Erlent

Hópur nemenda frelsaður úr haldi mannræningja

Kjartan Kjartansson skrifar
Kamerúnskir hermenn. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Kamerúnskir hermenn. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA
Tæplega áttatíu skólabörnum sem var rænt úr heimavistarskóla í norðvesturhluta Kamerún á mánudag hefur verið sleppt úr haldi. Skólastjórinn, ökumaður skólarútu barnanna og kennari eru enn í haldi.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að ríkisstjórn landsins og aðskilnaðarsinnar á svæðinu hafi sakað hvor annan um að hafa rænt börnunum í Bamenda, höfuðborg enskumælandi norðvesturhéraðsins.

Aðskilnaðarsinnarnir stefna að stofnun sjálfstæðs ríkis. Þeir halda því fram að menntakerfi Afríkuríkisins brjóti á enskumælandi nemendum með áherslu sinni á franskra tungu.


Tengdar fréttir

Um áttatíu nemendum rænt í Kamerún

Árásir herskárra aðskilnaðarsinna hafa verið tíðar í hinum enskumælandi Norðvestur- og Suðvesturhéruðum landsins síðustu misserin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×