Jón lét pússa Banksy-myndina af álplötunni Birgir Olgeirsson skrifar 14. nóvember 2018 20:08 Verk Banksy var í öndvegi á borgarstjóraskrifstofunni í tíð Jóns. fbl/gva Jón Gnarr hefur látið farga Banksy-verkinu sem hann fékk að gjöf þegar hann gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Jón birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrir um tveimur tímum þar sem sjá má mann með slípirokk pússa ytra lagið af álplötunni sem verkið hafði verið prentað á. Myndbandið er stutt, um hálf mínúta, en þar sagði Jón verkið hafið og þakkaði um leið öllum sem hafa tekið þátt. Í myndbandinu heyrist sá sem mundar slípirokkinn tilkynna Jóni að myndin muni ekki einu sinni fara heldur einnig hvítur bakgrunnur á álplötunni. „Já, já,“ svarar Jón og er verkinu haldið áfram. Jón tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði, að höfðu samráði við eiginkonu sína, ákveðið að farga verkinu. Jón hefur verið gagnrýndur fyrir að taka verkið með sér heim af borgarstjóraskrifstofunni eftir að hann lét af embætti, en áður hafði hann greint frá því að Banksy hefði sett það sem skilyrði fyrir gjöfinni að verkið myndi hanga upp á veg skrifstofu borgarstjóra. Jón sagði að hann hefði tekið verkið með sér heim til minningar um borgarstjóratíðina og sagði það ekki eins verðmætt og látið hefur verið að í fjölmiðlum. Sagði hann þetta í raun bara plakat sem hægt væri að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Hann sagðist ætla að farga verkinu því það færði honum enga gleði lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Jón Gnarr deildi á Twitter þar sem myndin er pússuð af plötunni. #Banksy pic.twitter.com/Dgw6fzPJCI— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Jón Gnarr hefur látið farga Banksy-verkinu sem hann fékk að gjöf þegar hann gegndi embætti borgarstjóra Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014. Jón birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrir um tveimur tímum þar sem sjá má mann með slípirokk pússa ytra lagið af álplötunni sem verkið hafði verið prentað á. Myndbandið er stutt, um hálf mínúta, en þar sagði Jón verkið hafið og þakkaði um leið öllum sem hafa tekið þátt. Í myndbandinu heyrist sá sem mundar slípirokkinn tilkynna Jóni að myndin muni ekki einu sinni fara heldur einnig hvítur bakgrunnur á álplötunni. „Já, já,“ svarar Jón og er verkinu haldið áfram. Jón tilkynnti á Facebook-síðu sinni í gær að hann hefði, að höfðu samráði við eiginkonu sína, ákveðið að farga verkinu. Jón hefur verið gagnrýndur fyrir að taka verkið með sér heim af borgarstjóraskrifstofunni eftir að hann lét af embætti, en áður hafði hann greint frá því að Banksy hefði sett það sem skilyrði fyrir gjöfinni að verkið myndi hanga upp á veg skrifstofu borgarstjóra. Jón sagði að hann hefði tekið verkið með sér heim til minningar um borgarstjóratíðina og sagði það ekki eins verðmætt og látið hefur verið að í fjölmiðlum. Sagði hann þetta í raun bara plakat sem hægt væri að kaupa fyrir lága upphæð á netinu. Hann sagðist ætla að farga verkinu því það færði honum enga gleði lengur. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Jón Gnarr deildi á Twitter þar sem myndin er pússuð af plötunni. #Banksy pic.twitter.com/Dgw6fzPJCI— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018
Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. 14. nóvember 2018 11:09
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent