Formúlu 1 uppgjör | Ísmaðurinn með sögulegan sigur Bragi Þórðarson skrifar 23. október 2018 14:00 Þetta gæti verið í síðasta skiptið sem við sjáum Kimi fagna með kampavín á efsta þrepi. vísir/getty Kimi Raikkonen stóð uppi sem sigurvegari í átjándu umferð Formúlu 1 sem fram fór í Texas-fylki í Bandaríkjunum um nýliðna helgi. Sigurinn var hans fyrsti frá því í mars árið 2013 og hafði Finninn því beðið í 113 keppnir eftir sigri, sem er nýtt met. Annar á eftir hinum 39 ára gamla Raikkonen varð hinn 21 árs Max Verstappen á Red Bull bíl sínum og síðastur á verðlaunapalli varð Lewis Hamilton. Úrslitin þýða að Hamilton tryggði sér ekki heimsmeistaratitilinn um helgina eins og flestir hefðu spáð. Hann þurfti að vinna Sebastian Vettel með átta stigum eða meira til að ná þeim árangri. Vettel kom Ferrari bíl sínum heim í fjórða sæti og á því enn stærðfræðilega möguleika á titli.Önnur mistök hjá Vettel á fyrsta hring Rétt eins og á Suzuka-brautinni í Japan fyrir tveimur vikum klessti Þjóðverjinn á Red Bull bíl á fyrsta hring. Í þetta skiptið skullu hann og Daniel Ricciardo saman með þeim afleiðingum að Ferrari bíll Vettels hringsnerist. Fyrir vikið var Sebastian dottinn niður í 14. sætið en eins og áður segir náði Sebastian að keyra sig upp í það fjórða. Allt leit út fyrir að Vettel þyrfti að sætta sig við fimmta sætið í kappakstrinum á sunnudaginn. En glæsilegur framúrakstur á Valtteri Bottas á lokahringjum keppninnar tryggði Sebastian fjórða sætið, og þau 12 stig sem því fylgja.Finninn á víða aðdáendur.vísir/gettyFrábær akstur hjá Ísmanninum Kimi Raikkonen áttaði sig sennilega á því fyrir kappaksturinn að þetta gæti orðið hans síðasti séns að bera sigur úr býtum í Formúlu 1 keppni. Finninn, sem er 39 ára og mun aka fyrir Sauber á næsta ári, byrjaði á fremstu röð fyrir aftan Lewis Hamilton en á mýkri, gripmeiri dekkjum. Dekkjakostinn nýtti Kimi sér vel og komst fram úr Bretanum strax í fyrstu beygju. Þetta var í fyrsta skiptið í 38 keppnum sem Ísmaðurinn fór upp um sæti á fyrsta hring. Hamilton fór mjög snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti og fyrr en varir var hann búinn að ná Raikkonen aftur þrátt fyrir að Finninn átti eftir að fara inn. Raikkonen keyrði listavel næstu hringi þar á eftir og tókst að halda Lewis fyrir aftan sig. Hamilton tapaði um það bil átta sekúndum á að festast fyrir aftan Ferrari ökumanninn. Þessum átta sekúndum saknaði Bretinn sárt í lok kappakstursins eftir að hann var búinn að skipta aftur um dekk. Hamilton var hraðari en bæði Verstappen og Raikkonen en fann enga leið framhjá Red Bull ökuþórnum. Max Verstappen var ánægður með annað sætið enda góð ástæða til, Hollendingurinn ungi byrjaði nefnilega kappaksturinn í átjánda sæti. Hinn 21 árs gamli Max hafði nú loksins aldur til að drekka kampavínið á verðlaunapallinum í Austin. Lewis Hamilton þarf aðeins fimm stig úr síðustu þremur keppnum tímabilsins til að tryggja sér titilinn, það er ef Vettel vinnur þær allar. Því er því ansi líklegt að Bretinn tryggi sér titilinn í Mexíkó um næstu helgi rétt eins og hann gerði í fyrra. Formúla Tengdar fréttir Hamilton mistókst að tryggja sér titilinn í Bandaríkjunum Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. 21. október 2018 20:15 Sjáðu Raikkonen ná í fyrsta sigurinn í fimm ár Kimi Raikkonen og Max Verstappen komu í veg fyrir að Lewis Hamilton fagnaði heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 um helgina. Raikkonen sigraði kappaksturinn í Texas í gær. 22. október 2018 12:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kimi Raikkonen stóð uppi sem sigurvegari í átjándu umferð Formúlu 1 sem fram fór í Texas-fylki í Bandaríkjunum um nýliðna helgi. Sigurinn var hans fyrsti frá því í mars árið 2013 og hafði Finninn því beðið í 113 keppnir eftir sigri, sem er nýtt met. Annar á eftir hinum 39 ára gamla Raikkonen varð hinn 21 árs Max Verstappen á Red Bull bíl sínum og síðastur á verðlaunapalli varð Lewis Hamilton. Úrslitin þýða að Hamilton tryggði sér ekki heimsmeistaratitilinn um helgina eins og flestir hefðu spáð. Hann þurfti að vinna Sebastian Vettel með átta stigum eða meira til að ná þeim árangri. Vettel kom Ferrari bíl sínum heim í fjórða sæti og á því enn stærðfræðilega möguleika á titli.Önnur mistök hjá Vettel á fyrsta hring Rétt eins og á Suzuka-brautinni í Japan fyrir tveimur vikum klessti Þjóðverjinn á Red Bull bíl á fyrsta hring. Í þetta skiptið skullu hann og Daniel Ricciardo saman með þeim afleiðingum að Ferrari bíll Vettels hringsnerist. Fyrir vikið var Sebastian dottinn niður í 14. sætið en eins og áður segir náði Sebastian að keyra sig upp í það fjórða. Allt leit út fyrir að Vettel þyrfti að sætta sig við fimmta sætið í kappakstrinum á sunnudaginn. En glæsilegur framúrakstur á Valtteri Bottas á lokahringjum keppninnar tryggði Sebastian fjórða sætið, og þau 12 stig sem því fylgja.Finninn á víða aðdáendur.vísir/gettyFrábær akstur hjá Ísmanninum Kimi Raikkonen áttaði sig sennilega á því fyrir kappaksturinn að þetta gæti orðið hans síðasti séns að bera sigur úr býtum í Formúlu 1 keppni. Finninn, sem er 39 ára og mun aka fyrir Sauber á næsta ári, byrjaði á fremstu röð fyrir aftan Lewis Hamilton en á mýkri, gripmeiri dekkjum. Dekkjakostinn nýtti Kimi sér vel og komst fram úr Bretanum strax í fyrstu beygju. Þetta var í fyrsta skiptið í 38 keppnum sem Ísmaðurinn fór upp um sæti á fyrsta hring. Hamilton fór mjög snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti og fyrr en varir var hann búinn að ná Raikkonen aftur þrátt fyrir að Finninn átti eftir að fara inn. Raikkonen keyrði listavel næstu hringi þar á eftir og tókst að halda Lewis fyrir aftan sig. Hamilton tapaði um það bil átta sekúndum á að festast fyrir aftan Ferrari ökumanninn. Þessum átta sekúndum saknaði Bretinn sárt í lok kappakstursins eftir að hann var búinn að skipta aftur um dekk. Hamilton var hraðari en bæði Verstappen og Raikkonen en fann enga leið framhjá Red Bull ökuþórnum. Max Verstappen var ánægður með annað sætið enda góð ástæða til, Hollendingurinn ungi byrjaði nefnilega kappaksturinn í átjánda sæti. Hinn 21 árs gamli Max hafði nú loksins aldur til að drekka kampavínið á verðlaunapallinum í Austin. Lewis Hamilton þarf aðeins fimm stig úr síðustu þremur keppnum tímabilsins til að tryggja sér titilinn, það er ef Vettel vinnur þær allar. Því er því ansi líklegt að Bretinn tryggi sér titilinn í Mexíkó um næstu helgi rétt eins og hann gerði í fyrra.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton mistókst að tryggja sér titilinn í Bandaríkjunum Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. 21. október 2018 20:15 Sjáðu Raikkonen ná í fyrsta sigurinn í fimm ár Kimi Raikkonen og Max Verstappen komu í veg fyrir að Lewis Hamilton fagnaði heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 um helgina. Raikkonen sigraði kappaksturinn í Texas í gær. 22. október 2018 12:30 Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton mistókst að tryggja sér titilinn í Bandaríkjunum Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. 21. október 2018 20:15
Sjáðu Raikkonen ná í fyrsta sigurinn í fimm ár Kimi Raikkonen og Max Verstappen komu í veg fyrir að Lewis Hamilton fagnaði heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 um helgina. Raikkonen sigraði kappaksturinn í Texas í gær. 22. október 2018 12:30