Bandaríkjastjórn segist ætla að flytja þúsundir hermanna að landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 21:25 John O'Shaughnessy, herforingi, (t.v.) kynnti herflutningana á blaðamannafundi í varnarmálaráðuneytinu í dag. Vísir/EPA Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að rúmlega fimm þúsund hermenn verði sendir að landamærunum við Mexíkó fyrir lok vikunnar. Aðgerðin virðist viðbrögð við stóryrðum Donalds Trump forseta um meinta neyðarástand sem ríki vegna hóps förufólks sem ætlar sér að komast til landsins.New York Times segir að liðsflutningunum sé ætlað að herða öryggi á suðurlandamærunum. Um átta hundruð hermenn hafi þegar verið sendir af stað frá herstöðum í Texas. Liðsflutningarnir séu hluti af aðgerðum sem Trump hafi krafist undanfarnar vikur. Í kjölfarið gæti forsetinn undirritað tilskipun um bann við komum Miðameríkumanna til Bandaríkjanna, þar á meðal hælisleitenda. Trump hefur gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna, að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningar sem fara fram í næstu viku. Hann hefur sagt hópinn valda neyðarástandi í Bandaríkjunum og hótað að loka suðurlandamærunum algerlega vegna hans. Þá hefur forsetinn haldið því fram á nokkurra sannana að í hópnum leynist „óþekktir Miðausturlandabúar“. Trump hélt uppteknum hætti í dag þegar hann lýsti því yfir að fjöldi félaga úr glæpagengjum og „mjög slæmt fólk“ væri í hópi förufólksins. Sem fyrr lagði forsetinn ekki fram neinar vísbendingar máli sínu til stuðnings. „Þetta er innrás í landið okkar og herinn okkar bíður ykkar,“ tísti forsetinn.Many Gang Members and some very bad people are mixed into the Caravan heading to our Southern Border. Please go back, you will not be admitted into the United States unless you go through the legal process. This is an invasion of our Country and our Military is waiting for you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2018 Hópurinn enn fjarri landamærunum Liðsflutningarnir nú virðast því vera liður í kosningabaráttu Trump fyrir hönd Repúblikanaflokksins sem er í hættu á að missa meirihluta sinn í neðri deild Bandaríkjaþings. Telur Hvíta húsið að með því að leggja þunga áherslu á innflytjendamál hleypi það íhaldssömum stuðningsmönnum forsetans kapp í kynn og fái þá á kjörstað, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir tal Trump og herflutningana er hópu förufólksins enn staddur í Mexíkó, hundruð kílómetrum frá landamærunum að Bandaríkjunum. Áætlað er að um 3.500 manns séu nú í hópnum en gert er ráð fyrir að verulega fækki í honum á leiðinni í gegnum Mexíkó. Fólkið lagði upp frá Hondúras fyrr í þessum mánuði. Það er sagt flýja fátækt og glæpi í heimalandinu. Ferðast það í hóp til að reyna að verja sig fyrir glæpamönnum og fólkssmyglurum á leiðinni í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó í krafti fjöldans. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Nýr hópur förufólks stefnir á Bandaríkin Hópurinn lagði af stað frá höfuðborg El Salvador fyrr í dag. 28. október 2018 17:24 Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. 26. október 2018 23:50 Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að rúmlega fimm þúsund hermenn verði sendir að landamærunum við Mexíkó fyrir lok vikunnar. Aðgerðin virðist viðbrögð við stóryrðum Donalds Trump forseta um meinta neyðarástand sem ríki vegna hóps förufólks sem ætlar sér að komast til landsins.New York Times segir að liðsflutningunum sé ætlað að herða öryggi á suðurlandamærunum. Um átta hundruð hermenn hafi þegar verið sendir af stað frá herstöðum í Texas. Liðsflutningarnir séu hluti af aðgerðum sem Trump hafi krafist undanfarnar vikur. Í kjölfarið gæti forsetinn undirritað tilskipun um bann við komum Miðameríkumanna til Bandaríkjanna, þar á meðal hælisleitenda. Trump hefur gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna, að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningar sem fara fram í næstu viku. Hann hefur sagt hópinn valda neyðarástandi í Bandaríkjunum og hótað að loka suðurlandamærunum algerlega vegna hans. Þá hefur forsetinn haldið því fram á nokkurra sannana að í hópnum leynist „óþekktir Miðausturlandabúar“. Trump hélt uppteknum hætti í dag þegar hann lýsti því yfir að fjöldi félaga úr glæpagengjum og „mjög slæmt fólk“ væri í hópi förufólksins. Sem fyrr lagði forsetinn ekki fram neinar vísbendingar máli sínu til stuðnings. „Þetta er innrás í landið okkar og herinn okkar bíður ykkar,“ tísti forsetinn.Many Gang Members and some very bad people are mixed into the Caravan heading to our Southern Border. Please go back, you will not be admitted into the United States unless you go through the legal process. This is an invasion of our Country and our Military is waiting for you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2018 Hópurinn enn fjarri landamærunum Liðsflutningarnir nú virðast því vera liður í kosningabaráttu Trump fyrir hönd Repúblikanaflokksins sem er í hættu á að missa meirihluta sinn í neðri deild Bandaríkjaþings. Telur Hvíta húsið að með því að leggja þunga áherslu á innflytjendamál hleypi það íhaldssömum stuðningsmönnum forsetans kapp í kynn og fái þá á kjörstað, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir tal Trump og herflutningana er hópu förufólksins enn staddur í Mexíkó, hundruð kílómetrum frá landamærunum að Bandaríkjunum. Áætlað er að um 3.500 manns séu nú í hópnum en gert er ráð fyrir að verulega fækki í honum á leiðinni í gegnum Mexíkó. Fólkið lagði upp frá Hondúras fyrr í þessum mánuði. Það er sagt flýja fátækt og glæpi í heimalandinu. Ferðast það í hóp til að reyna að verja sig fyrir glæpamönnum og fólkssmyglurum á leiðinni í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó í krafti fjöldans.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Nýr hópur förufólks stefnir á Bandaríkin Hópurinn lagði af stað frá höfuðborg El Salvador fyrr í dag. 28. október 2018 17:24 Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. 26. október 2018 23:50 Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Nýr hópur förufólks stefnir á Bandaríkin Hópurinn lagði af stað frá höfuðborg El Salvador fyrr í dag. 28. október 2018 17:24
Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. 26. október 2018 23:50
Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent