Uppgjör: Hamilton meistari í Mexíkó Bragi Þórðarson skrifar 29. október 2018 17:00 Hamilton er besti ökuþór heims í dag Vísir/Getty Lewis Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í mexíkóska kappakstrinum um helgina. Titillinn var hans fimmti á ferlinum og hefur hann því jafnað hinn magnaða Juan Manuel Fangio sem vann fimm titla á árunum 1951 til 1957. Sebastian Vettel, sem átti einnig möguleika á að vinna sinn fimmta titil í ár, þurfti að vinna í Mexíkó til að halda titilvonum sínum á lífi. Þjóðverjinn kláraði Mexíkó kappaksturinn annar á eftir Red Bull bíl Max Verstappen. Þriðji varð liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Ferrari eiga því enn möguleika á heimsmeistaratitli bílasmiða en ítalska liðið er þó 55 stigum á eftir Mercedes.Hinn ungi Verstappen kom sá og sigraði en Hamilton tók fyrirsagnirnarvísir/gettyMagnaður Max í Mexíkó Verstappen var í algjörum sérflokki á Hermanos Rodriguez brautinni í Mexíkóborg um helgina. Hollendingurinn náði besta tímanum í öllum þremur æfingunum fyrir kappaksturinn. Max þurfti þó að sætta sig við annað sætið í tímatökum á eftir liðsfélaga sínum, Daniel Ricciardo. „Ég svaf mjög illa í nótt, ég var alls ekki sáttur eftir tímatökurnar í gær,“ sagði Verstappen eftir keppnina á sunnudaginn. Með ráspól gat Verstappen orðið yngsti ökumaður í sögunni til að ná þeim árangri. Ricciardo fór illa af stað í kappakstrinum og missti liðsfélaga sinn, ásamt báðum Mercedes bílunum fram fyrir sig strax á fyrstu metrunum. Ástralanum tókst þó að keyra sig upp í annað sætið og leit allt út fyrir að Red Bull bílarnir myndu klára í fyrsta og öðru sæti, í fyrsta skiptið í tæp þrjú ár. Þegar aðeins níu hringir voru eftir gaf Renault vélin upp öndina aftan í Red Bull bíl Daniels og þurfti hann því frá að hverfa, í áttunda skiptið á árinu.Hamilton er kominn í sögulegan hóp sigurvegaravísir/gettyHamilton besti ökumaður þessarar kynslóðar „Nú hef ég verið hér fimm sinnum, ég vill ekki hljóma eins og páfagaukur en tilfinningin er aldrei sú sama,“ sagði Lewis Hamilton eftir keppnina. Bretinn tryggði sér sinn fimmta titil með fjórða sætinu í kappakstrinum þrátt fyrir að tvær keppnir séu eftir. Aðeins þrír ökumenn hafa náð þeim magnaða árangri að vinna fimm titla, Juan Manuel Fangio, Michael Schumacher og nú Lewis Hamilton. Michael vann alls sjö titla, met sem virtist ómögulegt að slá en hinn 33 ára Hamilton gæti vel náð þeim áfanga. Hamilton byrjaði sinn Formúlu 1 feril árið 2007 og vann sinn fyrsta titil ári seinna. Hann er eini heimsmeistarinn sem unnið hefur kappakstur öll ár sem hann hefur keppt. Bretinn hefur alla sína tíð keppt með Mercedes vél fyrir aftan sig, fyrst með McLaren og svo verksmiðjuliðinu frá 2013. Enginn hefur keppt jafn margar keppnir og Lewis fyrir sama vélarframleiðanda. Hamilton á einnig metið fyrir að vera oftast á ráspól, met sem hann tók af goðsögninni Ayrton Senna. Þá þarf hann að vinna 20 keppnir og tvo titla til viðbótar til að verða besti ökumaður allra tíma. Á meðan verður Bretinn að sætta sig við að vera besti ökumaður sinnar kynslóðar. Formúla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton tryggði sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í mexíkóska kappakstrinum um helgina. Titillinn var hans fimmti á ferlinum og hefur hann því jafnað hinn magnaða Juan Manuel Fangio sem vann fimm titla á árunum 1951 til 1957. Sebastian Vettel, sem átti einnig möguleika á að vinna sinn fimmta titil í ár, þurfti að vinna í Mexíkó til að halda titilvonum sínum á lífi. Þjóðverjinn kláraði Mexíkó kappaksturinn annar á eftir Red Bull bíl Max Verstappen. Þriðji varð liðsfélagi Vettel hjá Ferrari, Kimi Raikkonen. Ferrari eiga því enn möguleika á heimsmeistaratitli bílasmiða en ítalska liðið er þó 55 stigum á eftir Mercedes.Hinn ungi Verstappen kom sá og sigraði en Hamilton tók fyrirsagnirnarvísir/gettyMagnaður Max í Mexíkó Verstappen var í algjörum sérflokki á Hermanos Rodriguez brautinni í Mexíkóborg um helgina. Hollendingurinn náði besta tímanum í öllum þremur æfingunum fyrir kappaksturinn. Max þurfti þó að sætta sig við annað sætið í tímatökum á eftir liðsfélaga sínum, Daniel Ricciardo. „Ég svaf mjög illa í nótt, ég var alls ekki sáttur eftir tímatökurnar í gær,“ sagði Verstappen eftir keppnina á sunnudaginn. Með ráspól gat Verstappen orðið yngsti ökumaður í sögunni til að ná þeim árangri. Ricciardo fór illa af stað í kappakstrinum og missti liðsfélaga sinn, ásamt báðum Mercedes bílunum fram fyrir sig strax á fyrstu metrunum. Ástralanum tókst þó að keyra sig upp í annað sætið og leit allt út fyrir að Red Bull bílarnir myndu klára í fyrsta og öðru sæti, í fyrsta skiptið í tæp þrjú ár. Þegar aðeins níu hringir voru eftir gaf Renault vélin upp öndina aftan í Red Bull bíl Daniels og þurfti hann því frá að hverfa, í áttunda skiptið á árinu.Hamilton er kominn í sögulegan hóp sigurvegaravísir/gettyHamilton besti ökumaður þessarar kynslóðar „Nú hef ég verið hér fimm sinnum, ég vill ekki hljóma eins og páfagaukur en tilfinningin er aldrei sú sama,“ sagði Lewis Hamilton eftir keppnina. Bretinn tryggði sér sinn fimmta titil með fjórða sætinu í kappakstrinum þrátt fyrir að tvær keppnir séu eftir. Aðeins þrír ökumenn hafa náð þeim magnaða árangri að vinna fimm titla, Juan Manuel Fangio, Michael Schumacher og nú Lewis Hamilton. Michael vann alls sjö titla, met sem virtist ómögulegt að slá en hinn 33 ára Hamilton gæti vel náð þeim áfanga. Hamilton byrjaði sinn Formúlu 1 feril árið 2007 og vann sinn fyrsta titil ári seinna. Hann er eini heimsmeistarinn sem unnið hefur kappakstur öll ár sem hann hefur keppt. Bretinn hefur alla sína tíð keppt með Mercedes vél fyrir aftan sig, fyrst með McLaren og svo verksmiðjuliðinu frá 2013. Enginn hefur keppt jafn margar keppnir og Lewis fyrir sama vélarframleiðanda. Hamilton á einnig metið fyrir að vera oftast á ráspól, met sem hann tók af goðsögninni Ayrton Senna. Þá þarf hann að vinna 20 keppnir og tvo titla til viðbótar til að verða besti ökumaður allra tíma. Á meðan verður Bretinn að sætta sig við að vera besti ökumaður sinnar kynslóðar.
Formúla Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira