Óþarfi að óttast aukinn innflutning á kjöti Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. október 2018 22:00 Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. Hún segist auk þess sannfærð um að hreinar íslenskar vörur geti staðist erlendri samkeppni snúning.Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að íslenska ríkið hefði brotið gegn skuldbindingum sínum gagvart EES-samningnum með því að viðhalda banni við innflutningi á hráu kjöti ti landsins í vikunni. Bannið hefur falist í því að óheimilt er að flytja inn kjöt til landsins sem ekki hefur verið fryst.Stjórnvöld hafa málið nú til meðferðar en sitt sýnist hverjum um framhaldið. Bændur vilja halda í óbreytt ástand en innflytjendur vilja auka innflutning á fersku kjöti sem fyrst. Fari svo að rödd innflytjenda verði ofan á og tekið verður að flytja ferskt, útlenskt kjöt í meira mæli til landsins þurfa íslenskir bændur þó ekki að örvænta, að mati Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Nú þegar sé flutt inn mikið af kjöti og reynsla verslunarinnar sé sú að íslenskir neytendur haldi tryggð við íslenskar afurðir.Sjá einnig: Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart „Ég held að Íslendingar horfi mjög oft til íslenskra vara, það er eitthvað sem við höfum séð undanfarin ár. Til dæmis með íslenska grænmetið; að þrátt fyrir það að heimilt sé að flytja inn grænmeti þá er íslenska græmetið af það góðum gæðum að Íslendingar velja það,“ segir Gréta. „Það er eitthvað sem við myndum líka vilja sá í framleiðslu á kjöti - að við séum að keppa á gæðunum.“ Hún segir erfitt að segja til um það hvað áhrif aukinn innflutningur gæti haft á verðlag í kjötborðum landsins. Það ráðist af mörgum þáttum; eins og árstíðabundnu framboði, gengi krónunnar auk þess sem mismikill verðmunur er á milli afurða.Keppi á hreinleikanum Gréta segist þó sannfærð um það að íslenskur landbúnaður, fari svo að innflutningur á kjöt aukist, gegi hæglega staðist erlendri samkeppni snúning. Til þess að verða ekki undir í samkeppninni gæti íslenskur landbúnaður þó þurft að stilla miðið. „Við ættum að keppa út á það sem við höfum. Við höfum hreina náttúru, hreina orku og hreint vatn og við ættum því að keppa á þeim mörkuðum sem það nýtist.“Og hætta þá að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér?„Algjörlega. Ég held að í öllum fyrirtækjum þá ættirðu ekki að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir. Landbúnaður Matur Tengdar fréttir Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Aukinn innflutningur á kjöti mun ekki kúvenda íslenskum kjötborðum að mati framkvæmdastjóra Krónunnar. Hún segist auk þess sannfærð um að hreinar íslenskar vörur geti staðist erlendri samkeppni snúning.Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að íslenska ríkið hefði brotið gegn skuldbindingum sínum gagvart EES-samningnum með því að viðhalda banni við innflutningi á hráu kjöti ti landsins í vikunni. Bannið hefur falist í því að óheimilt er að flytja inn kjöt til landsins sem ekki hefur verið fryst.Stjórnvöld hafa málið nú til meðferðar en sitt sýnist hverjum um framhaldið. Bændur vilja halda í óbreytt ástand en innflytjendur vilja auka innflutning á fersku kjöti sem fyrst. Fari svo að rödd innflytjenda verði ofan á og tekið verður að flytja ferskt, útlenskt kjöt í meira mæli til landsins þurfa íslenskir bændur þó ekki að örvænta, að mati Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar. Nú þegar sé flutt inn mikið af kjöti og reynsla verslunarinnar sé sú að íslenskir neytendur haldi tryggð við íslenskar afurðir.Sjá einnig: Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart „Ég held að Íslendingar horfi mjög oft til íslenskra vara, það er eitthvað sem við höfum séð undanfarin ár. Til dæmis með íslenska grænmetið; að þrátt fyrir það að heimilt sé að flytja inn grænmeti þá er íslenska græmetið af það góðum gæðum að Íslendingar velja það,“ segir Gréta. „Það er eitthvað sem við myndum líka vilja sá í framleiðslu á kjöti - að við séum að keppa á gæðunum.“ Hún segir erfitt að segja til um það hvað áhrif aukinn innflutningur gæti haft á verðlag í kjötborðum landsins. Það ráðist af mörgum þáttum; eins og árstíðabundnu framboði, gengi krónunnar auk þess sem mismikill verðmunur er á milli afurða.Keppi á hreinleikanum Gréta segist þó sannfærð um það að íslenskur landbúnaður, fari svo að innflutningur á kjöt aukist, gegi hæglega staðist erlendri samkeppni snúning. Til þess að verða ekki undir í samkeppninni gæti íslenskur landbúnaður þó þurft að stilla miðið. „Við ættum að keppa út á það sem við höfum. Við höfum hreina náttúru, hreina orku og hreint vatn og við ættum því að keppa á þeim mörkuðum sem það nýtist.“Og hætta þá að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér?„Algjörlega. Ég held að í öllum fyrirtækjum þá ættirðu ekki að leggja áherslu á það sem stendur ekki undir sér,“ segir Gréta María Grétarsdóttir.
Landbúnaður Matur Tengdar fréttir Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00 Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27 Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. 12. október 2018 20:00
Dómur um innflutt kjöt kom engum á óvart Formaður Bændasamtakanna og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tókust á um innflutning á kjöti í Víglínunni. 13. október 2018 14:27
Hægt að auka verðmætasköpun í landbúnaði þrátt fyrir aukna samkeppni Landbúnaðarráðherra telur mögulegt að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði og þá geti vel farið saman stækkun sauðfjárbúa og auknir möguleikar smærri framleiðenda með nýsköpun og sérhæfingu. 10. október 2018 12:29