Hagsmunir neytenda, allra hagur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 26. október 2018 10:10 Í góðu samfélagi hefur almenningur það gott, líka í samanburði við önnur samfélög. Hér hjá okkur hefur allt of stóri hópur hefur það skítt og sumir því miður ömurlegt. Þar á meðal eru lífeyrisþegar, láglaunaðir og um 6.000 börn. Þetta þarf ekki að vera svona og á ekki að vera svona. Það þarf að stórbæta hag almennings, sérstaklega þeirra sem verst eru settir.Almannahagur vs. sérhagsmunir Það kann að vera arfur frá þeirri tíð þegar lífsbaráttan var harðari, að sérhagsmunir framleiðenda og fleiri eru oft teknir fram yfir almannahag jafnvel þó það komi niður á lífskjörum, sem er stóralvarlegt gagnvart fátækum. Sem betur fer er matarskortur ekki lengur vandamál og feðraveldið á undanhaldi, ef út í það er farið. Löngu tímabært er að láta hag neytenda og almennings hafa forgang á sérhagsmuni þó auðvitað þurfi að gæta að undirstöðunni, atvinnuvegunum.Við getum auðveldlega bætt lífskjör Við samanburð á lífskjörum neytenda hér og í nágrannalöndunum er tvennt sem sker mest í augun. (1) Matvara er hér mjög dýr og (2) vextir eru mjög háir. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem skuldar í húsnæði lætur nærri að útgjöld í mat og vexti séu um 150.000kr. hærri á mánuði en í nágrannalöndunum. Til að greiða þennan mun þarf að hafa um 300.000kr. tekjur á mánuði. Ef greiða ætti hærri laun en gert er í nágrannalöndunum til að bæta upp hærri framfærslukostnað þyrfti þjóðarframleiðsla á mann að vera hærri og framlegð betri en hjá þeim. En hún er því miður um 20% lægri eins og ekki útlit fyrir að við förum fram úr þeim í fyrirsjáanlegri framtíð. Vonandi nálgumst við þau að þessu leyti á næstu árum en til þess þurfum við að hafa okkur öll við, enda keppast aðrir við að auka sína þjóðarframleiðslu til að bæta lífskjör hjá sér. En það er ekki einu sinni nóg að hafa góðar tekjur, það þarf líka að fara vel með. Evrópulöndin hafa fyrir löngu fellt niður matartolla og opnað matvælamarkað sín á milli. Svo hafa þau komið sér upp sameiginlegum gjaldmiðli sem hjálpar þeim í lífskjarabaráttunni. Evran færir með sér auðveldari viðskipti, minni viðskiptakostnað, stöðugleika, meiri samkeppni á fjármagnsmarkaði og lægri vextir. Evran myndi því hjálpa okkur að bæta lífskjörin til jafns við betur settu Evrópuþjóðirnar. Þörfin fyrir krónuna, sem hægt er að fella ef illa gengur, er ýkt af sérhagsmunaaðilum með hræðsluáróðri. En það tekur tíma að fá Evruna. Þangað til þurfum við virka samkeppni á fjármálamarkaði til að lækka vexti.Neytendur eiga leik Neytendasamtökin (NS) styðja lækkun matartolla og vaxta en sérhagsmunaöflin hafa hingað til haft betur í sinni hagsmunagæslu. Það þarf að stórefla NS til að sjónarmið okkar heyrist hátt og skýrt. Það má gera með ýmsum ráðum enda vaxandi skilningur á mikilvægi málsins. Landsþing NS verður laugardaginn 27. október n.k. þar sem kosin verður ný forysta og félagsformið uppfært. Margir eru í framboði meðal annars sá er þetta ritar. Fjöldi frambjóðenda sýnir aukinn áhuga á samtökunum. Þú ættir að og taka þátt í starfinu, sjá ns.is. Áfram neytendur!Tilvísanir:www.ns.ishttps://gudjonsigurbjarts.wordpress.com/neytendur/Höfundur er viðskiptafræðingur í framboði til formennsku í Neytendasamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í góðu samfélagi hefur almenningur það gott, líka í samanburði við önnur samfélög. Hér hjá okkur hefur allt of stóri hópur hefur það skítt og sumir því miður ömurlegt. Þar á meðal eru lífeyrisþegar, láglaunaðir og um 6.000 börn. Þetta þarf ekki að vera svona og á ekki að vera svona. Það þarf að stórbæta hag almennings, sérstaklega þeirra sem verst eru settir.Almannahagur vs. sérhagsmunir Það kann að vera arfur frá þeirri tíð þegar lífsbaráttan var harðari, að sérhagsmunir framleiðenda og fleiri eru oft teknir fram yfir almannahag jafnvel þó það komi niður á lífskjörum, sem er stóralvarlegt gagnvart fátækum. Sem betur fer er matarskortur ekki lengur vandamál og feðraveldið á undanhaldi, ef út í það er farið. Löngu tímabært er að láta hag neytenda og almennings hafa forgang á sérhagsmuni þó auðvitað þurfi að gæta að undirstöðunni, atvinnuvegunum.Við getum auðveldlega bætt lífskjör Við samanburð á lífskjörum neytenda hér og í nágrannalöndunum er tvennt sem sker mest í augun. (1) Matvara er hér mjög dýr og (2) vextir eru mjög háir. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem skuldar í húsnæði lætur nærri að útgjöld í mat og vexti séu um 150.000kr. hærri á mánuði en í nágrannalöndunum. Til að greiða þennan mun þarf að hafa um 300.000kr. tekjur á mánuði. Ef greiða ætti hærri laun en gert er í nágrannalöndunum til að bæta upp hærri framfærslukostnað þyrfti þjóðarframleiðsla á mann að vera hærri og framlegð betri en hjá þeim. En hún er því miður um 20% lægri eins og ekki útlit fyrir að við förum fram úr þeim í fyrirsjáanlegri framtíð. Vonandi nálgumst við þau að þessu leyti á næstu árum en til þess þurfum við að hafa okkur öll við, enda keppast aðrir við að auka sína þjóðarframleiðslu til að bæta lífskjör hjá sér. En það er ekki einu sinni nóg að hafa góðar tekjur, það þarf líka að fara vel með. Evrópulöndin hafa fyrir löngu fellt niður matartolla og opnað matvælamarkað sín á milli. Svo hafa þau komið sér upp sameiginlegum gjaldmiðli sem hjálpar þeim í lífskjarabaráttunni. Evran færir með sér auðveldari viðskipti, minni viðskiptakostnað, stöðugleika, meiri samkeppni á fjármagnsmarkaði og lægri vextir. Evran myndi því hjálpa okkur að bæta lífskjörin til jafns við betur settu Evrópuþjóðirnar. Þörfin fyrir krónuna, sem hægt er að fella ef illa gengur, er ýkt af sérhagsmunaaðilum með hræðsluáróðri. En það tekur tíma að fá Evruna. Þangað til þurfum við virka samkeppni á fjármálamarkaði til að lækka vexti.Neytendur eiga leik Neytendasamtökin (NS) styðja lækkun matartolla og vaxta en sérhagsmunaöflin hafa hingað til haft betur í sinni hagsmunagæslu. Það þarf að stórefla NS til að sjónarmið okkar heyrist hátt og skýrt. Það má gera með ýmsum ráðum enda vaxandi skilningur á mikilvægi málsins. Landsþing NS verður laugardaginn 27. október n.k. þar sem kosin verður ný forysta og félagsformið uppfært. Margir eru í framboði meðal annars sá er þetta ritar. Fjöldi frambjóðenda sýnir aukinn áhuga á samtökunum. Þú ættir að og taka þátt í starfinu, sjá ns.is. Áfram neytendur!Tilvísanir:www.ns.ishttps://gudjonsigurbjarts.wordpress.com/neytendur/Höfundur er viðskiptafræðingur í framboði til formennsku í Neytendasamtökunum.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun