Eigendur húsanna við Einimel munu bera kostnaðinn verði girðingin tekin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2018 09:15 Hér sést girðingin frá Einimel 22. Alveg skýrt er í svörum frá borginni að ekki er heimilt að girða land í eigu borgarinnar af með þessum hætti. vísir/vilhelm Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. Ekkert leyfi hefur fengist frá Reykjavíkurborg til að reisa girðingu á þessum stað og getur borgin alltaf tekið landið til baka ef á þarf að halda, það er rifið niður girðinguna, og mun viðkomandi aðili þá greiða fyrir þá framkvæmd, sem í þessu tilfelli eru eigendur einbýlishúsanna við Einimel. Þetta kemur fram í svörum Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn um girðinguna en frá því var greint í liðinni viku að þúsund fermetrar af landi sem er í eigu borgarinnar hefðu verið girtir af fyrir aftan einbýlishúsin þrjú. Girðing sem tilheyrði gömlu bóndabýli Alveg skýrt er samkvæmt svörum frá borginni að ekki er heimilt að girða land í eigu borgarinnar af með þessum hætti. Hins vegar var girðing á þessu svæði áður fyrr sem tilheyrði býlinu Víðimýri við Kaplaskjólsveg. Virðist hún hafa verið á nákvæmlega sama stað og núverandi girðing, ef marka má loftmyndir úr Borgarvefsjá frá árinu 1971. „Það var greinilega girðing þarna áður fyrr sem tilheyrði húsi þarna, sú girðing virðist hafa verið á nákvæmlega sama stað og núverandi girðing er. Sennilega var hún notuð fyrir búfénað,“ segir í svari Bjarna við spurningu um hvenær girðingin var sett upp og hvort það hafi mögulega verið áður en þau hús sem þarna eru nú voru byggð. Þá er bent á í svarinu að skoða megi hvar girðing hefur verið á þessu svæði í gegnum tíðina í Borgarvefsjá. Í vefsjánni má sjá að girðing var til staðar árið 1984 en erfiðara er greina hana á loftmynd frá árinu 1990. Girðingin er hins vegar aftur greinileg á loftmynd frá árinu 1995. Í þessari úrklippu úr Morgunblaðinu sunnudaginn 2. apríl 1944 eru nýorpin gæsa- og andaregg auglýst til sölu að Víðimýri við Kaplaskjólsveg. Býlið var á þeim stað við Einimel þar sem einbýlishúsin þrjú eru nú.tímarit.is Húsin byggð á árunum 1990 til 2006 Húsið við Einimel 26 var byggt árið 1990 af þáverandi gatnamálastjóra í Reykjavík, Inga Ú. Magnússyni. Í húsinu býr nú Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem rætt var við í Fréttablaðinu í liðinni viku vegna girðingarinnar. Hefur hún búið í húsinu í um tíu ár. „Þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru,“ sagði Bessí sem telur misskilnings gæta í málinu. „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur,“ sagði Bessí við Fréttablaðið og nefndi að það hefði einmitt verið þáverandi gatnamálastjóri sem byggði Einimel 26 á 9. áratugnum. „Ég geri nú ráð fyrir að hann hafi vitað nokkuð hvað hann var að gera,“ sagði Bessí. Óljóst er hvort girðingin sem er aftan við húsin í dag sé sú sama og er greinileg á loftmyndum frá árunum 1995 eða hvort eigendur húsanna við Einimel hafi á einhverjum tímapunkti skipt um girðingu. Árið 1999 var húsið við Einimel 22 reist og sjö árum síðar, árið 2006, var húsið við Einimel 24 byggt. Svæðið er fyrir aftan Vesturbæjarlaug og er skilgreint í deiliskipulagi sem opið svæði þar sem eigi til dæmis að koma fyrir sparkvelli og skokkbrautum, að því er segir í umsögn skipulagsfulltrúa frá árinu 2007.vísir/vilhelm Garðyrkjustjóri lagðist gegn beiðninni Hjónin sem byggðu húsið við Einimel 24 sendu inn beiðni til borgarinnar í júní 2006 um heimild til að taka lóðarspilduna í fóstur. Sagði meðal annars í beiðninni, sem Vísir hefur undir höndum, að svæðið væri afmarkað með hárri girðingu frá Reykjavíkurborg. „En þó þannig að umrædd girðing stendur ekki á lóðarmörkum heldur liggur lóðin Einimelur 24 sameiginlega með því svæði sem sótt er um að fá að taka í umsjón, innan umræddrar girðingar. Girðing þessi liggur eins fyrir framan lóðirnar Einimelur 26, 24 og 22 og hefur lóðarhafi við Einimel 26 nú þegar tekið sambærilegt svæði í sína umsjón. Það liggur því beinast við að undirritaðir taki svæðið fyrir framan lóðina Einimelur 24 í sína umsjón,“ eins og segir í beiðninni. Bæði skipulagsfulltrúi borgarinnar og garðyrkjustjóri skiluðu inn umsögn til borgarinnar vegna þessarar beiðni. Lagðist garðyrkjustjóri gegn því að eigendur Einimels 24 fengju að taka lóðina í fóstur og vísaði í deiliskipulagstillögu frá árinu 2003 þar sem ekki var gert ráð fyrir lóðarstækkun á þessum stað heldur opnu svæði til almenningsnota. „Fyrirspurn hefur áður komið inn til skipulagsfulltrúa varðandi lóðarstækkun lóðarinnar Einimels 22 og var tekið neikvætt í það. Ekki virðist liggja fyrir skjalfest afgreiðsla á beiðni frá lóðarhöfum Einimels 26 um lóðarstækkun þó að samsvarandi svæði hafi verið tekið þar til notkunar. Ljóst má vera að lóðarstækkun yrði ekki samþykkt þar heldur. Undirritaður telur að ekki séu rök fyrir því að verða við beiðninni í trássi við deiliskipulag og því lagt til að beiðni eigenda Einimels 24 verði hafnað,“ segir í umsögn garðyrkjustjórans frá árinu 2006. Töluvert af trjám er innan girðingarinnar við Einimel 26.vísir/vilhelm Eðlilegt að taka lóðarspildurnar inn í opna svæðið Árið 2007 lagði svo skipulagsfulltrúi fram umsögn vegna beiðninnar og var þar vísað í deiliskipulag af lóð Vesturbæjarlaugar frá árinu 2004. Sagði í umsögninni að gert væri ráð fyrir opnu svæði umhverfis sundlaugargarðinn með skokkbrautum og sparkvelli. „Þar sem svæðið hefur lengi verið ófrágengið hafa lóðareigendur við Einimel 22 og 26 stækkað garða sína inn á almenna svæðið. Nú þegar deiliskipulag sem sýnir notkun svæðisins í þágu almennings liggur fyrir, er eðlilegt að þessar lóðarspildur verði teknar inn í opna svæðið og nýtist almenningi,“ segir meðal annars í umsögn skipulagsfulltrúa. Þar segir jafnframt að umrætt svæði sé ekki innan lóðar Sundlaugar Vesturbæjar heldur sé um að ræða opið svæði. Mælir skipulagsfulltrúi ekki með því að orðið verði við ósk um að stækka lóðina við einbýlishúsið að Einimel 26, eða láta eigendur fá lóðarspilduna „í fóstur.“ „Lagt er til að opið svæði umhverfis garð Vesturbæjarlaugar verði hannað og framkvæmt í samræmi við deiliskipulag sem allra fyrst,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa sem gerð var fyrir rúmum tíu árum. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Fréttablaðið/Andri Marinó „Borgin getur alltaf tekið landið til baka“ Ekkert bólar hins vegar á framkvæmdum á þessu landi borgarinnar. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku hafa ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um nýtingu þessa túns við Vesturbæjarlaug í gegnum tíðina. Meðal annars hefur frjálsíþróttadeild KR sýnt túninu áhuga og þá hefur verið rætt um stækkun í samvinnu við Vesturbæjarlaugina. Í fyrirspurn Vísis til borgarinnar var spurt hvers vegna ekki hefði verið brugðist við í málinu af hálfu borgarinnar, þar sem land borgarinnar hefur verið girt af í leyfisleysi, að því er virðist til einkanota. „Oftast er engin þörf á sérstökum aðgerðum yfirvalda. Borgin getur alltaf tekið landið til baka ef hún þarf á því að halda. Borgin bregst við ef og þegar þörf er á. Landið er ávallt afturkræft og viðkomandi aðili greiðir þá kostnaðinn,“ segir í svari upplýsingastjóra borgarinnar við þessu. Þá var jafnframt spurt hvernig borgin hyggst bregðast við í málinu nú; hvort að borgaryfirvöld muni mæta á svæðið og rífa girðinguna niður eða hvort til greina komi að fara í dómsmál. „Yfirleitt er ferlið þannig að fólk fær bréf þar sem farið er fram það sem gera á. Ef það gerist ekki, þá getur borgin látið taka girðingar eða önnur mannvirki niður á kostnað viðkomandi. Ekki er heimilt að girða af land í eigu borgarinnar. Einfalt er að klára málið án þess að leita til dómstóla,“ segir í svari borgarinnar. Ekki eru viðurlög við því að innlima landsvæði borgarinnar með þessum hætti á einkalóðir samkvæmt svarinu. „Bréf er sent um hvað beri að gera, t.d. fjarlægja girðingu. Ef viðkomandi hlítir því ekki, þá er það gert á kostnað viðkomandi.“ Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Nágrannadeilur Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að þótt fólk fái borgarland í "fóstur“ feli það ekki í sér yfirráð. Ekki megi girða skikana af. 23. október 2018 07:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Borgaryfirvöld vita ekki að öllu leyti hvers vegna girðing hefur verið sett upp á landi borgarinnar aftan við þrjú einbýlishús á Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík. Ekkert leyfi hefur fengist frá Reykjavíkurborg til að reisa girðingu á þessum stað og getur borgin alltaf tekið landið til baka ef á þarf að halda, það er rifið niður girðinguna, og mun viðkomandi aðili þá greiða fyrir þá framkvæmd, sem í þessu tilfelli eru eigendur einbýlishúsanna við Einimel. Þetta kemur fram í svörum Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn um girðinguna en frá því var greint í liðinni viku að þúsund fermetrar af landi sem er í eigu borgarinnar hefðu verið girtir af fyrir aftan einbýlishúsin þrjú. Girðing sem tilheyrði gömlu bóndabýli Alveg skýrt er samkvæmt svörum frá borginni að ekki er heimilt að girða land í eigu borgarinnar af með þessum hætti. Hins vegar var girðing á þessu svæði áður fyrr sem tilheyrði býlinu Víðimýri við Kaplaskjólsveg. Virðist hún hafa verið á nákvæmlega sama stað og núverandi girðing, ef marka má loftmyndir úr Borgarvefsjá frá árinu 1971. „Það var greinilega girðing þarna áður fyrr sem tilheyrði húsi þarna, sú girðing virðist hafa verið á nákvæmlega sama stað og núverandi girðing er. Sennilega var hún notuð fyrir búfénað,“ segir í svari Bjarna við spurningu um hvenær girðingin var sett upp og hvort það hafi mögulega verið áður en þau hús sem þarna eru nú voru byggð. Þá er bent á í svarinu að skoða megi hvar girðing hefur verið á þessu svæði í gegnum tíðina í Borgarvefsjá. Í vefsjánni má sjá að girðing var til staðar árið 1984 en erfiðara er greina hana á loftmynd frá árinu 1990. Girðingin er hins vegar aftur greinileg á loftmynd frá árinu 1995. Í þessari úrklippu úr Morgunblaðinu sunnudaginn 2. apríl 1944 eru nýorpin gæsa- og andaregg auglýst til sölu að Víðimýri við Kaplaskjólsveg. Býlið var á þeim stað við Einimel þar sem einbýlishúsin þrjú eru nú.tímarit.is Húsin byggð á árunum 1990 til 2006 Húsið við Einimel 26 var byggt árið 1990 af þáverandi gatnamálastjóra í Reykjavík, Inga Ú. Magnússyni. Í húsinu býr nú Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem rætt var við í Fréttablaðinu í liðinni viku vegna girðingarinnar. Hefur hún búið í húsinu í um tíu ár. „Þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru,“ sagði Bessí sem telur misskilnings gæta í málinu. „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur,“ sagði Bessí við Fréttablaðið og nefndi að það hefði einmitt verið þáverandi gatnamálastjóri sem byggði Einimel 26 á 9. áratugnum. „Ég geri nú ráð fyrir að hann hafi vitað nokkuð hvað hann var að gera,“ sagði Bessí. Óljóst er hvort girðingin sem er aftan við húsin í dag sé sú sama og er greinileg á loftmyndum frá árunum 1995 eða hvort eigendur húsanna við Einimel hafi á einhverjum tímapunkti skipt um girðingu. Árið 1999 var húsið við Einimel 22 reist og sjö árum síðar, árið 2006, var húsið við Einimel 24 byggt. Svæðið er fyrir aftan Vesturbæjarlaug og er skilgreint í deiliskipulagi sem opið svæði þar sem eigi til dæmis að koma fyrir sparkvelli og skokkbrautum, að því er segir í umsögn skipulagsfulltrúa frá árinu 2007.vísir/vilhelm Garðyrkjustjóri lagðist gegn beiðninni Hjónin sem byggðu húsið við Einimel 24 sendu inn beiðni til borgarinnar í júní 2006 um heimild til að taka lóðarspilduna í fóstur. Sagði meðal annars í beiðninni, sem Vísir hefur undir höndum, að svæðið væri afmarkað með hárri girðingu frá Reykjavíkurborg. „En þó þannig að umrædd girðing stendur ekki á lóðarmörkum heldur liggur lóðin Einimelur 24 sameiginlega með því svæði sem sótt er um að fá að taka í umsjón, innan umræddrar girðingar. Girðing þessi liggur eins fyrir framan lóðirnar Einimelur 26, 24 og 22 og hefur lóðarhafi við Einimel 26 nú þegar tekið sambærilegt svæði í sína umsjón. Það liggur því beinast við að undirritaðir taki svæðið fyrir framan lóðina Einimelur 24 í sína umsjón,“ eins og segir í beiðninni. Bæði skipulagsfulltrúi borgarinnar og garðyrkjustjóri skiluðu inn umsögn til borgarinnar vegna þessarar beiðni. Lagðist garðyrkjustjóri gegn því að eigendur Einimels 24 fengju að taka lóðina í fóstur og vísaði í deiliskipulagstillögu frá árinu 2003 þar sem ekki var gert ráð fyrir lóðarstækkun á þessum stað heldur opnu svæði til almenningsnota. „Fyrirspurn hefur áður komið inn til skipulagsfulltrúa varðandi lóðarstækkun lóðarinnar Einimels 22 og var tekið neikvætt í það. Ekki virðist liggja fyrir skjalfest afgreiðsla á beiðni frá lóðarhöfum Einimels 26 um lóðarstækkun þó að samsvarandi svæði hafi verið tekið þar til notkunar. Ljóst má vera að lóðarstækkun yrði ekki samþykkt þar heldur. Undirritaður telur að ekki séu rök fyrir því að verða við beiðninni í trássi við deiliskipulag og því lagt til að beiðni eigenda Einimels 24 verði hafnað,“ segir í umsögn garðyrkjustjórans frá árinu 2006. Töluvert af trjám er innan girðingarinnar við Einimel 26.vísir/vilhelm Eðlilegt að taka lóðarspildurnar inn í opna svæðið Árið 2007 lagði svo skipulagsfulltrúi fram umsögn vegna beiðninnar og var þar vísað í deiliskipulag af lóð Vesturbæjarlaugar frá árinu 2004. Sagði í umsögninni að gert væri ráð fyrir opnu svæði umhverfis sundlaugargarðinn með skokkbrautum og sparkvelli. „Þar sem svæðið hefur lengi verið ófrágengið hafa lóðareigendur við Einimel 22 og 26 stækkað garða sína inn á almenna svæðið. Nú þegar deiliskipulag sem sýnir notkun svæðisins í þágu almennings liggur fyrir, er eðlilegt að þessar lóðarspildur verði teknar inn í opna svæðið og nýtist almenningi,“ segir meðal annars í umsögn skipulagsfulltrúa. Þar segir jafnframt að umrætt svæði sé ekki innan lóðar Sundlaugar Vesturbæjar heldur sé um að ræða opið svæði. Mælir skipulagsfulltrúi ekki með því að orðið verði við ósk um að stækka lóðina við einbýlishúsið að Einimel 26, eða láta eigendur fá lóðarspilduna „í fóstur.“ „Lagt er til að opið svæði umhverfis garð Vesturbæjarlaugar verði hannað og framkvæmt í samræmi við deiliskipulag sem allra fyrst,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa sem gerð var fyrir rúmum tíu árum. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Fréttablaðið/Andri Marinó „Borgin getur alltaf tekið landið til baka“ Ekkert bólar hins vegar á framkvæmdum á þessu landi borgarinnar. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku hafa ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um nýtingu þessa túns við Vesturbæjarlaug í gegnum tíðina. Meðal annars hefur frjálsíþróttadeild KR sýnt túninu áhuga og þá hefur verið rætt um stækkun í samvinnu við Vesturbæjarlaugina. Í fyrirspurn Vísis til borgarinnar var spurt hvers vegna ekki hefði verið brugðist við í málinu af hálfu borgarinnar, þar sem land borgarinnar hefur verið girt af í leyfisleysi, að því er virðist til einkanota. „Oftast er engin þörf á sérstökum aðgerðum yfirvalda. Borgin getur alltaf tekið landið til baka ef hún þarf á því að halda. Borgin bregst við ef og þegar þörf er á. Landið er ávallt afturkræft og viðkomandi aðili greiðir þá kostnaðinn,“ segir í svari upplýsingastjóra borgarinnar við þessu. Þá var jafnframt spurt hvernig borgin hyggst bregðast við í málinu nú; hvort að borgaryfirvöld muni mæta á svæðið og rífa girðinguna niður eða hvort til greina komi að fara í dómsmál. „Yfirleitt er ferlið þannig að fólk fær bréf þar sem farið er fram það sem gera á. Ef það gerist ekki, þá getur borgin látið taka girðingar eða önnur mannvirki niður á kostnað viðkomandi. Ekki er heimilt að girða af land í eigu borgarinnar. Einfalt er að klára málið án þess að leita til dómstóla,“ segir í svari borgarinnar. Ekki eru viðurlög við því að innlima landsvæði borgarinnar með þessum hætti á einkalóðir samkvæmt svarinu. „Bréf er sent um hvað beri að gera, t.d. fjarlægja girðingu. Ef viðkomandi hlítir því ekki, þá er það gert á kostnað viðkomandi.“
Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Nágrannadeilur Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að þótt fólk fái borgarland í "fóstur“ feli það ekki í sér yfirráð. Ekki megi girða skikana af. 23. október 2018 07:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00
Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Upplýsingafulltrúi borgarinnar segir að þótt fólk fái borgarland í "fóstur“ feli það ekki í sér yfirráð. Ekki megi girða skikana af. 23. október 2018 07:00
Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12