Innlent

Neitar að hafa stungið konu í Þorlákshöfn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á þriðjudag.
Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald á þriðjudag. Vísir/Vilhelm
Erlendur karlmaður sem handtekinn var vegna stunguárásar í Þorlákshöfn að kvöldi síðastliðins sunnudags og úrskurðaður í gæsluvarðhald var látinn laus að lokinni yfirheyrslu um klukkan 14 í dag þar sem ekki þótti ástæða til að hafa hann í haldi lengur. Maðurinn hefur neitað sök.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að kona á fimmtugsaldri, sem hann er talinn hafa stungið með hníf, sé útskrifuð af sjúkrahúsi. Hún dvelur nú hjá venslafólki sínu. Rannsókn málsins heldur nú áfram, m.a. með úrvinnslu gagna.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan 18 í dag og var því látinn laus áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×