Bíðum ekki með Reykjanesbrautina Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 30. október 2018 07:00 Í júní árið 2005 opnaði þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, göng undir Almannaskarð. Rúmu ári áður hafði verið ákveðið að taka göngin um Almannaskarð fram fyrir aðrar framkvæmdir og fyrirætlunum um uppbyggingu vegarins því breytt til samræmis við það. Hagkvæmni þessarar framkvæmdar var mikil. Göngin juku þó fyrst og síðast umferðaröryggi til muna en þau leystu af hólmi brattasta vegarhluta hringvegarins þar sem vegarhallinn var 17%. Mörg slys höfðu þá orðið á þessum vegarkafla, síðast hörmulegt banaslys árið 2003. Árið 2007 var ákveðið meðal annars vegna mikillar grjóthruns- og snjóflóðahættu í Óshlíð að fara strax í framkvæmdir á Bolungarvíkurgöngum en sú mikilvæga samgöngubót var opnuð árið 2010. Samstaða um framkvæmd Ég vil leyfa mér að fullyrða að mikil samstaða hafi verið meðal þingheims hvað þessar framkvæmdir varðar og að ákveðið raunsæi og útsjónarsemi hafi ráðið ríkjum hjá ráðherrum málaflokksins. Löggjafarvald og framkvæmdarvald tóku sem sagt höndum saman og sýndu skilning og nauðsynlegan sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum, óháð flokkum og kjördæmum. Og það var þorað að forgangsraða. Rétt er að geta þess að það ánægjulega gerðist að báðar þessar framkvæmdir voru innan áætlana. Reykjanesbrautin og tvöföldun hennar frá Reykjanesbæ inn í Hafnarfjörð kallar á svipaða lausn og það strax. Það er algerlega óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan fjölfarna og þjóðþekkta veg í 15 ár eða til ársins 2033, eins og kemur fram í samgönguáætlun. Það hefur lengi legið fyrir hversu brýnt það er að tvöfalda Reykjanesbrautina og áratugir farið í þá baráttu. Tvöföldunin er hafin en hún mjakast áfram á hraða snigilsins þrátt fyrir að aðstæður séu gjörbreyttar sem kalla á framkvæmdir strax. Umferðaröryggi hefur minnkað verulega þar sem tvöföldun og vegrið er ekki til staðar og umferðarþunginn aukist mjög ekki síst vegna aukins fjölda ferðamanna. Að horfast ekki í augu við þær tvær og hálfu milljón ferðamanna sem blessunarlega sækja okkur heim og keyra brautina er auðvitað galið, svo ekki sé minnst á öryggi heimafólks. Skynsemisraddir kalla á að farið verði sem hraðast í þessa framkvæmd. Að þorað verði að forgangsraða. Pólitíkin, hvað sem um hana verður sagt, hefur sýnt það að hún getur brugðist við og sett af stað vegaframkvæmdir sem ekki eru bara þjóðhagslega hagkvæmar heldur beinlínis lífsnauðsynlegar fyrir öryggi fólks í umferðinni. Lífæð samfélags Að bíða með að fullklára samgönguframkvæmdir á Reykjanesbrautinni vegna þess að það sé ekki búið að taka ákvörðun um gjaldtöku í samgöngumálum er ekki boðlegt. Ekki frekar en aðrar samgönguframkvæmdir á suðvesturhorninu. Rök fyrir gjaldtöku geta verið margvísleg en ef taka á gjald fyrir samgöngumannvirki þarf að liggja fyrir heildstæð áætlun fyrir landið allt. Planið getur ekki verið að einum landshluta sérstaklega umfram annan verði þrýst inn í gjaldtöku með þeirri leikjafræði einni að vanfjármagna framkvæmdir og setja allt í hægagang á svæðinu. Reykjanesbrautin er ekki eingöngu lífæð Suðurnesjafólks og okkar sem búum á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu heldur lífæð samfélags sem byggir á fjölbreyttum atvinnuvegum með sterk tengsl við umheiminn. Í landinu er ríkisstjórn sem réttlætir tilveru sína með því að vera mynduð um stóru málin. Það er kominn tími til að hún sýni það í verki. Að klára tvöföldun brautarinnar sem allra fyrst þýðir einfaldlega að almannahagsmunir eru settir í forgrunn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í júní árið 2005 opnaði þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, göng undir Almannaskarð. Rúmu ári áður hafði verið ákveðið að taka göngin um Almannaskarð fram fyrir aðrar framkvæmdir og fyrirætlunum um uppbyggingu vegarins því breytt til samræmis við það. Hagkvæmni þessarar framkvæmdar var mikil. Göngin juku þó fyrst og síðast umferðaröryggi til muna en þau leystu af hólmi brattasta vegarhluta hringvegarins þar sem vegarhallinn var 17%. Mörg slys höfðu þá orðið á þessum vegarkafla, síðast hörmulegt banaslys árið 2003. Árið 2007 var ákveðið meðal annars vegna mikillar grjóthruns- og snjóflóðahættu í Óshlíð að fara strax í framkvæmdir á Bolungarvíkurgöngum en sú mikilvæga samgöngubót var opnuð árið 2010. Samstaða um framkvæmd Ég vil leyfa mér að fullyrða að mikil samstaða hafi verið meðal þingheims hvað þessar framkvæmdir varðar og að ákveðið raunsæi og útsjónarsemi hafi ráðið ríkjum hjá ráðherrum málaflokksins. Löggjafarvald og framkvæmdarvald tóku sem sagt höndum saman og sýndu skilning og nauðsynlegan sveigjanleika gagnvart breyttum aðstæðum, óháð flokkum og kjördæmum. Og það var þorað að forgangsraða. Rétt er að geta þess að það ánægjulega gerðist að báðar þessar framkvæmdir voru innan áætlana. Reykjanesbrautin og tvöföldun hennar frá Reykjanesbæ inn í Hafnarfjörð kallar á svipaða lausn og það strax. Það er algerlega óásættanlegt að bíða þurfi með að fullklára þennan fjölfarna og þjóðþekkta veg í 15 ár eða til ársins 2033, eins og kemur fram í samgönguáætlun. Það hefur lengi legið fyrir hversu brýnt það er að tvöfalda Reykjanesbrautina og áratugir farið í þá baráttu. Tvöföldunin er hafin en hún mjakast áfram á hraða snigilsins þrátt fyrir að aðstæður séu gjörbreyttar sem kalla á framkvæmdir strax. Umferðaröryggi hefur minnkað verulega þar sem tvöföldun og vegrið er ekki til staðar og umferðarþunginn aukist mjög ekki síst vegna aukins fjölda ferðamanna. Að horfast ekki í augu við þær tvær og hálfu milljón ferðamanna sem blessunarlega sækja okkur heim og keyra brautina er auðvitað galið, svo ekki sé minnst á öryggi heimafólks. Skynsemisraddir kalla á að farið verði sem hraðast í þessa framkvæmd. Að þorað verði að forgangsraða. Pólitíkin, hvað sem um hana verður sagt, hefur sýnt það að hún getur brugðist við og sett af stað vegaframkvæmdir sem ekki eru bara þjóðhagslega hagkvæmar heldur beinlínis lífsnauðsynlegar fyrir öryggi fólks í umferðinni. Lífæð samfélags Að bíða með að fullklára samgönguframkvæmdir á Reykjanesbrautinni vegna þess að það sé ekki búið að taka ákvörðun um gjaldtöku í samgöngumálum er ekki boðlegt. Ekki frekar en aðrar samgönguframkvæmdir á suðvesturhorninu. Rök fyrir gjaldtöku geta verið margvísleg en ef taka á gjald fyrir samgöngumannvirki þarf að liggja fyrir heildstæð áætlun fyrir landið allt. Planið getur ekki verið að einum landshluta sérstaklega umfram annan verði þrýst inn í gjaldtöku með þeirri leikjafræði einni að vanfjármagna framkvæmdir og setja allt í hægagang á svæðinu. Reykjanesbrautin er ekki eingöngu lífæð Suðurnesjafólks og okkar sem búum á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu heldur lífæð samfélags sem byggir á fjölbreyttum atvinnuvegum með sterk tengsl við umheiminn. Í landinu er ríkisstjórn sem réttlætir tilveru sína með því að vera mynduð um stóru málin. Það er kominn tími til að hún sýni það í verki. Að klára tvöföldun brautarinnar sem allra fyrst þýðir einfaldlega að almannahagsmunir eru settir í forgrunn.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun