Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur 3. nóvember 2018 12:15 Elvar Örn átti frábæran leik gegn Tyrklandi. Fréttablaðið/Eyþór Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall og er þekktur fyrir snilldartakta í handbolta bæði með liði sínu Selfossi og nú nýlega landsliðinu. Hvernig þótti þér skemmtilegast að leika þér þegar þú varst krakki? Mer fannst langskemmtilegast að vera úti að leika mér í fótbolta og körfubolta með strákunum. Við eyddum oftast heilu dögunum úti á gervigrasvelli. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir í handbolta? Ég byrjaði tíu ára hjá Einari Guðmunds á Selfossi. Ég bjó hins vegar úti í Noregi þegar ég var fimm til tíu ára og var þar aðeins að sprikla í handbolta því pabbi var að þjálfa þar. Hefur þú alltaf æft á Selfossi? Já, hér hefur verið frábært starf hjá handboltadeildinni í gegnum árin. Er handboltafólk í fjölskyldunni? Það er mikið af íþróttafólki í fjölskyldunni minni, bæði í frjálsum og handbolta. Mamma varð 10 sinnum í röð Íslandsmeistari í borðtennis og pabbi var í landsliðinu í frjálsum til dæmis. Svo erum við margir frændur að spila saman í Selfossi. Hver er þín helsta fyrirmynd í handboltanum? Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur, alveg síðan ég var lítill peyi. Mér fannst hann alltaf svo geggjaður og finnst það enn. Svo hef ég líka litið upp til Jordan út af því hvernig hans nálgast leikinn og hvernig hann hugsar. Er einhver saga bak við treyjunúmerið þitt? Aðalástæðan var sú að Guðjón Valur var nr. 9 og ég vildi vera eins og hann. Hvernig líður þér í landsliðinu? Mér líður mjög vel, strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér og það er ógeðslega gaman að spila með þeim. Eiga handboltamenn að borða eitthvað sérstakt? Bara borða hollt og nóg af próteini, kolvetnum og fitu. Það sem ég hugsaði þegar ég var yngri var að ég þyrfti að borða nógu mikið, gúffa í mig mat. Hvaða mat finnst þér best að fá á þinn disk? Allan matinn sem mamma eldar, kjötbollurnar sem amma gerir og lambalærið sem tengdapabbi grillar. Mega íþróttamenn borða nammi? Já, það má fá sér af og til, það er mjög erfitt að borða alltaf bara hollan mat, en bara passa sig. Allt er gott í hófi. Hvort ert þú kvöld- eða morgunsvæfur? Ég myndi segja að ég væri morgunsvæfur. Mér finnst gott að sofa soldið út ef ég get Tekurðu lýsi? Ég gerði það þegar ég var yngri en hef verið latur við það núna. Ég þarf að fara að rífa mig í gang aftur því íslenska lýsið er svo gott fyrir líkamann. Hefur þú þjálfað krakka? Já, hef gert það og finnst það gaman. Gaman að hjálpa þeim að verða betri og sjá svo árangurinn. Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? Á fullu í atvinnumennsku og að spila með íslenska landsliðinu. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Króatía vann Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall og er þekktur fyrir snilldartakta í handbolta bæði með liði sínu Selfossi og nú nýlega landsliðinu. Hvernig þótti þér skemmtilegast að leika þér þegar þú varst krakki? Mer fannst langskemmtilegast að vera úti að leika mér í fótbolta og körfubolta með strákunum. Við eyddum oftast heilu dögunum úti á gervigrasvelli. Hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir í handbolta? Ég byrjaði tíu ára hjá Einari Guðmunds á Selfossi. Ég bjó hins vegar úti í Noregi þegar ég var fimm til tíu ára og var þar aðeins að sprikla í handbolta því pabbi var að þjálfa þar. Hefur þú alltaf æft á Selfossi? Já, hér hefur verið frábært starf hjá handboltadeildinni í gegnum árin. Er handboltafólk í fjölskyldunni? Það er mikið af íþróttafólki í fjölskyldunni minni, bæði í frjálsum og handbolta. Mamma varð 10 sinnum í röð Íslandsmeistari í borðtennis og pabbi var í landsliðinu í frjálsum til dæmis. Svo erum við margir frændur að spila saman í Selfossi. Hver er þín helsta fyrirmynd í handboltanum? Fyrirmyndin mín hefur alltaf verið Guðjón Valur, alveg síðan ég var lítill peyi. Mér fannst hann alltaf svo geggjaður og finnst það enn. Svo hef ég líka litið upp til Jordan út af því hvernig hans nálgast leikinn og hvernig hann hugsar. Er einhver saga bak við treyjunúmerið þitt? Aðalástæðan var sú að Guðjón Valur var nr. 9 og ég vildi vera eins og hann. Hvernig líður þér í landsliðinu? Mér líður mjög vel, strákarnir hafa tekið mjög vel á móti mér og það er ógeðslega gaman að spila með þeim. Eiga handboltamenn að borða eitthvað sérstakt? Bara borða hollt og nóg af próteini, kolvetnum og fitu. Það sem ég hugsaði þegar ég var yngri var að ég þyrfti að borða nógu mikið, gúffa í mig mat. Hvaða mat finnst þér best að fá á þinn disk? Allan matinn sem mamma eldar, kjötbollurnar sem amma gerir og lambalærið sem tengdapabbi grillar. Mega íþróttamenn borða nammi? Já, það má fá sér af og til, það er mjög erfitt að borða alltaf bara hollan mat, en bara passa sig. Allt er gott í hófi. Hvort ert þú kvöld- eða morgunsvæfur? Ég myndi segja að ég væri morgunsvæfur. Mér finnst gott að sofa soldið út ef ég get Tekurðu lýsi? Ég gerði það þegar ég var yngri en hef verið latur við það núna. Ég þarf að fara að rífa mig í gang aftur því íslenska lýsið er svo gott fyrir líkamann. Hefur þú þjálfað krakka? Já, hef gert það og finnst það gaman. Gaman að hjálpa þeim að verða betri og sjá svo árangurinn. Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm ár? Á fullu í atvinnumennsku og að spila með íslenska landsliðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Króatía vann Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira