Segja Facebook hafa farið leynt með ýktar áhorfstölur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2018 13:49 Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. vísir/getty Facebook er sagt hafa vitað að það væri að afvegaleiða auglýsendur árið 2015 þegar áhorfstölur á myndbönd á miðlinum voru ýktar, en þessu er haldið fram í málsókn sem markaðsskrifstofan Crowd Siren hefur höfðað gegn Facebook. Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. Sagði fyrirtækið þetta vera vegna galla í það hvernig hvert áhorf var talið en gallinn gerði það að verkum áhorfstölur voru 60 til 80 prósent hærri að meðaltali en reyndist rétt. Talningarnar gáfu auglýsendum til kynna að Facebook væri mun líflegri vettvangur fyrir myndbönd en raunin var. Crowd Siren heldur því nú fram að Facebook hafi vitað af gallanum við talninguna árið 2015 en ekki gert neitt í málinu. Fer fyrirtækið fram á skaðabætur frá samfélagsmiðlinum og segir Facebook hafa beitt blekkingum í málinu. Þessu hafnar Facebook algjörlega og segir engan grundvöll fyrir málsókninni. Fyrirtækið hafi látið viðskiptavini sína vita af gallanum um leið og hann fannst. Crowd Siren heldur því hins vegar fram að þetta sé ekki rétt. Í stað þess að leiðrétta gallann hóf Facebook herferð til þess að beina athyglinni frá málinu, að sögn Crowd Siren sem vísar til innanhússskjala frá miðlinum og tölvupóstsamskipta. „Ef að Facebook hefði lagað þennan galla strax á heiðarlegan hátt þá hefðu auglýsendur strax séð mun lægri áhorfstölur. Auglýsendur hefðu þannig verið ólíklegri til að halda áfram að kaupa myndbönd til að auglýsa á Facebook.“ Facebook Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Facebook er sagt hafa vitað að það væri að afvegaleiða auglýsendur árið 2015 þegar áhorfstölur á myndbönd á miðlinum voru ýktar, en þessu er haldið fram í málsókn sem markaðsskrifstofan Crowd Siren hefur höfðað gegn Facebook. Facebook viðurkenndi árið 2016 að áhorfstölur á myndbönd hefðu verið ýktar. Sagði fyrirtækið þetta vera vegna galla í það hvernig hvert áhorf var talið en gallinn gerði það að verkum áhorfstölur voru 60 til 80 prósent hærri að meðaltali en reyndist rétt. Talningarnar gáfu auglýsendum til kynna að Facebook væri mun líflegri vettvangur fyrir myndbönd en raunin var. Crowd Siren heldur því nú fram að Facebook hafi vitað af gallanum við talninguna árið 2015 en ekki gert neitt í málinu. Fer fyrirtækið fram á skaðabætur frá samfélagsmiðlinum og segir Facebook hafa beitt blekkingum í málinu. Þessu hafnar Facebook algjörlega og segir engan grundvöll fyrir málsókninni. Fyrirtækið hafi látið viðskiptavini sína vita af gallanum um leið og hann fannst. Crowd Siren heldur því hins vegar fram að þetta sé ekki rétt. Í stað þess að leiðrétta gallann hóf Facebook herferð til þess að beina athyglinni frá málinu, að sögn Crowd Siren sem vísar til innanhússskjala frá miðlinum og tölvupóstsamskipta. „Ef að Facebook hefði lagað þennan galla strax á heiðarlegan hátt þá hefðu auglýsendur strax séð mun lægri áhorfstölur. Auglýsendur hefðu þannig verið ólíklegri til að halda áfram að kaupa myndbönd til að auglýsa á Facebook.“
Facebook Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira