Fótbolti

Glódís úr leik í Meistaradeildinni │ Ari Freyr lagði upp mark Lokeren

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís mun ekki spila fleiri Meistaradeildarleiki á þessu tímabili.
Glódís mun ekki spila fleiri Meistaradeildarleiki á þessu tímabili. vísir/getty
Rosengård er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir markalaust jafntefli við Slavia Prag í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitunum.

Slavia Prag vann fyri leikinn 3-2 í Svíþjóð og því þurfti sænska liðið að skora í tvígang. Niðurstaðan markalaus en Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård.

Haukur Heiðar Hauksson og félagar í AIK eru í kjörstöðu í toppbaráttu sænksu úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Östersunds á útivelli í kvöld.

Haukur Heiðar var ónotaður varamaður en AIK er með fjögurra stiga forskot á Norrköping er tvær umferðir eru eftir af deildinni.

Malmö er í fimmta sæti deildarinnar eftir 4-0 sigur á Örebro í kvöld. Arnór Ingvi Traustason var ónotaður varamaður en Malmö er tveimur stigum frá Evrópusæti.

Ari Freyr Skúlason lagði upp mark Lokeren í 1-1 jafntefli gegn Anderlecht í kvöld. Lokeren er í neðsta sæti deildarinnar með sjö stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Rosenborg er komið í úrslitaleik norska bikarsins eftir 2-1 sigur á Start. Sigurmarkið skoraði fyrrum FH-ingurinn Alexander Söderlund í uppbótartíma. Matthías Vilhjálmsson var ekki í leikmannahópi Rosenborg og heldur ekki Aron Sigurðarson hjá Start.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×