Erlent

Tókst að aðskilja síamstvíbura

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Síamstvíburar eru afar sjaldgæfir en myndin er tekin þegar verið var að aðskilja síamstvíbura á Spáni.
Síamstvíburar eru afar sjaldgæfir en myndin er tekin þegar verið var að aðskilja síamstvíbura á Spáni. vísir/epa
Skurðlæknum í Ástralíu hefur tekist að aðskilja fimmtán mánaða gamla síamstvíbura frá smáríkinu Bhutan.

Aðgerðin tók sex klukkutíma en systurnar Nima og Dawa Pelden voru samvaxnar á búk og deildu lifur.

Læknar segja að aðgerðin hafi heppnast fullkomlega og að stúlkurnar sjái nú fram á eðlilegt líf í framtíðinni.

Síamstvíburar eru afar sjaldgæfir en talið er að slíkt gerist í einni af tvöhundruðþúsund fæðingum. Að auki fæðast flest slík börn andvana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×