Sumar kröfur verkalýðshreyfinga ríma við aðgerðir stjórnvalda Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 13. október 2018 16:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vera algjörlega ólíðandi í okkar samfélagi sem býr við góða hagsæld og öflugt velferðarkerfi að það sé pottur brotin varðandi vinnumál. „Það á ekki að líðast að fyrirtæki komist upp með að varpa skugga á atvinnulífið sem heild. Þegar svona mál koma upp er það ekki gott fyrir neinn. Það er ekki gott heldur fyrir þá atvinnurekendur sem reka sín fyrirtæki heiðarlega og borga kjör í samræmi við það sem tíðkast. Þannig að við eigum að taka höndum saman. Ég skynja sterkan vilja bæði frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum til þess að koma í þetta verkefni með okkur. Þetta á að vera forgangsmál,“ segir Katrín. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag og fór yfir víðan völl. Katrín sagði að kröfur verkalýðshreyfinga fyrir komandi viðræður vera mjög víðtækar en sumt af því rími við aðgerðir stjórnvalda um þessar mundir. Þar nefnir Katrín aukning á barnabótum, hækkun á persónuafslætti fram yfir neysluvísitölu og að verið sé að færa efri og neðri skattbil til samræmis við neysluvísitölu. Katrín fór einnig yfir umhverfismál í spjalli sínu við Heimi. „Við kynntum okkar áætlun núna í september og hún er metnaðarfyllsta loftslagáætlun sem að stjórnvöld hafa lagt fram hér á Íslandi og það hafa náttúrulega orðið algjör straumhvörf í fjárveitingu til loftslagsmála. Þar förum við yfir þessi tvö flaggskip okkar, sem við ætlum að byrja á, sem eru orkuskipti í samgöngum annars vegar og hins vegar aukin kolefnisbinding,“ segir Katrín. Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vera algjörlega ólíðandi í okkar samfélagi sem býr við góða hagsæld og öflugt velferðarkerfi að það sé pottur brotin varðandi vinnumál. „Það á ekki að líðast að fyrirtæki komist upp með að varpa skugga á atvinnulífið sem heild. Þegar svona mál koma upp er það ekki gott fyrir neinn. Það er ekki gott heldur fyrir þá atvinnurekendur sem reka sín fyrirtæki heiðarlega og borga kjör í samræmi við það sem tíðkast. Þannig að við eigum að taka höndum saman. Ég skynja sterkan vilja bæði frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum til þess að koma í þetta verkefni með okkur. Þetta á að vera forgangsmál,“ segir Katrín. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag og fór yfir víðan völl. Katrín sagði að kröfur verkalýðshreyfinga fyrir komandi viðræður vera mjög víðtækar en sumt af því rími við aðgerðir stjórnvalda um þessar mundir. Þar nefnir Katrín aukning á barnabótum, hækkun á persónuafslætti fram yfir neysluvísitölu og að verið sé að færa efri og neðri skattbil til samræmis við neysluvísitölu. Katrín fór einnig yfir umhverfismál í spjalli sínu við Heimi. „Við kynntum okkar áætlun núna í september og hún er metnaðarfyllsta loftslagáætlun sem að stjórnvöld hafa lagt fram hér á Íslandi og það hafa náttúrulega orðið algjör straumhvörf í fjárveitingu til loftslagsmála. Þar förum við yfir þessi tvö flaggskip okkar, sem við ætlum að byrja á, sem eru orkuskipti í samgöngum annars vegar og hins vegar aukin kolefnisbinding,“ segir Katrín. Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira