Erlent

Búið að ná í lík fjallgöngumannanna

Frá Himalæjafjöllum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Frá Himalæjafjöllum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA
Níu fjallgöngumenn létu lífið er stormur gekk yfir tjaldbúðir þeirra á fjalli í Himalæjafjöllum í vestanverðu Nepal. Björgunarþyrla náði í lík mannanna í dag eftir að tilraunir til þess í gær báru ekki árangur vegna sterkra vinda. Tjaldbúðir fjallgöngumannanna voru gereyðilagðar en talið er að tjaldbúðirnar hafi verið settar upp í hærri hæð en vanalega er gert. Ekki er þó hægt að segja nákvæmlega til um það fyrr en eftir nákvæma rannsókn.

Fimm suðurkóreskir fjallgöngumenn og fjórir sjerpar héldu til í tjöldum í grunnbúðum í Gurja-fjalli þegar mikill stormur og hríð gekk þar yfir. Kim Chang-ho, sem á hraðametið í að ganga á fjórtán hæstu fjöll heims án súrefnisgrímu, er sagður á meðal þeirra sem fórust.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×