Erlent

Acosta vinnur áfangasigur

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá blaðamannafundinum þar sem Donald Trump hellti sér yfir Acosta.
Frá blaðamannafundinum þar sem Donald Trump hellti sér yfir Acosta. vísir/epa
Dómari skipaði Hvíta húsinu í gær að afhenda Jim Acosta, fréttamanni CNN, blaðamannapassa sinn í Hvíta húsið aftur. Acosta var sviptur passanum nýverið. Hvíta húsið sagði hann hafa stjakað við starfsmanni og birti Sarah Sanders upplýsingafulltrúi myndband sem fjölmiðlar hafa sagt að hafi verið átt við.

CNN fór í mál við Hvíta húsið og fleiri vegna málsins. Úrskurður dómarans endurspeglar ekki endanlegan dóm í málinu. Þess í stað ákvað dómarinn einfaldlega að Acosta skyldi fá passa sinn á meðan dómur hefur ekki verið kveðinn upp. Dómarinn sagði þó líklegt að ákvörðun Hvíta hússins fæli í sér brot á meðal annars tjáningarfrelsi fréttamannsins.

Acosta fagnaði úrskurðinum og sagði viðstöddum blaðamönnum að snúa aftur til starfa. Sanders kvað Hvíta húsið mundu framfylgja úrskurðinum og endurskoða verklagsreglur til að tryggja sanngjarna blaðamannafundi í framtíðinni.




Tengdar fréttir

Fox News lýsir yfir stuðningi við CNN

Fox News styðjur við bakið á ákvörðun CNN að stefna Hvíta húsinu í tilraun sinni til að endurheimta blaðamannapassa Jim Acosta.

Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandi

Hvíta húsið hefur verið sakað um að dreifa myndbandi sem hefur verið breytt, til að réttlæta það að Jim Acosta, fréttamanni CNN, hafi verið meinað að mæta á fleiri blaðamannafundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×