Erlent

„Hvítir drepa ekki hvíta“

Samúel Karl Ólason skrifar
Gregory Bush fór fyrir dómara í dag, sem sagði hann vera ógn við samfélagið.
Gregory Bush fór fyrir dómara í dag, sem sagði hann vera ógn við samfélagið. AP/Scott Utterback
Maður sem sakaður er um að hafa myrt tvo í matvöruverslun í Kentucky í Bandaríkjunum í gær, hlífði manni í búðinni og sagði, samkvæmt vitni: „Hvítir drepa ekki hvíta“. Bæði fórnarlömb hans voru svört og skömmu áður en hann byrjaði að hleypa af skotum hafði hann reynt að komast inn í kirkju í bænum Louisville sem er að mestu sótt af þeldökkum íbúum.

Árásarmaðurinn heitir Gregory Bysh og er 51 árs gamall. Fórnarlömb hans hétu Maurice Stallard, 69 ára, og Vicki Lee Jones, 67 ára.

Bush hefur verið ákærður fyrir tvö morð og fyrir að stofna lífi tíu manns í hættu.

Samkvæmt héraðsmiðlinum Wave3 News gekk Bush inn í Kroger-matvöruverslun og skaut þar Stallard í hnakkann með skammbyssu. Þá skaut hann Stallard nokkrum sinnum til viðbótar, stakk byssunni aftur í hulstur sem hann var með og gekk svo út. Þar dró hann byssuna aftur á loft og skaut Jones margsinnis á bílastæðinu við verslunina.



Eftir það reyndi almennur borgari, sem einnig var vopnaður að stöða Bush. Þá hóf Bush skothríð sem lögreglan segir að hafi ógnað lífi borgara á svæðinu.

Á meðan á þessu stóð sagði vitni við Wave3 News að faðir hans hefði átt stutt samskipti við hinn vopnaða Bush. Hann hafi hlíft manninum og sagt að hvítir menn dræpu ekki hvíta menn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×