Erlent

Verður fyrsta konan til að gegna forsetaembætti í Eþíópíu

Atli Ísleifsson skrifar
Sahle-Work Zewde tekur við embættinu af Mulatu Teshome sem varð forseti árið 2013.
Sahle-Work Zewde tekur við embættinu af Mulatu Teshome sem varð forseti árið 2013. Getty/Pacific Press
Þingið í Eþíópíu staðfesti í morgun Sahle-Work Zewde sem nýjan forseta landsins. Zewde er fyrsta konan til að gegna embættinu í landinu.

Zewde hefur áður starfað sem sendiherra í fjölda landa og hefur að undanförnu gegnt stöðu framkvæmdastjóra skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Nairobi.

Zewde tekur við embættinu af Mulatu Teshome sem varð forseti árið 2013.

Jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórn

Fyrr í mánuðinum kynnti Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, nýja ríkisstjórn landsins þar sem helmingur ráðherra eru konur. Í fyrsta skipti í sögu landsins gegnir kona embætti varnarmálaráðherra. Konur gegna sömuleiðis embætti ráðherra viðskiptamála, iðnaðar, auk þess að leiða nýtt friðarráðuneyti.

Allt frá því að Ahmed tók við embætti forsætisráðherra árið 2015 hefur margoft komið til átaka milli ólíkra þjóðernishópa á strjálbýlli svæðum Eþíópíu. Forsætisráðherrann hefur lagt mikla áherslu á að leysa áralangar deilur landsins við nágrannaríkið Erítreu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×