Óska eftir formlegri undanþágu frá lánaskilmálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 23:16 Í dag gaf Icelandair umboðsmanni skuldabréfaeigenda fyrirmæli um að hefja skriflegt ferli þar sem óskað verður eftir formlegri undanþágu. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur óskað eftir undanþágu frá fjárhagslegum skilyrðum svokallaðra „NO skuldabréfa“ til 30. nóvember næstkomandi í því skyni að öðlast svigrúm til að finna langtímalausn á málinu. Skuldabréfin nema um 190 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur um 23 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að hin tímabundna undanþága njóti nú þegar stuðnings meirihluta NO skuldabréfaeigenda eða um 85% þeirra. Félagið birti í dag uppgjör þriðja ársfjórðungs sem staðfesti að fjárhagsleg skilyrði voru ekki uppfyllt.Hefja skriflegt ferli og óska eftir undanþágu Í dag gaf Icelandair umboðsmanni skuldabréfaeigenda, Nordic Trustee & Agency AB, fyrirmæli um að hefja skriflegt ferli þar sem óskað verður eftir formlegri undanþágu. Félagið hefur einnig hafið viðræður við eigendur IS skuldabréfanna og gerir ráð fyrir að komist verði að samkomulagi með sams konar langtímalausn vegna bréfanna. Nema þau 24 milljónum dala eða um þremur milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir brot á fjárhagslegum kvöðum er fjárhagsstaða Icelandair Group sterk en handbært fé og markaðsverðbréf félagsins námu 184 milljónum Bandaríkjadala, rúmlega 22 milljörðum króna, hinn 30. september. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 62 milljónum Bandaríkjadala eða um sjö milljörðum íslenskra króna. Eigið fé nam 575 milljónum Bandaríkjadala, um 69 milljörðum íslenskra króna, og eiginfjárhlutfall félagsins var 36%.Lakari sætanýting „Afkoma þriðja ársfjórðungs lækkar milli ára en er í samræmi við afkomuspá sem gefin var út í lok ágúst. EBITDA nam alls 115 milljónum USD, 41 milljón USD lægri en á þriðja ársfjórðungi 2017. Hækkun olíuverðs, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting eru helstu skýringar á verri afkomu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Gripið hefur verið til fjölmargra aðgerða til að bæta samkeppnishæfni félagsins og vega upp á móti kostnaðarhækkunum, ekki síst vegna hækkunar á eldsneytisverði. Í maí 2019 hefst flug í nýjum tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka leiðakerfisins með það að markmiði að skapa félaginu ný tækifæri til vaxtar, bæta þjónustu við farþega og auka sveigjanleika. Misvægi í sætaframboði milli N-Ameríku og Evrópu hefur verið leiðrétt í flugáætlun næsta árs. Sölu- og markaðsstarf félagsins hefur verið endurskipulagt. Áhersla er lögð á að styrkja tekjustýringu félagsins og er innleiðing á nýju tekjustýringarkerfi vel á veg komin. Sjálfvirknivæðing ferla, notkun stafrænna lausna ásamt eflingu viðbótartekna er í forgangi. Þá er betri nýting starfsfólks og allra rekstrarþátta lykilatriði í framtíðarekstri félagsins. Verkefni okkar er skýrt, það snýst um að bæta rekstrarafkomu félagsins á heilsársgrunni. Þar eru fjölmörg tækifæri til staðar bæði hvað varðar tekjur og gjöld. Við erum sannfærð um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og framundan eru muni skila sér í bættri afkomu Icelandair Group til framtíðar.“ Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Líkur á að Icelandair semji Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. 4. október 2018 07:00 „Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Starfandi forstjóri Icelandair fer yfir viðræður við fulltrúa eigendur skuldabréfa í flugfélaginu. 3. október 2018 13:38 Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. 3. október 2018 08:20 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Icelandair hefur óskað eftir undanþágu frá fjárhagslegum skilyrðum svokallaðra „NO skuldabréfa“ til 30. nóvember næstkomandi í því skyni að öðlast svigrúm til að finna langtímalausn á málinu. Skuldabréfin nema um 190 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur um 23 milljörðum íslenskra króna. Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að hin tímabundna undanþága njóti nú þegar stuðnings meirihluta NO skuldabréfaeigenda eða um 85% þeirra. Félagið birti í dag uppgjör þriðja ársfjórðungs sem staðfesti að fjárhagsleg skilyrði voru ekki uppfyllt.Hefja skriflegt ferli og óska eftir undanþágu Í dag gaf Icelandair umboðsmanni skuldabréfaeigenda, Nordic Trustee & Agency AB, fyrirmæli um að hefja skriflegt ferli þar sem óskað verður eftir formlegri undanþágu. Félagið hefur einnig hafið viðræður við eigendur IS skuldabréfanna og gerir ráð fyrir að komist verði að samkomulagi með sams konar langtímalausn vegna bréfanna. Nema þau 24 milljónum dala eða um þremur milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir brot á fjárhagslegum kvöðum er fjárhagsstaða Icelandair Group sterk en handbært fé og markaðsverðbréf félagsins námu 184 milljónum Bandaríkjadala, rúmlega 22 milljörðum króna, hinn 30. september. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 62 milljónum Bandaríkjadala eða um sjö milljörðum íslenskra króna. Eigið fé nam 575 milljónum Bandaríkjadala, um 69 milljörðum íslenskra króna, og eiginfjárhlutfall félagsins var 36%.Lakari sætanýting „Afkoma þriðja ársfjórðungs lækkar milli ára en er í samræmi við afkomuspá sem gefin var út í lok ágúst. EBITDA nam alls 115 milljónum USD, 41 milljón USD lægri en á þriðja ársfjórðungi 2017. Hækkun olíuverðs, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting eru helstu skýringar á verri afkomu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Gripið hefur verið til fjölmargra aðgerða til að bæta samkeppnishæfni félagsins og vega upp á móti kostnaðarhækkunum, ekki síst vegna hækkunar á eldsneytisverði. Í maí 2019 hefst flug í nýjum tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka leiðakerfisins með það að markmiði að skapa félaginu ný tækifæri til vaxtar, bæta þjónustu við farþega og auka sveigjanleika. Misvægi í sætaframboði milli N-Ameríku og Evrópu hefur verið leiðrétt í flugáætlun næsta árs. Sölu- og markaðsstarf félagsins hefur verið endurskipulagt. Áhersla er lögð á að styrkja tekjustýringu félagsins og er innleiðing á nýju tekjustýringarkerfi vel á veg komin. Sjálfvirknivæðing ferla, notkun stafrænna lausna ásamt eflingu viðbótartekna er í forgangi. Þá er betri nýting starfsfólks og allra rekstrarþátta lykilatriði í framtíðarekstri félagsins. Verkefni okkar er skýrt, það snýst um að bæta rekstrarafkomu félagsins á heilsársgrunni. Þar eru fjölmörg tækifæri til staðar bæði hvað varðar tekjur og gjöld. Við erum sannfærð um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og framundan eru muni skila sér í bættri afkomu Icelandair Group til framtíðar.“
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Líkur á að Icelandair semji Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. 4. október 2018 07:00 „Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Starfandi forstjóri Icelandair fer yfir viðræður við fulltrúa eigendur skuldabréfa í flugfélaginu. 3. október 2018 13:38 Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. 3. október 2018 08:20 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Líkur á að Icelandair semji Icelandair gæti þurft að sækja sér fjármagn takist ekki að semja við skuldabréfaeigendur um undanþágur frá lánaskilmálum. Líklegra er þó að samkomulag náist að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. 4. október 2018 07:00
„Erum ekki að fara að biðja um nýtt fjármagn“ Starfandi forstjóri Icelandair fer yfir viðræður við fulltrúa eigendur skuldabréfa í flugfélaginu. 3. október 2018 13:38
Icelandair hefur viðræður við lánardrottna Icelandair Group hefur í dag viðræður við þá lánardrottna sína sem ráða yfir meira en 50 prósent af útgefnum óverðtryggðum skuldabréfum félagsins. 3. október 2018 08:20