnum ferilinn. Þess vegna hef ég náð að spila svona mikið af leikjum,“ segir Aron. „Ég myndi ekki segja að það sé farið að draga eitthvað aftur af mér. Ég þarf bara að komast yfir þennan hluta ferilsins. Þetta er búið að vera lærdómsríkt og ég veit betur núna hvernig ég að haga mér eftir þessi meiðsli. Það er enn þá nóg eftir,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30 Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00 Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Lít frekar á mig sem miðvörð núna Haukur Heiðar Hauksson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir sænska meistaraliðsins AIK eftir fjögur góð ár hjá félaginu. Hann kveður liðið á góðum nótum. 14. nóvember 2018 12:30
Kom Hamrén á óvart hversu almennilegir strákarnir voru Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, segir að það fyrsta sem hafi komið sér á óvart hvað varðar íslenska landsliðið var hversu frábærir einstaklingar drengirnir okkar voru. 14. nóvember 2018 10:00
Aron Einar: Þurfum að sýna karakter og koma sterkir til baka Landsliðsfyrirliðinn á von á erfiðu verkefni á móti Belgíu á fimmtudaginn. 14. nóvember 2018 08:30