Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 6. nóvember 2018 06:15 Icelandair og WOW air verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum en sameiginleg hlutdeild þeirra á markaðinum yfir Atlantshafið er tæplega 4 prósent. Verður félagið um það bil það tíunda stærsta á markaðinum. vísir/vilhelm Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air, sem tilkynnt var um í gær, séu jákvæð tíðindi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Líkur séu á því að létta muni á þrýstingi á flugfargjöld. „Þessi tíðindi eru til þess fallin að auka trú á því til skemmri tíma að okkar mikilvægasti vaxtarbroddur, ferðaþjónustan, muni ganga stóráfallalaust,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að með kaupunum minnki líkurnar á því að það verði „stór framboðsskellur, að flugframboð dragist hratt saman með að minnsta kosti tímabundnum samdrætti í komum ferðamanna hingað til lands, eins og hefði getað gerst ef fyrra ástand hefði verið viðvarandi til lengri tíma“. Hlutabréf í Icelandair Group ruku upp um allt að 60 prósent í verði eftir að opnað var fyrir viðskipti með bréfin um eittleytið í gær en viðskiptin voru stöðvuð fáeinum mínútum áður en tilkynning barst um yfirtökuna á tólfta tímanum. Gengi bréfanna hækkaði alls um 40 prósent yfir daginn í tæplega 950 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 4,7 prósent í viðskiptum gærdagsins en mikil velta, upp á samtals 5,5 milljarða króna, var á hlutabréfamarkaði.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka.Hófust á föstudag Kaupin bar brátt að en til marks um það hóf Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi WOW air, viðræður við forsvarmenn Icelandair Group síðdegis á föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sérfræðingar KPMG, endurskoðanda beggja félaga, tóku þátt í viðræðunum með stjórnendum félaganna og þá komu starfsmenn Arctica Finance, ráðgjafa WOW air, einnig að málum. Skúli mun að lágmarki eignast 1,8 prósenta hlut, að virði ríflega einn milljarður króna, í sameinuðu félagi vegna breytingar á víkjandi láni hans í hlutafé en verðið getur hækkað í samanlagt 6,6 prósenta hlut, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ljóst varð um nýliðin mánaðamót, við útborgun launa til starfsmanna WOW air, hve slæm lausafjárstaða félagsins var orðin, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Olíuverðslækkanir – en verð á tunnu af Brent-hráolíu hefur lækkað um 15 prósent frá því það náði toppi í byrjun síðasta mánaðar – og gengisveiking krónunnar – sem nemur á sama tíma um 8 prósentum – á undanförnum vikum dugðu ekki til þess að skjóta styrkari stoðum undir rekstur WOW og varð ljóst í lok síðustu viku að róttækra aðgerða, svo sem sameiningar, væri þörf ef ekki ætti illa að fara. „Í ljósi aðstæðna tel ég að þetta sé besta lausnin,“ sagði í bréfi sem Skúli skrifaði starfsmönnum félagsins í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru lögð fram drög að sameiningu félaganna um miðjan septembermánuð, þegar skuldabréfaútboð WOW air stóð sem hæst, en eins og blaðið greindi frá á sínum tíma funduðu Skúli og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður flugfélagsins, með Samkeppniseftirlitinu af því tilefni. Tillögur WOW air gerðu þá ráð fyrir að Skúli eignaðist margfalt stærri hlut í sameinuðu félagi en raunin varð á endanum. Fengu tillögurnar dræmar undirtektir af hálfu forsvarsmanna Icelandair, að því er heimildir blaðsins herma.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Fargjöld gætu hækkað Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir að hvort sem félögin verði sameinuð eða ekki þurfi þau að ná „undraverðum árangri á kostnaðarhliðinni til þess að dæmið gangi upp. Félögin verða enn sem fyrr að treysta á að flugfargjöld hækki ef olían er ekki að fara að lækka meira í verði. Annars sér maður þetta ekki ganga upp. Sameinað félag gæti jafnvel skilað tapi ef fargjöld lækka enn meira eða olíuverð fer upp,“ segir Sveinn. Elvar Ingi nefnir að kaupin séu að einhverju leyti birtingarmynd þeirra þröngu rekstrarskilyrða sem flugfélög hafa búið við undanfarið. „WOW air sigldi inn í umhverfi hækkandi eldsneytisverðs án sama vopnabúrs og mörg önnur flugfélög. Félagið hefur þurft að takast á við hærra olíuverð strax á meðan félög eins og Icelandair eru varin fyrir breytingum á verðinu, að minnsta kosti til skemmri tíma Auk þess hafa meðalfargjöld haldist lág og jafnvel farið lækkandi ef eitthvað er. Í raun eru þessi tíðindi birtingarmynd þessara áskorana sem mörg flugfélög hafa þurft að eiga við. Margir aðilar hafa kallað eftir því að ákveðin samþjöppun þurfi að eiga sér stað á evrópskum flugmarkaði,“ nefnir Elvar Ingi. Elvar Ingi bendir á að WOW air hafi verið helsti keppinautur Icelandair og á tímum reynst félaginu óþægur ljár í þúfu. Með sameiningunni ætti samkeppnisumhverfið því að breytast nokkuð. Mögulega muni eitthvað létta á þrýstingi á farmiðaverð. Samkeppnin verði hins vegar áfram hörð enda verði sameinað félag aðeins með um fjögurra prósenta hlutdeild á markaðinum yfir Norður-Atlantshafið. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Samrunatilkynning ekki borist Samkeppniseftirlitinu Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð út um um hve langan tíma mun taka að komast að niðurstöðu varðandi kaup Icelandair Group á WOW air. 5. nóvember 2018 15:57 Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air, sem tilkynnt var um í gær, séu jákvæð tíðindi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Líkur séu á því að létta muni á þrýstingi á flugfargjöld. „Þessi tíðindi eru til þess fallin að auka trú á því til skemmri tíma að okkar mikilvægasti vaxtarbroddur, ferðaþjónustan, muni ganga stóráfallalaust,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, segir að með kaupunum minnki líkurnar á því að það verði „stór framboðsskellur, að flugframboð dragist hratt saman með að minnsta kosti tímabundnum samdrætti í komum ferðamanna hingað til lands, eins og hefði getað gerst ef fyrra ástand hefði verið viðvarandi til lengri tíma“. Hlutabréf í Icelandair Group ruku upp um allt að 60 prósent í verði eftir að opnað var fyrir viðskipti með bréfin um eittleytið í gær en viðskiptin voru stöðvuð fáeinum mínútum áður en tilkynning barst um yfirtökuna á tólfta tímanum. Gengi bréfanna hækkaði alls um 40 prósent yfir daginn í tæplega 950 milljóna króna viðskiptum. Þá hækkaði úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 4,7 prósent í viðskiptum gærdagsins en mikil velta, upp á samtals 5,5 milljarða króna, var á hlutabréfamarkaði.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka.Hófust á föstudag Kaupin bar brátt að en til marks um það hóf Skúli Mogensen, forstjóri og eini eigandi WOW air, viðræður við forsvarmenn Icelandair Group síðdegis á föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sérfræðingar KPMG, endurskoðanda beggja félaga, tóku þátt í viðræðunum með stjórnendum félaganna og þá komu starfsmenn Arctica Finance, ráðgjafa WOW air, einnig að málum. Skúli mun að lágmarki eignast 1,8 prósenta hlut, að virði ríflega einn milljarður króna, í sameinuðu félagi vegna breytingar á víkjandi láni hans í hlutafé en verðið getur hækkað í samanlagt 6,6 prósenta hlut, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ljóst varð um nýliðin mánaðamót, við útborgun launa til starfsmanna WOW air, hve slæm lausafjárstaða félagsins var orðin, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Olíuverðslækkanir – en verð á tunnu af Brent-hráolíu hefur lækkað um 15 prósent frá því það náði toppi í byrjun síðasta mánaðar – og gengisveiking krónunnar – sem nemur á sama tíma um 8 prósentum – á undanförnum vikum dugðu ekki til þess að skjóta styrkari stoðum undir rekstur WOW og varð ljóst í lok síðustu viku að róttækra aðgerða, svo sem sameiningar, væri þörf ef ekki ætti illa að fara. „Í ljósi aðstæðna tel ég að þetta sé besta lausnin,“ sagði í bréfi sem Skúli skrifaði starfsmönnum félagsins í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru lögð fram drög að sameiningu félaganna um miðjan septembermánuð, þegar skuldabréfaútboð WOW air stóð sem hæst, en eins og blaðið greindi frá á sínum tíma funduðu Skúli og Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður flugfélagsins, með Samkeppniseftirlitinu af því tilefni. Tillögur WOW air gerðu þá ráð fyrir að Skúli eignaðist margfalt stærri hlut í sameinuðu félagi en raunin varð á endanum. Fengu tillögurnar dræmar undirtektir af hálfu forsvarsmanna Icelandair, að því er heimildir blaðsins herma.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans.Fargjöld gætu hækkað Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir að hvort sem félögin verði sameinuð eða ekki þurfi þau að ná „undraverðum árangri á kostnaðarhliðinni til þess að dæmið gangi upp. Félögin verða enn sem fyrr að treysta á að flugfargjöld hækki ef olían er ekki að fara að lækka meira í verði. Annars sér maður þetta ekki ganga upp. Sameinað félag gæti jafnvel skilað tapi ef fargjöld lækka enn meira eða olíuverð fer upp,“ segir Sveinn. Elvar Ingi nefnir að kaupin séu að einhverju leyti birtingarmynd þeirra þröngu rekstrarskilyrða sem flugfélög hafa búið við undanfarið. „WOW air sigldi inn í umhverfi hækkandi eldsneytisverðs án sama vopnabúrs og mörg önnur flugfélög. Félagið hefur þurft að takast á við hærra olíuverð strax á meðan félög eins og Icelandair eru varin fyrir breytingum á verðinu, að minnsta kosti til skemmri tíma Auk þess hafa meðalfargjöld haldist lág og jafnvel farið lækkandi ef eitthvað er. Í raun eru þessi tíðindi birtingarmynd þessara áskorana sem mörg flugfélög hafa þurft að eiga við. Margir aðilar hafa kallað eftir því að ákveðin samþjöppun þurfi að eiga sér stað á evrópskum flugmarkaði,“ nefnir Elvar Ingi. Elvar Ingi bendir á að WOW air hafi verið helsti keppinautur Icelandair og á tímum reynst félaginu óþægur ljár í þúfu. Með sameiningunni ætti samkeppnisumhverfið því að breytast nokkuð. Mögulega muni eitthvað létta á þrýstingi á farmiðaverð. Samkeppnin verði hins vegar áfram hörð enda verði sameinað félag aðeins með um fjögurra prósenta hlutdeild á markaðinum yfir Norður-Atlantshafið.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Samrunatilkynning ekki borist Samkeppniseftirlitinu Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð út um um hve langan tíma mun taka að komast að niðurstöðu varðandi kaup Icelandair Group á WOW air. 5. nóvember 2018 15:57 Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Samrunatilkynning ekki borist Samkeppniseftirlitinu Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir algjörlega ótímabært að gefa nokkuð út um um hve langan tíma mun taka að komast að niðurstöðu varðandi kaup Icelandair Group á WOW air. 5. nóvember 2018 15:57
Kaupin á Wow Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30
Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50