Sport

Öskubuskuævintýri Thielen ætlar engan enda að taka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Thielen fagnar snertimarki í nótt.
Thielen fagnar snertimarki í nótt. vísir/getty
Útherji Minnesota Vikings, Adam Thielen, setti glæsilegt met í NFL-deildinni í gær er hann var með yfir 100 gripna jarda áttunda leikinn í röð.

Engum leikmanni í sögu deildarinnar hefur tekist að byrja deildina á því að vera með yfir 100 jarda í átta leikjum í röð.

Í raun hefur það aðeins einu sinni verið gert en þó ekki í byrjun tímabils. Það var sjálfur Calvin Johnson, fyrrum leikmaður Detroit Lions, sem náði þeim einstaka árangri árið 2012.





Saga hins 28 ára gamla Thielen er lyginni líkust. Hann var ekki valinn í nýliðavalinu á sínum tíma og þurfti að berjast fyrir því að komast í deildina.

Hann var kominn á leikmannalista Vikings árið 2014 en spilaði lítið fyrstu tvö árin. Árið 2016 fékk hann alvöru tækifæri og nýtti það frábærlega.

Thielen gerði svo enn betur síðasta vetur er hann komst yfir 1.000 jarda á tímabilinu og stimplaði sig inn sem einn besti útherji deildarinnar.

Hann er nú kominn með 925 jarda í fyrstu átta leikjunum og ef hann heldur sama hraða endar hann með 1.850 jarda sem yrði það þriðja besta í sögunni.

Vikings á heimaleik gegn Lions um næstu helgi og þar getur Thielen orðið sá fyrsti til þess að vera með yfir 100 jarda níu leiki í röð.

NFL

Tengdar fréttir

Reyndu að yfirgefa barinn án þess að borga

Fjórir leikmenn Jacksonville Jaguars voru handteknir í London í aðdraganda leiks liðsins gegn Philadelphia. Þeir ætluðu sér að stinga af frá háum barreikningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×