Hneykslaði með ummælum sínum um Bond, börn og karlmennsku Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 11:29 Piers Morgan hneykslaði marga með ummælum sínum um myndina af Daniel Craig sem sést hér til hægri. Mynd/Samsett Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum eftir að hann birti mynd af breska leikaranum Daniel Craig og ýjaði að því að karlmennska hans væri í bráðri hættu sökum þess að hann hélt á barni sínu. Morgan birti myndina á Twitter-reikningi sínum í gær. Á myndinni sést Craig á göngu með nokkurra vikna gamla dóttur sína reyrða framan á sig. Við myndina skrifaði Morgan: „Ó, 007 .. ekki þú líka?!!!“ og bætti við myllumerkinu #emasculatedbond, sem þýða mætti á íslensku sem „ókarlmannlegur“ eða „kveifarlegur“ Bond. Craig fer með hlutverk njósnarans James Bond í kvikmyndaflokknum um ævintýri hans og hefur hlutverkið löngum verið talið eitt það „karlmannlegasta“ í Hollywood.Oh 007.. not you as well?!!! #papoose #emasculatedBond pic.twitter.com/cqWiCRCFt3— Piers Morgan (@piersmorgan) October 15, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa en netverjar voru margir ósammála Morgan um að umönnun barna drægi úr karlmennsku, heldur þvert á móti sinntu „alvöru karlmenn“ börnum sínum til jafns við mæður þeirra. Á meðal þeirra sem svaraði Morgan fullum hálsi var bandaríski leikarinn Chris Evans, sem þangað til nýlega fór með hlutverk Captain America – annars holdgervings karlmennskunnar. „Sá karlmaður sem eyðir tíma sínum í að mæla karlmennsku er sjálfur dauðhræddur inn við beinið,“ skrifaði Evans meðal annars.You really have to be so uncertain of your own masculinity to concern yourself with how another man carries his child. Any man who wastes time quantifying masculinity is terrified on the inside. https://t.co/9jsHZ3WKRn— Chris Evans (@ChrisEvans) October 16, 2018 Morgan er annar stjórnenda spjallþáttarins Good Morning Britain. Hann er óhræddur við að láta í ljós umdeildar skoðanir sínar á hinum ýmsu málum, við misjafnar undirtektir almennings. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 Piers Morgan gagnrýndur fyrir að hlutgera kollega Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hitti ekki beint í mark hjá áhorfendum morgunþáttarins The Good Morning Britain sem var á dagskrá ITV í morgun. 16. maí 2018 15:30 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum eftir að hann birti mynd af breska leikaranum Daniel Craig og ýjaði að því að karlmennska hans væri í bráðri hættu sökum þess að hann hélt á barni sínu. Morgan birti myndina á Twitter-reikningi sínum í gær. Á myndinni sést Craig á göngu með nokkurra vikna gamla dóttur sína reyrða framan á sig. Við myndina skrifaði Morgan: „Ó, 007 .. ekki þú líka?!!!“ og bætti við myllumerkinu #emasculatedbond, sem þýða mætti á íslensku sem „ókarlmannlegur“ eða „kveifarlegur“ Bond. Craig fer með hlutverk njósnarans James Bond í kvikmyndaflokknum um ævintýri hans og hefur hlutverkið löngum verið talið eitt það „karlmannlegasta“ í Hollywood.Oh 007.. not you as well?!!! #papoose #emasculatedBond pic.twitter.com/cqWiCRCFt3— Piers Morgan (@piersmorgan) October 15, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa en netverjar voru margir ósammála Morgan um að umönnun barna drægi úr karlmennsku, heldur þvert á móti sinntu „alvöru karlmenn“ börnum sínum til jafns við mæður þeirra. Á meðal þeirra sem svaraði Morgan fullum hálsi var bandaríski leikarinn Chris Evans, sem þangað til nýlega fór með hlutverk Captain America – annars holdgervings karlmennskunnar. „Sá karlmaður sem eyðir tíma sínum í að mæla karlmennsku er sjálfur dauðhræddur inn við beinið,“ skrifaði Evans meðal annars.You really have to be so uncertain of your own masculinity to concern yourself with how another man carries his child. Any man who wastes time quantifying masculinity is terrified on the inside. https://t.co/9jsHZ3WKRn— Chris Evans (@ChrisEvans) October 16, 2018 Morgan er annar stjórnenda spjallþáttarins Good Morning Britain. Hann er óhræddur við að láta í ljós umdeildar skoðanir sínar á hinum ýmsu málum, við misjafnar undirtektir almennings.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 Piers Morgan gagnrýndur fyrir að hlutgera kollega Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hitti ekki beint í mark hjá áhorfendum morgunþáttarins The Good Morning Britain sem var á dagskrá ITV í morgun. 16. maí 2018 15:30 Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Sjá meira
Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15
Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27
Piers Morgan gagnrýndur fyrir að hlutgera kollega Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hitti ekki beint í mark hjá áhorfendum morgunþáttarins The Good Morning Britain sem var á dagskrá ITV í morgun. 16. maí 2018 15:30