Apple og Samsung sektuð fyrir að hægja á gömlum símum Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. október 2018 14:00 Samsung þarf að greiða 5 milljónir evra og Apple 10 milljónir evra í sekt á Ítalíu. Getty/NurPhoto Tæknirisunum Apple og Samsung hefur verið gert að greiða háar sektir á Ítalíu fyrir það að hafa vísvitandi hægt á eldri útgáfum snjallsíma sinna. Þarlend samkeppnisyfirvöld blésu til rannsóknar í upphafi árs sem átti að leiða til lykta hvort eitthvað væri til í orðrómi þess efnis að fyrirtækin reyndu markvisst að draga úr afkastagetu eldri síma. Tilgátan var sú að með því að hægja stöðugt á símunum yrði það að lokum til þess að neytendur gæfust upp á gömlu, hægu símunum og skiptu þeim út fyrir nýrri týpur. Rannsókn ítalskra samkeppnisyfirvalda renndi stoðum undir þessar getgátur: Tæknilegar uppfærslur, sem notendum símanna var oftar en ekki gert að innleiða, höfðu í mörgum tilfellum neikvæð áhrif á afkastagetu símanna. Þær, í stuttu máli, hægðu á þeim. Í yfirlýsingu um málið, sem reifuð er á vef Guardian, segir jafnframt að Apple og Samsung hafi ekki gert viðskiptavinum sínum ljóst hvaða áhrif nýju uppfærslurnar gætu haft á símana. Þá hafi notendur símanna ekki getað losað sig við nýju uppfærslurnar og reitt sig áfram á eldri útgáfur stýrikerfanna, væru þeir ósáttir við breytingarnar.Notendur kvörtuðu undan því að símar þeirra urðu löturhægir við það eitt að næla sér í hugbúnaðaruppfærslur.Getty/Ollie MillingtonTil að mynda gerði Samsung notendum símans Galaxy Note 4 að ná í uppfærslu á Andriod-stýrikerfi símans, sem sérhannað var fyrir hinn nýja Galaxy Note 7-síma. Notendur eldri útgáfunnar vönduðu Samsung ekki kveðjurnar og sögðu uppfærsluna sjúga allan kraft úr símunum sínum. Svipaða sögu mátti segja af Apple. Fyrirtækið gerði notendum iPhone 6 að ná sér í stýrikerfisuppfærslu sem hönnuð var fyrir iPhone 7. Útkoman var sambærileg og hjá Samsung-eigendum, eldri símarnir unnu löturhægt eftir innleiðingu uppfærslunnar. Báðum fyrirtækjum var gert að greiða 5 milljóna evra sekt, upphæð sem nemur 683 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Þá þurfa Apple og Samsung einnig að greina frá úrskurði ítalskra samkeppnisyfirvalda á heimasíðum sínum. Apple var jafnframt gert að greiða aðrar 5 milljón evrur í sekt, en ítalska samkeppniseftirlitið segir fyrirtækið ekki hafa gefið viðskiptavinum sínum „grunnupplýsingar“ um eðli, afkastagetu og endingartíma lithium-rafhlaða.Neita að vilja draga úr endingartímaGreint var frá því í lok síðasta árs að Apple hefði viðurkennt að hægja á eldri útgáfum síma sinna með hugbúnaðaruppfærslum. Fyrirtækið sagði að uppfærslurnar drægju vissulega úr afkastagetu símanna en þær gerðu símanna engu að síður öruggari og kæmu í veg fyrir vandamál sem oft vildu fylgja gömlum rafhlöðum. Apple neitaði þó að hægja markvisst á símunum til að draga úr líftíma vara sinna. Fyrirtækið baðst afsökunar og lækkaði þjónustugjaldið fyrir rafhlöðuskipti. Þar að auki voru upplýsingar um rafhlöðuna gerðar aðgengilegar í símanum og notendum bauðst að slökkva á eiginleikanum sem hægði á örgjörvanum. Apple mun í upphafi næsta árs mæta fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og svara fyrir þessa iðju sína. Samsung hefur fram til þessa sloppið nokkuð vel frá sambærilegri gagnrýni. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu vegna ítölsku sektargreiðslunnar þar sem Samsung neitar að hafa hægt vísvitandi á eldri símum. Apple Neytendur Samkeppnismál Samsung Tengdar fréttir Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56 Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Notendur munu geta komið í veg fyrir að eldri iPhone-símar hægi á sér Tim Cook, forstjóri Apple, segir að innan tíðar geti notendur slökkt á hugbúnaðinum sem hægir á eldri gerðum af iPhone-símum. 18. janúar 2018 11:21 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tæknirisunum Apple og Samsung hefur verið gert að greiða háar sektir á Ítalíu fyrir það að hafa vísvitandi hægt á eldri útgáfum snjallsíma sinna. Þarlend samkeppnisyfirvöld blésu til rannsóknar í upphafi árs sem átti að leiða til lykta hvort eitthvað væri til í orðrómi þess efnis að fyrirtækin reyndu markvisst að draga úr afkastagetu eldri síma. Tilgátan var sú að með því að hægja stöðugt á símunum yrði það að lokum til þess að neytendur gæfust upp á gömlu, hægu símunum og skiptu þeim út fyrir nýrri týpur. Rannsókn ítalskra samkeppnisyfirvalda renndi stoðum undir þessar getgátur: Tæknilegar uppfærslur, sem notendum símanna var oftar en ekki gert að innleiða, höfðu í mörgum tilfellum neikvæð áhrif á afkastagetu símanna. Þær, í stuttu máli, hægðu á þeim. Í yfirlýsingu um málið, sem reifuð er á vef Guardian, segir jafnframt að Apple og Samsung hafi ekki gert viðskiptavinum sínum ljóst hvaða áhrif nýju uppfærslurnar gætu haft á símana. Þá hafi notendur símanna ekki getað losað sig við nýju uppfærslurnar og reitt sig áfram á eldri útgáfur stýrikerfanna, væru þeir ósáttir við breytingarnar.Notendur kvörtuðu undan því að símar þeirra urðu löturhægir við það eitt að næla sér í hugbúnaðaruppfærslur.Getty/Ollie MillingtonTil að mynda gerði Samsung notendum símans Galaxy Note 4 að ná í uppfærslu á Andriod-stýrikerfi símans, sem sérhannað var fyrir hinn nýja Galaxy Note 7-síma. Notendur eldri útgáfunnar vönduðu Samsung ekki kveðjurnar og sögðu uppfærsluna sjúga allan kraft úr símunum sínum. Svipaða sögu mátti segja af Apple. Fyrirtækið gerði notendum iPhone 6 að ná sér í stýrikerfisuppfærslu sem hönnuð var fyrir iPhone 7. Útkoman var sambærileg og hjá Samsung-eigendum, eldri símarnir unnu löturhægt eftir innleiðingu uppfærslunnar. Báðum fyrirtækjum var gert að greiða 5 milljóna evra sekt, upphæð sem nemur 683 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Þá þurfa Apple og Samsung einnig að greina frá úrskurði ítalskra samkeppnisyfirvalda á heimasíðum sínum. Apple var jafnframt gert að greiða aðrar 5 milljón evrur í sekt, en ítalska samkeppniseftirlitið segir fyrirtækið ekki hafa gefið viðskiptavinum sínum „grunnupplýsingar“ um eðli, afkastagetu og endingartíma lithium-rafhlaða.Neita að vilja draga úr endingartímaGreint var frá því í lok síðasta árs að Apple hefði viðurkennt að hægja á eldri útgáfum síma sinna með hugbúnaðaruppfærslum. Fyrirtækið sagði að uppfærslurnar drægju vissulega úr afkastagetu símanna en þær gerðu símanna engu að síður öruggari og kæmu í veg fyrir vandamál sem oft vildu fylgja gömlum rafhlöðum. Apple neitaði þó að hægja markvisst á símunum til að draga úr líftíma vara sinna. Fyrirtækið baðst afsökunar og lækkaði þjónustugjaldið fyrir rafhlöðuskipti. Þar að auki voru upplýsingar um rafhlöðuna gerðar aðgengilegar í símanum og notendum bauðst að slökkva á eiginleikanum sem hægði á örgjörvanum. Apple mun í upphafi næsta árs mæta fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og svara fyrir þessa iðju sína. Samsung hefur fram til þessa sloppið nokkuð vel frá sambærilegri gagnrýni. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu vegna ítölsku sektargreiðslunnar þar sem Samsung neitar að hafa hægt vísvitandi á eldri símum.
Apple Neytendur Samkeppnismál Samsung Tengdar fréttir Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56 Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Notendur munu geta komið í veg fyrir að eldri iPhone-símar hægi á sér Tim Cook, forstjóri Apple, segir að innan tíðar geti notendur slökkt á hugbúnaðinum sem hægir á eldri gerðum af iPhone-símum. 18. janúar 2018 11:21 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56
Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10
Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09
Notendur munu geta komið í veg fyrir að eldri iPhone-símar hægi á sér Tim Cook, forstjóri Apple, segir að innan tíðar geti notendur slökkt á hugbúnaðinum sem hægir á eldri gerðum af iPhone-símum. 18. janúar 2018 11:21