Valdamiklar og auðugar ættir líta dagsins ljós Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. október 2018 11:30 Milljarðamæringar heimsins hafa aldrei haft það betra. Getty/Mortion Ef marka má úttekt svissneska bankans UBS jók ríkasta fólk jarðarinnar auð sinn um fimmtung á milli ára. Þeir 2158 einstaklingar sem teljast til „milljarðamæringa,“ þ.e. að vera metinn á meira en milljarð bandríkjadala, juku virði sitt um 1,4 billjónir (e. trillion) dala árið 2017. Heildarvirði þeirra nemur nú 8,9 billjónum dala. Ekkert ár í hagsögu heimsins hefur verið jafn ábatasamt fyrir þá ofurríku. Greining UBS ber einnig með sér að svo miklir fjármunir hafi safnast á hendur þessa hóps að fram séu að spretta nýjar ofurríkar og valdamiklar ættir. Auður þeirra gengur kynslóð fram af kynslóð og því til sönnunar nefnir bankinn að af þeim 179 einstaklingum sem bættust í hóp milljarðamæringa á síðasta ári höfðu rúmlega 40 þeirra erft ríkidæmi sitt. Þar að auki sé fjöldi núlifandi milljarðamæringa kominn á efri ár og áætlar UBS að um 3,4 billjónir dala muni rata í hendur afkomenda auðmanna á næstu tveimur áratugum. Á undanförnum fimm árum hefur virði auðsins sem erfist frá milljarðamæringum til afkomenda þeirra aukist um 17% á ári. Heildarfjárhæðin nam 117 milljörðum dala í fyrra en alls erfðu 44 einstaklingar meira en milljarð bandaríkjadala frá foreldrum sínum árið 2017.Sjá einnig: Jeff Bezos ríkasti maður sögunnarLengi hefur verið grínast með það að fyrsti ættliðurinn skapi auðinn, sá næsti haldi honum við og þriðja ættliðurinn láti auðinn sér úr greipum renna. Svissneski bankinn segir gögnin benda til að þetta eigi hins vegar ekki lengur við. Sumar fjölskyldur hafi viðhaldið auðæfum sínum kynslóð fram af kynslóð, jafnvel milli fimm eða sex ættliða. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er einn þeirra sem mun gefa meira en helming auðæfa sinna til góðgerðamála þegar hann fellur frá.Vísir/gettyÞó mun ekki allur samansafnaður auður milljarðamæringanna renna til afkomenda þeirra. Rúmlega 180 einstaklingar úr þeirra hópi hafa undirritað hið svokallað Giving Pledge, sem skuldbindur þá til að gefa hið minnsta helming auðæfa sinna til góðgerðarmála við fráfall þeirra. Í þeira hópi eru Bill Gates, næst ríkasti maður heims með sína 95 milljarða bandaríkjadala, og sá þriðji ríkasti, Warren Buffet, sem metinn er á 84 milljarða dala.Ríkasti maður mannkynssögunnar, Jeff Bezos, er hins vegar ekki búinn að setja nafn sitt við samkomulagið. Bezos, sem metinn er á 146 milljarða dala, stofnaði þó í síðasta mánuði heljarinnar góðgerðarsjóð sem mun einblína á heimilsleysi og að bæta kjör fátækra barna. Sjóðurinn mun hafa úr 2 milljörðum dala að spila.Sjá einnig: Eftir miklu að slægjast í vösum asískra ferðamannaRíkasti maður Bretlandseyja, Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe, er að sama skapi ekki þátttakandi í Giving Pledge. Hann hefur nú í hyggju að flytja sinn 21 milljarð dala til Monaco, þar sem hann mun ekki þurfa að greiða jafn háa skatta og heimafyrir. Aðeins örfáir mánuðir eru síðan að Ratcliffe fékk riddaratign fyrir framlag sitt til viðskipta og fjárfestinga á Bretlandseyjum. Hans helsta góðgerðarframlag var 25 milljón punda greiðsla til viðskiptaháskólans í Lundúnum. Fyrir vikið fékk hann skólabyggingu nefnda í höfuðið á sér. Flesta milljarðamæringar heims má sem fyrr finna í Bandaríkjunum. Fjölgun milljarðamæringa í Kína er hins vegar gríðarleg, en talið er að þeim fjölgi um tvo í hverri einustu viku. Fyrir tólf árum síðan voru kínverskir milljarðamæringar 16 talsins. Þeir eru hins vegar 373 í dag - næstum fimmtungur allra milljarðamæringa heimsins.Hér má frekar fræðast um auðsöfnunarúttekt UBS. Tengdar fréttir Eftir miklu að slægjast í vösum asískra ferðamanna Flestir auðjöfrar heimsins koma nú frá ríkjum Austur-Asíu 3. september 2018 12:00 Amazon hækkar lægstu laun Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur ákveðið hækka laun hundruð þúsunda starfsmanna sinna á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. 2. október 2018 13:30 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Ef marka má úttekt svissneska bankans UBS jók ríkasta fólk jarðarinnar auð sinn um fimmtung á milli ára. Þeir 2158 einstaklingar sem teljast til „milljarðamæringa,“ þ.e. að vera metinn á meira en milljarð bandríkjadala, juku virði sitt um 1,4 billjónir (e. trillion) dala árið 2017. Heildarvirði þeirra nemur nú 8,9 billjónum dala. Ekkert ár í hagsögu heimsins hefur verið jafn ábatasamt fyrir þá ofurríku. Greining UBS ber einnig með sér að svo miklir fjármunir hafi safnast á hendur þessa hóps að fram séu að spretta nýjar ofurríkar og valdamiklar ættir. Auður þeirra gengur kynslóð fram af kynslóð og því til sönnunar nefnir bankinn að af þeim 179 einstaklingum sem bættust í hóp milljarðamæringa á síðasta ári höfðu rúmlega 40 þeirra erft ríkidæmi sitt. Þar að auki sé fjöldi núlifandi milljarðamæringa kominn á efri ár og áætlar UBS að um 3,4 billjónir dala muni rata í hendur afkomenda auðmanna á næstu tveimur áratugum. Á undanförnum fimm árum hefur virði auðsins sem erfist frá milljarðamæringum til afkomenda þeirra aukist um 17% á ári. Heildarfjárhæðin nam 117 milljörðum dala í fyrra en alls erfðu 44 einstaklingar meira en milljarð bandaríkjadala frá foreldrum sínum árið 2017.Sjá einnig: Jeff Bezos ríkasti maður sögunnarLengi hefur verið grínast með það að fyrsti ættliðurinn skapi auðinn, sá næsti haldi honum við og þriðja ættliðurinn láti auðinn sér úr greipum renna. Svissneski bankinn segir gögnin benda til að þetta eigi hins vegar ekki lengur við. Sumar fjölskyldur hafi viðhaldið auðæfum sínum kynslóð fram af kynslóð, jafnvel milli fimm eða sex ættliða. Bill Gates, stofnandi Microsoft, er einn þeirra sem mun gefa meira en helming auðæfa sinna til góðgerðamála þegar hann fellur frá.Vísir/gettyÞó mun ekki allur samansafnaður auður milljarðamæringanna renna til afkomenda þeirra. Rúmlega 180 einstaklingar úr þeirra hópi hafa undirritað hið svokallað Giving Pledge, sem skuldbindur þá til að gefa hið minnsta helming auðæfa sinna til góðgerðarmála við fráfall þeirra. Í þeira hópi eru Bill Gates, næst ríkasti maður heims með sína 95 milljarða bandaríkjadala, og sá þriðji ríkasti, Warren Buffet, sem metinn er á 84 milljarða dala.Ríkasti maður mannkynssögunnar, Jeff Bezos, er hins vegar ekki búinn að setja nafn sitt við samkomulagið. Bezos, sem metinn er á 146 milljarða dala, stofnaði þó í síðasta mánuði heljarinnar góðgerðarsjóð sem mun einblína á heimilsleysi og að bæta kjör fátækra barna. Sjóðurinn mun hafa úr 2 milljörðum dala að spila.Sjá einnig: Eftir miklu að slægjast í vösum asískra ferðamannaRíkasti maður Bretlandseyja, Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe, er að sama skapi ekki þátttakandi í Giving Pledge. Hann hefur nú í hyggju að flytja sinn 21 milljarð dala til Monaco, þar sem hann mun ekki þurfa að greiða jafn háa skatta og heimafyrir. Aðeins örfáir mánuðir eru síðan að Ratcliffe fékk riddaratign fyrir framlag sitt til viðskipta og fjárfestinga á Bretlandseyjum. Hans helsta góðgerðarframlag var 25 milljón punda greiðsla til viðskiptaháskólans í Lundúnum. Fyrir vikið fékk hann skólabyggingu nefnda í höfuðið á sér. Flesta milljarðamæringar heims má sem fyrr finna í Bandaríkjunum. Fjölgun milljarðamæringa í Kína er hins vegar gríðarleg, en talið er að þeim fjölgi um tvo í hverri einustu viku. Fyrir tólf árum síðan voru kínverskir milljarðamæringar 16 talsins. Þeir eru hins vegar 373 í dag - næstum fimmtungur allra milljarðamæringa heimsins.Hér má frekar fræðast um auðsöfnunarúttekt UBS.
Tengdar fréttir Eftir miklu að slægjast í vösum asískra ferðamanna Flestir auðjöfrar heimsins koma nú frá ríkjum Austur-Asíu 3. september 2018 12:00 Amazon hækkar lægstu laun Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur ákveðið hækka laun hundruð þúsunda starfsmanna sinna á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. 2. október 2018 13:30 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Eftir miklu að slægjast í vösum asískra ferðamanna Flestir auðjöfrar heimsins koma nú frá ríkjum Austur-Asíu 3. september 2018 12:00
Amazon hækkar lægstu laun Bandaríski netverslunarrisinn Amazon hefur ákveðið hækka laun hundruð þúsunda starfsmanna sinna á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum. 2. október 2018 13:30
Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33