Sport

Vill fá 22 milljarða króna í skaðabætur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Floyd í leik með Vikings.
Floyd í leik með Vikings. vísir/getty
Fyrrum NFL-leikmaðurinn Shariff Floyd fór í aðgerð fyrir tveimur árum síðan sem átti að vera minniháttar. Svo fór ekki því hann gat aldrei spilað aftur eftir aðgerðina.

Alls konar mistök voru gerð við aðgerðina og líkamlegt ástand hans var svo slæmt er hann kom af skurðarborðinu að NFL-ferlinum var óvænt lokið.

Mikið áfall fyrir Floyd sem var valinn 23 í nýliðavalinu árið 2013 og átti afar bjarta framtíð fyrir sér í deildinni.

Hann hefur nú ákveðið að fara í mál við skurðlækninn, aðstoðarmenn hans, sjúkrahúsið og aðra sem tengjast því. Floyd vill litla 22 milljarða króna í skaðabætur.

Lögfræðingar hans hafa reiknað út mögulegar tekjur hans á ferlinum hafi aðgerðin farið eins og hún átti að fara. Vikings greiddi honum tvær milljónir dollara, 242 milljónir króna, er hann þurfti að leggja skóna á hilluna.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×