Mexíkó missir NFL-leik aðeins sex dögum fyrir upphafsflaut Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 18:00 Hátt i 80 þúsund áhorfendur hafa mætt á leiki NFL-deildarinnar í Mexíkó undanfarin tvö ár. Nú verður hinsvegar ekkert af þessu leik. Vísir/Getty Það verður ekkert að því að stórleikur NFL-deildarinnar um næstu helgi fari fram í Mexíkóborg. Leikurinn hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Tvö af bestu liðum deildarinnar, Los Angeles Rams og Kansas City Chiefs, áttu að mætast í Mánudagsleik deildarinnar 19. nóvember næstkomandi. Bæði hafa þau unnið átta af fyrstu níu leikjum sínum og þetta er einn af leikjum tímabilsins. Ekkert verður af þessum leik í Mexíkó því en hann hefur nú verið færður aðeins sex dögum fyrir leikdag. Ástæðan er slæmt ástand leikvallarins. Leikurinn fer nú fram í Los Angeles borg eða á heimavelli Hrútanna.Monday night's game between the Rams and Chiefs has been moved from Mexico City to Los Angeles after poor field conditions threatened player safety. https://t.co/qSIg4zRSgp — Post Sports (@PostSports) November 14, 2018Leikurinn átti að fara fram á hinum magnaða Azteca-leikvangi sem hefur meðal annars hýst tvo úrslitaleiki HM í fótbolta (1970 og 1986). Tónleikahald og fótboltaleikir hafa farið það illa með Azteca-leikvanginn að undanförnu að grasið þykir ekki lengur boðlegt fyrir leik í NFL-deildinni.Unreal. Here’s the field in Mexico pic.twitter.com/DFPaXKfB2r — Scott Zolak (@scottzolak) November 13, 2018Chiefs vs. Rams Moved From Mexico City to Los Angeleshttps://t.co/dT4KSM3PlRpic.twitter.com/CHte7cykry — Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 13, 2018NFL-deildin hefur ekki aðeins farið með leiki til Lundúna síðustu árin því þetta átti að vera þriðja árið í röð þar sem er spilað á Azteca-leikvanginum. Það hefur farið fram NFL-leikur á leikvanginum undanfarin tvö ár, 76.473 manns komu á leik Houston Texans og Oakland Raiders árið 2016 og 77.357 manns komu á leik New England Patriots og Oakland Raiders í fyrra. Það sem gerði eflaust útslagið nú var að leikmenn liðanna tveggja voru farnir að hóta því að neita að spila leikinn vegna meiðslahættu eins og sjá má hér fyrir neðan.Report: Some Rams and Chiefs players are “seriously considering” not playing in Mexico City over safety concerns https://t.co/y9r46S1Hchpic.twitter.com/OCEd4rMwWa — NBC Sports (@NBCSports) November 13, 2018 NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira
Það verður ekkert að því að stórleikur NFL-deildarinnar um næstu helgi fari fram í Mexíkóborg. Leikurinn hefur verið fluttur aftur til Bandaríkjanna. Tvö af bestu liðum deildarinnar, Los Angeles Rams og Kansas City Chiefs, áttu að mætast í Mánudagsleik deildarinnar 19. nóvember næstkomandi. Bæði hafa þau unnið átta af fyrstu níu leikjum sínum og þetta er einn af leikjum tímabilsins. Ekkert verður af þessum leik í Mexíkó því en hann hefur nú verið færður aðeins sex dögum fyrir leikdag. Ástæðan er slæmt ástand leikvallarins. Leikurinn fer nú fram í Los Angeles borg eða á heimavelli Hrútanna.Monday night's game between the Rams and Chiefs has been moved from Mexico City to Los Angeles after poor field conditions threatened player safety. https://t.co/qSIg4zRSgp — Post Sports (@PostSports) November 14, 2018Leikurinn átti að fara fram á hinum magnaða Azteca-leikvangi sem hefur meðal annars hýst tvo úrslitaleiki HM í fótbolta (1970 og 1986). Tónleikahald og fótboltaleikir hafa farið það illa með Azteca-leikvanginn að undanförnu að grasið þykir ekki lengur boðlegt fyrir leik í NFL-deildinni.Unreal. Here’s the field in Mexico pic.twitter.com/DFPaXKfB2r — Scott Zolak (@scottzolak) November 13, 2018Chiefs vs. Rams Moved From Mexico City to Los Angeleshttps://t.co/dT4KSM3PlRpic.twitter.com/CHte7cykry — Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 13, 2018NFL-deildin hefur ekki aðeins farið með leiki til Lundúna síðustu árin því þetta átti að vera þriðja árið í röð þar sem er spilað á Azteca-leikvanginum. Það hefur farið fram NFL-leikur á leikvanginum undanfarin tvö ár, 76.473 manns komu á leik Houston Texans og Oakland Raiders árið 2016 og 77.357 manns komu á leik New England Patriots og Oakland Raiders í fyrra. Það sem gerði eflaust útslagið nú var að leikmenn liðanna tveggja voru farnir að hóta því að neita að spila leikinn vegna meiðslahættu eins og sjá má hér fyrir neðan.Report: Some Rams and Chiefs players are “seriously considering” not playing in Mexico City over safety concerns https://t.co/y9r46S1Hchpic.twitter.com/OCEd4rMwWa — NBC Sports (@NBCSports) November 13, 2018
NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Körfubolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Snorri missir ekki svefn, ennþá Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Segir æðislegt að fá Aron til sín Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Sjá meira