Lærisveinar Lars með góðan sigur 13. október 2018 18:00 Lars Lagerbäck. Vísir/Getty Noregur lagði Slóveníu 1-0 í C-deild Þjóðadeildarinnar nú rétt áðan en leikurinn fór fram í Osló. Norðmenn eru nú jafnir Búlgaríu á toppi riðilsins með sex stig. Norðmenn biðu lægri hlut gegn Búlgörum í síðustu umferð og voru með þrjú stig eftir tvo leiki fyrir leikinn í dag. Slóvenía var hins vegar á botninum án stiga eftir töp gegn Búlgaríu og Kýpur. Lokatölur í dag urðu 1-0 og sigurmark Norðmanna kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks og var það Ole Selnæs, leikmaður St. Etienne, sem skoraði það. Norðmenn mæta Búlgörum á þriðjudaginn í Osló en Búlgarir geta náð toppsætinu á nýjan leik í kvöld þegar þeir mæta Kýpur á heimavelli. Þjóðadeild UEFA
Noregur lagði Slóveníu 1-0 í C-deild Þjóðadeildarinnar nú rétt áðan en leikurinn fór fram í Osló. Norðmenn eru nú jafnir Búlgaríu á toppi riðilsins með sex stig. Norðmenn biðu lægri hlut gegn Búlgörum í síðustu umferð og voru með þrjú stig eftir tvo leiki fyrir leikinn í dag. Slóvenía var hins vegar á botninum án stiga eftir töp gegn Búlgaríu og Kýpur. Lokatölur í dag urðu 1-0 og sigurmark Norðmanna kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks og var það Ole Selnæs, leikmaður St. Etienne, sem skoraði það. Norðmenn mæta Búlgörum á þriðjudaginn í Osló en Búlgarir geta náð toppsætinu á nýjan leik í kvöld þegar þeir mæta Kýpur á heimavelli.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti