Ríkisstjórn Netanyahu lifir af í bili Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2018 10:34 Menntamálaráðherrann Naftali Bennett og dómsmálaráðherrann Ayelet Shaked á blaðamannafundi í morgun. EPA-EFE Ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, virðist ætla að hanga saman eftir ákvörðun varnarmálaráðherrans Avigdor Lieberman og flokks hans að segja skilið við stjórnina í þeim tilgangi að knýja fram nýjar kosningar. Þetta varð ljóst eftir að menntamálaráðherrann Naftali Bennett tilkynnti að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndu áfram eiga hlut að ríkisstjórn. Bennett hafði áður gefið í skyn að hann myndi einnig segja af sér. Netanyahu hefur á síðustu dögum átt í viðræðum við ráðherra í ríkisstjórn sinni, eftir að Lieberman tilkynnti um afsögn sína vegna vopnahléssamnings ísraelskra stjórnvalda við uppreisnarmenn á Gasa. Bennett hafði áður sagst munu hætta í ríkisstjórn, nema að hann yrði sjálfur gerður að nýjum varnarmálaráðherra stjórnarinnar. Netanyahu er nú yfir ráðuneyti varnarmála eftir afsögn Lieberman.Með eins flokks meirihluta Eftir að Lieberman og flokkur hans, Yisrael Beitenu, sögðu skilið við ríkisstjórn eru stjórnarflokkarnir með eins manns meirihluta á 120 manna þjóðþingi Ísraela, Knesset. Flokkur Bennett er sá þriðji stærsti í samsteypustjórn Netanyahu. Sagði Bennett eftir fund sinn með forsætisráðherranum að hann og dómsmálaráðherrann Ayelet Shaked myndu áfram sitja í ríkisstjórn svo fremi sem forsætisráðherrann taki á „hinni miklu öryggiskrísu“ landsins. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. 18. nóvember 2018 19:05 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Ríkisstjórn Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, virðist ætla að hanga saman eftir ákvörðun varnarmálaráðherrans Avigdor Lieberman og flokks hans að segja skilið við stjórnina í þeim tilgangi að knýja fram nýjar kosningar. Þetta varð ljóst eftir að menntamálaráðherrann Naftali Bennett tilkynnti að flokkur hans, Heimili gyðinga, myndu áfram eiga hlut að ríkisstjórn. Bennett hafði áður gefið í skyn að hann myndi einnig segja af sér. Netanyahu hefur á síðustu dögum átt í viðræðum við ráðherra í ríkisstjórn sinni, eftir að Lieberman tilkynnti um afsögn sína vegna vopnahléssamnings ísraelskra stjórnvalda við uppreisnarmenn á Gasa. Bennett hafði áður sagst munu hætta í ríkisstjórn, nema að hann yrði sjálfur gerður að nýjum varnarmálaráðherra stjórnarinnar. Netanyahu er nú yfir ráðuneyti varnarmála eftir afsögn Lieberman.Með eins flokks meirihluta Eftir að Lieberman og flokkur hans, Yisrael Beitenu, sögðu skilið við ríkisstjórn eru stjórnarflokkarnir með eins manns meirihluta á 120 manna þjóðþingi Ísraela, Knesset. Flokkur Bennett er sá þriðji stærsti í samsteypustjórn Netanyahu. Sagði Bennett eftir fund sinn með forsætisráðherranum að hann og dómsmálaráðherrann Ayelet Shaked myndu áfram sitja í ríkisstjórn svo fremi sem forsætisráðherrann taki á „hinni miklu öryggiskrísu“ landsins.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00 Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. 18. nóvember 2018 19:05 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. 15. nóvember 2018 09:00
Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. 18. nóvember 2018 19:05
Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36