Ekki bankarnir, heldur krónan, olli hruninu Ole Anton Bieltvedt skrifar 11. október 2018 07:00 Skv. Gallup-könnun, sem var framkvæmd á vegum Já-Íslands á dögunum, eru 46% landsmanna fylgjandi því, að hér verði tekin upp evra, en 36% á móti. 18% munu ekki hafa tekið afstöðu. Ef afstaða þeirra einna, sem tóku afstöðu, er reiknuð, eru 56% landmanna fylgjandi upptöku evru, en 44% á móti. Smám saman hafa menn verið að átta sig á því, hvílíkur bölvaldur krónan hefur verið fyrir fjölskyldur og fyrirtæki landsins, vegna óstöðugleika hennar og sveiflna og þeirrar óvissu og oft gífurlegu áfalla, sem hún hefur leitt yfir landsmenn. Okurvextir þeir og það greiðsluálag, sem þeir hafa valdið skuldurum landsins, er þá ótalið. Fer vel á því, að staðreyndirnar í kringum krónuna séu greindar og settar fram nú í tilefni af því, að 10 ár eru liðin frá hruni, en það er með ólíkindum, að fáir eða engir skuli hafa fjallað um það, að það var einmitt íslenzka krónan, örmyntin, sem kom okkur í hrunið og eyðilagði líf og efnahagslega stöðu verulegs hluta þjóðarinnar; einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. Ef hér hefði verið evra 2008, ekki króna, og við í ESB, hefði aldrei komið til hins skelfilega hruns, sem gekk yfir og skemmdi menn og málefni í slíkum mæli, að eyðileggingarinnar gætir enn, ekki sízt í tilfinningalífi og þar með velferð landsmanna. Hundruðum eða þúsundum fjölskyldna er enn haldið í gíslingu bankanna vegna taps og skulda úr hruninu, sem aldrei var unnt að greiða. Þessi meðferð fórnarlamba hrunsins er stjórnvöldum og bönkum, nú 10 árum seinna, til háborinnar skammar. Það er verið að rifja upp ýmislegt, sem á að hafa leitt til hrunsins, og virðast menn aðallega leita skýringa á hruninu í örtvaxandi bankakerfi þess tíma og mistökum innan þess. Undirritaður hafnar þessari greiningu. Stóru bankarnir virðast allir hafa staðið vel, og nutu trausts endurskoðenda og alþjóðlegra eftirlits- og matsaðila fram á síðustu stundu. Ef bankarnir hér hefðu fengið sama bakstuðning og liðsinni ríkisvalds og björgunarsjóðs ESB og Evrópska seðlabankans og bankar allra evru- og ESB-þjóða fengu, má ætla, að þeir hefðu staðið af sér storma hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu, og, að megnið af þeim verðmætum, sem í bönkunum var, hefði varðveitzt og haldizt í höndum landsmanna. Almenningur og fyrirtæki hefðu heldur ekki orðið fyrir neinni skuldabreytingu eða hækkun á skuldum sínum. Með evru hefðu allar eignir og skuldir fólks og fyrirtækja haldizt óbreyttar. Mistökin, sem leiddu til hrunsins, voru, frá bæjardyrum undirritaðs, að þeir menn, sem fóru með stjórn landsins áratuginn fyrir hrun, báru ekki gæfu til eða höfðu ekki vitsmuni eða skilning til að sjá, hversu háskalegt það var, að okkar litla þjóð skyldi byggja efnahag sinn, afkomu og efnalegt öryggi á örmynt, sem enga burði hafði eða gat haft. Á HÍ-vefsíðu Gylfa Magnússonar, dósents í hagfræði, má sjá, að frá 1935 til 2001 fór vísitala neyzluverðs úr 100 í 20.451 stig, sem jafngildir því, að verðgildi krónunnar var komið niður í 0,005% í lok þessa tímabils, miðað við stöðu hennar í upphafi þess. 0,005%! Önnur hlið á málinu er, að það, sem hægt var að kaupa fyrir 1 kr. 1914, þurfti 390 kr. til að greiða 2001. Hvernig gátu ráðherrar og alþingismenn aldamótaáranna horft upp á þessa þróun, látið eins og ekkert væri og ekkert aðhafst!? Voru menn blindir, skynlausir eða réði það vald, sem krónunni fylgdi – möguleikar til stórfelldra efnahagslegra tilfærslna milli hagsmunahópa í þjóðfélaginu – för? Sumir hafa reynt að kalla eigin gjaldmiðil, krónuna, mikilvægan þátt sjálfstæðis okkar. Ef slíkri útfærslu er beitt, liggur beinast við að tala um sjálfstæði til sjálfseyðileggingar. Á hrunárinu hækkaði erlend mynt um helming í krónum. Húsbyggjendur eða húskaupendur, sem fjármögnuðu hús sín með gengistryggðum lánum eða lánum í erlendri mynt, lentu í því, að skuldir þeirra tvöfölduðust á 12-18 mánuðum. Slík þróun, utan valda- eða áhrifasviðs skuldara, er ekki bara efnahagslega skemmandi, heldur mannskemmandi, ef ekki manndrepandi. Skilur verulegur hluti landsmanna, jafnvel 44%, þetta virkilega ekki enn? Í öllu falli er það mikið gleðiefni, að greinilegur meirihluti þjóðarinnar skilur loks, hvað klukkan slær með krónuna, og er tilbúinn til að fara í alvörugjaldmiðil, reyndar þann styrkasta í heimi, sameiningartákn Evrópu, evruna. Sex aðrar þjóðir hafa tekið upp evru án ESB-aðildar; Kósóvó, Svartfjallaland, Vatíkanið, Mónakó, San Marínó og Andorra. Við gætum byrjað þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Skv. Gallup-könnun, sem var framkvæmd á vegum Já-Íslands á dögunum, eru 46% landsmanna fylgjandi því, að hér verði tekin upp evra, en 36% á móti. 18% munu ekki hafa tekið afstöðu. Ef afstaða þeirra einna, sem tóku afstöðu, er reiknuð, eru 56% landmanna fylgjandi upptöku evru, en 44% á móti. Smám saman hafa menn verið að átta sig á því, hvílíkur bölvaldur krónan hefur verið fyrir fjölskyldur og fyrirtæki landsins, vegna óstöðugleika hennar og sveiflna og þeirrar óvissu og oft gífurlegu áfalla, sem hún hefur leitt yfir landsmenn. Okurvextir þeir og það greiðsluálag, sem þeir hafa valdið skuldurum landsins, er þá ótalið. Fer vel á því, að staðreyndirnar í kringum krónuna séu greindar og settar fram nú í tilefni af því, að 10 ár eru liðin frá hruni, en það er með ólíkindum, að fáir eða engir skuli hafa fjallað um það, að það var einmitt íslenzka krónan, örmyntin, sem kom okkur í hrunið og eyðilagði líf og efnahagslega stöðu verulegs hluta þjóðarinnar; einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. Ef hér hefði verið evra 2008, ekki króna, og við í ESB, hefði aldrei komið til hins skelfilega hruns, sem gekk yfir og skemmdi menn og málefni í slíkum mæli, að eyðileggingarinnar gætir enn, ekki sízt í tilfinningalífi og þar með velferð landsmanna. Hundruðum eða þúsundum fjölskyldna er enn haldið í gíslingu bankanna vegna taps og skulda úr hruninu, sem aldrei var unnt að greiða. Þessi meðferð fórnarlamba hrunsins er stjórnvöldum og bönkum, nú 10 árum seinna, til háborinnar skammar. Það er verið að rifja upp ýmislegt, sem á að hafa leitt til hrunsins, og virðast menn aðallega leita skýringa á hruninu í örtvaxandi bankakerfi þess tíma og mistökum innan þess. Undirritaður hafnar þessari greiningu. Stóru bankarnir virðast allir hafa staðið vel, og nutu trausts endurskoðenda og alþjóðlegra eftirlits- og matsaðila fram á síðustu stundu. Ef bankarnir hér hefðu fengið sama bakstuðning og liðsinni ríkisvalds og björgunarsjóðs ESB og Evrópska seðlabankans og bankar allra evru- og ESB-þjóða fengu, má ætla, að þeir hefðu staðið af sér storma hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu, og, að megnið af þeim verðmætum, sem í bönkunum var, hefði varðveitzt og haldizt í höndum landsmanna. Almenningur og fyrirtæki hefðu heldur ekki orðið fyrir neinni skuldabreytingu eða hækkun á skuldum sínum. Með evru hefðu allar eignir og skuldir fólks og fyrirtækja haldizt óbreyttar. Mistökin, sem leiddu til hrunsins, voru, frá bæjardyrum undirritaðs, að þeir menn, sem fóru með stjórn landsins áratuginn fyrir hrun, báru ekki gæfu til eða höfðu ekki vitsmuni eða skilning til að sjá, hversu háskalegt það var, að okkar litla þjóð skyldi byggja efnahag sinn, afkomu og efnalegt öryggi á örmynt, sem enga burði hafði eða gat haft. Á HÍ-vefsíðu Gylfa Magnússonar, dósents í hagfræði, má sjá, að frá 1935 til 2001 fór vísitala neyzluverðs úr 100 í 20.451 stig, sem jafngildir því, að verðgildi krónunnar var komið niður í 0,005% í lok þessa tímabils, miðað við stöðu hennar í upphafi þess. 0,005%! Önnur hlið á málinu er, að það, sem hægt var að kaupa fyrir 1 kr. 1914, þurfti 390 kr. til að greiða 2001. Hvernig gátu ráðherrar og alþingismenn aldamótaáranna horft upp á þessa þróun, látið eins og ekkert væri og ekkert aðhafst!? Voru menn blindir, skynlausir eða réði það vald, sem krónunni fylgdi – möguleikar til stórfelldra efnahagslegra tilfærslna milli hagsmunahópa í þjóðfélaginu – för? Sumir hafa reynt að kalla eigin gjaldmiðil, krónuna, mikilvægan þátt sjálfstæðis okkar. Ef slíkri útfærslu er beitt, liggur beinast við að tala um sjálfstæði til sjálfseyðileggingar. Á hrunárinu hækkaði erlend mynt um helming í krónum. Húsbyggjendur eða húskaupendur, sem fjármögnuðu hús sín með gengistryggðum lánum eða lánum í erlendri mynt, lentu í því, að skuldir þeirra tvöfölduðust á 12-18 mánuðum. Slík þróun, utan valda- eða áhrifasviðs skuldara, er ekki bara efnahagslega skemmandi, heldur mannskemmandi, ef ekki manndrepandi. Skilur verulegur hluti landsmanna, jafnvel 44%, þetta virkilega ekki enn? Í öllu falli er það mikið gleðiefni, að greinilegur meirihluti þjóðarinnar skilur loks, hvað klukkan slær með krónuna, og er tilbúinn til að fara í alvörugjaldmiðil, reyndar þann styrkasta í heimi, sameiningartákn Evrópu, evruna. Sex aðrar þjóðir hafa tekið upp evru án ESB-aðildar; Kósóvó, Svartfjallaland, Vatíkanið, Mónakó, San Marínó og Andorra. Við gætum byrjað þar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar