Eimskip gerir breytingar á „hryggjarstykkinu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2018 16:26 Um 1.850 manns starfa hjá Eimskipafélagi Íslands. Fréttablaðið/Anton Brink Eimskip mun breyta siglingakerfi sínu frá og með 14. nóvember næstkomandi, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu segir vera „hryggjarstykkið“ í þjónustu fyrirtækisins fyrir inn- og útflutning. Helstu breytingar á siglingakerfinu verða á hinum svokölluðu bláu og rauðu línum félagsins. Í yfirlýsingu frá Eimskip eru breytingarnar reifaðar, og segir þar meðal annars að á bláu línunni muni Goðafoss og Dettifoss nú hætta viðkomum á Reyðarfirði og Þórshöfn í Færeyjum á leið sinni til Evrópu. Þess í stað munu skipin sigla frá Reykjavík beint til Rotterdam á fimmtudögum og vera þar á sunnudögum. Á leið sinni aftur til Íslands muni bláa línan koma við í Bremerhaven, Helsingborg, Árósum og Þórshöfn í Færeyjum. Fyrsta ferð skipanna samkvæmt þessari áætlun verður 15. nóvember næstkomandi.Sjá einnig: Átján sagt upp hjá EimskipÞetta þýðir þó ekki að Eimskip hafi hætt komum sínum til Reyðarfjarðar. Breytingarnar á rauðu línunni munu þannig fela í sér að Perseus og Pollux munu sigla frá Reyðarfirði á fimmtudagskvöldum til Þórshafnar í Færeyjum. Þaðan munu skipin svo sigla til Árósa þar sem þau verða á mánudögum. Rauða línan mun þannig tengjast gulu línunni í Færeyjum sem gefur möguleika á flutningi inn á Bretland og meginland Evrópu. Rauða línan mun áfram koma við í Swinoujscie í Póllandi og Fredrikstad í Noregi hálfsmánaðarlega. Brottför frá Reykjavík er í hádegi á miðvikudögum og er fyrsta ferð samkvæmt þessari áætlun frá Reykjavík 14. nóvember næstkomandi.Hér ber að líta skýringarmynd sem Eimskip birtir vegna breytinganna.EimskipBreytingarnar eru sagðar til þess fallnar að „mæta þörfum markaðarins um styttri afhendingartíma á ferskum og frosnum afurðum á markaði í Evrópu.“ Þá miði breytingarnar jafnframt að því að „viðhalda góðu þjónustustigi í innflutningi“ og hafa í för með sér „bættan afhendingartíma innflutningsvöru frá Póllandi og Skandinavíu en öll skip félagsins frá Evrópu munu nú losa í Reykjavík á mánudögum og þriðjudögum.“ Áfram verði unnið að þróun á siglingarkerfi félagsins með það í huga að veita framúrskarandi þjónustu á Norður-Atlantshafi og draga úr kostnaði „eins og unnt er.“Stytti afhendingartíma Haft er eftir Matthíasi Matthíassyni, framkvæmdastjóra flutningasviðs Eimskips, að siglingakerfið hafi í gegnum tíðina verið „hryggjarstykkið“ í þjónustu fyrirtækisins fyrir inn- og útflutning. „Þessar breytingar á siglingakerfi Eimskips miða að því að styrkja kerfið í heild sinni, ásamt því að viðhalda okkar yfirburða þjónustustigi. Flutningaþarfir viðskiptavina okkar taka sífelldum breytingum og mikilvægt að við aðlögumst þörfum markaðarins á hverjum tíma. Á meðan makrílvertíð stóð í haust vorum við t.d. með tímabundnar siglingar til Gdynia í Póllandi og Klaipeda í Litháen, sem mæltust vel fyrir á markaði. Fyrirhugaðar breytingar á siglingarkerfinu stytta afhendingartíma fyrir útflytjendur inn á helstu markaði í Evrópu án þess þó að skerða þjónustu í innflutningi,“ segir Matthías. Þetta eru ekki einu breytingarnar sem gerðar hafa verið í rekstri Eimskips að undanförnu. Greint var frá því í gær að 18 starfsmönnum félagsins hafi verið sagt upp á dögunum en stjórnendur Eimskips lækkuðu nýverið afkomuspá félagsins fyrir árið um 15 prósent. Samgöngur Tengdar fréttir Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00 Átján sagt upp hjá Eimskip Liður í hagræðingaraðgerðum en félagið gaf nýverið út afkomuviðvörun. 7. nóvember 2018 16:11 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Eimskip mun breyta siglingakerfi sínu frá og með 14. nóvember næstkomandi, sem framkvæmdastjóri hjá félaginu segir vera „hryggjarstykkið“ í þjónustu fyrirtækisins fyrir inn- og útflutning. Helstu breytingar á siglingakerfinu verða á hinum svokölluðu bláu og rauðu línum félagsins. Í yfirlýsingu frá Eimskip eru breytingarnar reifaðar, og segir þar meðal annars að á bláu línunni muni Goðafoss og Dettifoss nú hætta viðkomum á Reyðarfirði og Þórshöfn í Færeyjum á leið sinni til Evrópu. Þess í stað munu skipin sigla frá Reykjavík beint til Rotterdam á fimmtudögum og vera þar á sunnudögum. Á leið sinni aftur til Íslands muni bláa línan koma við í Bremerhaven, Helsingborg, Árósum og Þórshöfn í Færeyjum. Fyrsta ferð skipanna samkvæmt þessari áætlun verður 15. nóvember næstkomandi.Sjá einnig: Átján sagt upp hjá EimskipÞetta þýðir þó ekki að Eimskip hafi hætt komum sínum til Reyðarfjarðar. Breytingarnar á rauðu línunni munu þannig fela í sér að Perseus og Pollux munu sigla frá Reyðarfirði á fimmtudagskvöldum til Þórshafnar í Færeyjum. Þaðan munu skipin svo sigla til Árósa þar sem þau verða á mánudögum. Rauða línan mun þannig tengjast gulu línunni í Færeyjum sem gefur möguleika á flutningi inn á Bretland og meginland Evrópu. Rauða línan mun áfram koma við í Swinoujscie í Póllandi og Fredrikstad í Noregi hálfsmánaðarlega. Brottför frá Reykjavík er í hádegi á miðvikudögum og er fyrsta ferð samkvæmt þessari áætlun frá Reykjavík 14. nóvember næstkomandi.Hér ber að líta skýringarmynd sem Eimskip birtir vegna breytinganna.EimskipBreytingarnar eru sagðar til þess fallnar að „mæta þörfum markaðarins um styttri afhendingartíma á ferskum og frosnum afurðum á markaði í Evrópu.“ Þá miði breytingarnar jafnframt að því að „viðhalda góðu þjónustustigi í innflutningi“ og hafa í för með sér „bættan afhendingartíma innflutningsvöru frá Póllandi og Skandinavíu en öll skip félagsins frá Evrópu munu nú losa í Reykjavík á mánudögum og þriðjudögum.“ Áfram verði unnið að þróun á siglingarkerfi félagsins með það í huga að veita framúrskarandi þjónustu á Norður-Atlantshafi og draga úr kostnaði „eins og unnt er.“Stytti afhendingartíma Haft er eftir Matthíasi Matthíassyni, framkvæmdastjóra flutningasviðs Eimskips, að siglingakerfið hafi í gegnum tíðina verið „hryggjarstykkið“ í þjónustu fyrirtækisins fyrir inn- og útflutning. „Þessar breytingar á siglingakerfi Eimskips miða að því að styrkja kerfið í heild sinni, ásamt því að viðhalda okkar yfirburða þjónustustigi. Flutningaþarfir viðskiptavina okkar taka sífelldum breytingum og mikilvægt að við aðlögumst þörfum markaðarins á hverjum tíma. Á meðan makrílvertíð stóð í haust vorum við t.d. með tímabundnar siglingar til Gdynia í Póllandi og Klaipeda í Litháen, sem mæltust vel fyrir á markaði. Fyrirhugaðar breytingar á siglingarkerfinu stytta afhendingartíma fyrir útflytjendur inn á helstu markaði í Evrópu án þess þó að skerða þjónustu í innflutningi,“ segir Matthías. Þetta eru ekki einu breytingarnar sem gerðar hafa verið í rekstri Eimskips að undanförnu. Greint var frá því í gær að 18 starfsmönnum félagsins hafi verið sagt upp á dögunum en stjórnendur Eimskips lækkuðu nýverið afkomuspá félagsins fyrir árið um 15 prósent.
Samgöngur Tengdar fréttir Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00 Átján sagt upp hjá Eimskip Liður í hagræðingaraðgerðum en félagið gaf nýverið út afkomuviðvörun. 7. nóvember 2018 16:11 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Stærsti hluthafinn seldi allt sitt í Eimskip Bandaríska fjárfestingafélagið Yucaipa Companies seldi í gærkvöldi fjórðungshlut í Eimskip fyrir um 11 milljarða króna. 19. júlí 2018 08:00
Átján sagt upp hjá Eimskip Liður í hagræðingaraðgerðum en félagið gaf nýverið út afkomuviðvörun. 7. nóvember 2018 16:11