May fyllir í tóma ráðherrastóla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. Vísir/EPA Ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi undir forsæti Theresu May var vafalítið orðin nokkuð tómleg eftir að tveir af æðstu ráðherrum hennar og tveir undirráðherrar sögðu af sér vegna óánægju með nýsamþykkt drög að Brexit-samningi sem kynnt voru í vikunni. May brást við stöðunni í gær og skipaði nýja ráðherra í allar stöðurnar. Í stað Dominics Raab er þingmaðurinn Stephen Barclay nú orðinn ráðherra útgöngumála. Skipanin kom nokkuð á óvart enda Barclay lítt þekktur í Bretlandi. Hann hafði verið í minna ráðherraembætti og barðist fyrir útgöngu á sínum tíma. Athyglisvert er að Barclay vann áður hjá bankanum Barclays en vert er að nefna að hann tengist ekki bankanum að öðru leyti, þrátt fyrir nafnið. Svo virðist þó sem May hafi gengið tiltölulega illa að fylla sæti Raabs. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá því á vef sínum að umhverfismálaráðherranum Michael Gove, einum leiðtoga Brexit-sinna í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016, hefði verið boðinn stóllinn og sömuleiðis þingmanninum Geoffrey Cox. Þeir eiga hins vegar báðir að hafa hafnað boði forsætisráðherrans. Amber Rudd var svo skipuð nýr vinnu- og eftirlaunamálaráðherra eftir afsögn Esther McVey. Skipan Rudd er langt frá því að vera óumdeild enda sagði hún af sér fyrr á þessu ári sem innanríkisráðherra vegna hins svokallaða Windrush-hneykslis. Málið snerist um ólögmæta fangelsun og brottflutning 63 einstaklinga, sem margir hverjir voru breskir ríkisborgarar og komu til landsins á áttunda áratugnum. Verkamannaflokksliðar voru óánægðir með skipan Rudd og sagði Jon Trickett, einn skuggaráðherra flokksins, að Rudd hefði gert starfsandann í innanríkisráðuneytinu óbærilegan og myndi nú taka við fjandsamlegu vinnu- og eftirlaunamálaráðuneyti. „Það lýsir örvæntingu veikburða forsætisráðherra að skipa smánaðan fyrrverandi ráðherra sem þurfti fyrir ekki svo löngu að segja af sér vegna hneykslis,“ sagði Trickett. Sjálf sagði Rudd að hún væri afar hamingjusöm með tækifærið. Starfið væri mikilvægt og stórt. Aðspurð um mögulegt vantraust á forsætisráðherrann sagði Rudd: „Nú er ekki rétti tíminn til að rísa gegn leiðtoga okkar. Við eigum þess í stað að standa saman og hafa það í huga hverjum við eigum að þjóna, það er að segja, öllu landinu. Af og til fæ ég áhyggjur af því að samstarfsmenn mínir einblíni of mikið á þingið sjálft.“ Til þess að vantraustsatkvæðagreiðsla um Theresu May fari fram þurfa 48 þingmenn Íhaldsflokksins að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf þar sem þess er krafist. Það hafa áberandi harðir Brexit-liðar nú þegar gert, til að mynda Jacob Rees-Mogg. Þeim þröskuldi hafði ekki verið náð í gær en samkvæmt BBC höfðu um 20 sagst opinberlega lýsa yfir vantrausti á May. Einn blaðamaður miðilsins sagði á Twitter að hugsanlega næðist 48 manna markið á mánudag. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34 May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Musk og Trump valda uppnámi í Washington DC Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Sjá meira
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi undir forsæti Theresu May var vafalítið orðin nokkuð tómleg eftir að tveir af æðstu ráðherrum hennar og tveir undirráðherrar sögðu af sér vegna óánægju með nýsamþykkt drög að Brexit-samningi sem kynnt voru í vikunni. May brást við stöðunni í gær og skipaði nýja ráðherra í allar stöðurnar. Í stað Dominics Raab er þingmaðurinn Stephen Barclay nú orðinn ráðherra útgöngumála. Skipanin kom nokkuð á óvart enda Barclay lítt þekktur í Bretlandi. Hann hafði verið í minna ráðherraembætti og barðist fyrir útgöngu á sínum tíma. Athyglisvert er að Barclay vann áður hjá bankanum Barclays en vert er að nefna að hann tengist ekki bankanum að öðru leyti, þrátt fyrir nafnið. Svo virðist þó sem May hafi gengið tiltölulega illa að fylla sæti Raabs. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá því á vef sínum að umhverfismálaráðherranum Michael Gove, einum leiðtoga Brexit-sinna í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016, hefði verið boðinn stóllinn og sömuleiðis þingmanninum Geoffrey Cox. Þeir eiga hins vegar báðir að hafa hafnað boði forsætisráðherrans. Amber Rudd var svo skipuð nýr vinnu- og eftirlaunamálaráðherra eftir afsögn Esther McVey. Skipan Rudd er langt frá því að vera óumdeild enda sagði hún af sér fyrr á þessu ári sem innanríkisráðherra vegna hins svokallaða Windrush-hneykslis. Málið snerist um ólögmæta fangelsun og brottflutning 63 einstaklinga, sem margir hverjir voru breskir ríkisborgarar og komu til landsins á áttunda áratugnum. Verkamannaflokksliðar voru óánægðir með skipan Rudd og sagði Jon Trickett, einn skuggaráðherra flokksins, að Rudd hefði gert starfsandann í innanríkisráðuneytinu óbærilegan og myndi nú taka við fjandsamlegu vinnu- og eftirlaunamálaráðuneyti. „Það lýsir örvæntingu veikburða forsætisráðherra að skipa smánaðan fyrrverandi ráðherra sem þurfti fyrir ekki svo löngu að segja af sér vegna hneykslis,“ sagði Trickett. Sjálf sagði Rudd að hún væri afar hamingjusöm með tækifærið. Starfið væri mikilvægt og stórt. Aðspurð um mögulegt vantraust á forsætisráðherrann sagði Rudd: „Nú er ekki rétti tíminn til að rísa gegn leiðtoga okkar. Við eigum þess í stað að standa saman og hafa það í huga hverjum við eigum að þjóna, það er að segja, öllu landinu. Af og til fæ ég áhyggjur af því að samstarfsmenn mínir einblíni of mikið á þingið sjálft.“ Til þess að vantraustsatkvæðagreiðsla um Theresu May fari fram þurfa 48 þingmenn Íhaldsflokksins að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf þar sem þess er krafist. Það hafa áberandi harðir Brexit-liðar nú þegar gert, til að mynda Jacob Rees-Mogg. Þeim þröskuldi hafði ekki verið náð í gær en samkvæmt BBC höfðu um 20 sagst opinberlega lýsa yfir vantrausti á May. Einn blaðamaður miðilsins sagði á Twitter að hugsanlega næðist 48 manna markið á mánudag.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34 May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Fleiri fréttir Musk og Trump valda uppnámi í Washington DC Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Sjá meira
Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34
May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56
Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40
Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30