Veiking því einhverjir Íslendingar hafa komið sparnaði í skjól Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. október 2018 20:15 Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum. Hún stóð í 162,6 stigum hinn 18. júlí en var komin í 180 stig við lokun markaða í gær. Þetta þýðir að krónan hefur veikst um 10 prósent á þessu tímabili. Og á síðastliðnum mánuði hefur hún veikst um sjö og hálft prósent.Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum sem jafngildir samsvarandi lækkun krónunnar.Engin einhlít skýring Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að engin einhlít skýring sé á þessari veikingu krónunnar. Hún sé þó ekki afleiðing þess að útlendingar séu að missa trúna á Íslandi og flytja fjármuni úr landi. „Þetta skýrist ekki af óróa útlendinga heldur eru þetta frekar innlendir aðilar sem hafa verið að flytja hluta af sparnaðinum sínum í erlenda mynt. Áhugi erlendra aðila að koma inn á skuldabréfamarkaðinn er mikill en innflæðishöftin draga úr honum því þau flækja ferlið mikið,“ segir Daníel. Hann segir raunar að engin þörf sé á innflæðishöftunum eins og sakir standa en Seðlabankinn hafi greinilega meðvitað tekið ákvörðun um að afnema þau ekki eða slaka ekki á þeim en gjaldeyrisinnflæði af því tagi hefði án nokkurs vafa spornað við veikingunni. Daníel segir að ekkert í hagtölum skýri veikinguna á þessum tímapunkti. „Útflutningur er ennþá að vaxa og við erum frekar að sjá það hægi á innflutningi ef eitthvað er. Skýringin virðist frekar liggja í einhverri neikvæðni á markaðnum.“ Útstreymi á gjaldeyrisreikninga Íslendinga sé vísbending um að margir Íslendingar telji að teikn séu á lofti í hagkerfinu. „Þessi aukning á gjaldeyrisreikningum virðist svolítið ýta undir þá kenningu þar sem það var töluvert mikil neikvæð umræða um ferðaþjónustuna í kringum stöðu annars flugfélagsins. Það virðist vera búið að leysa úr því en þessi órói situr eftir og menn finna sér nýja ástæðu til að vera órólegir. Þá beinast augu manna að vinnumarkaðnum eftir að kröfur verkalýðsfélaga voru settar fram,“ segir Daníel. Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Íslenska krónan er búin að veikjast um tæplega tíu prósent á síðustu þremur mánuðum og sjö og hálft prósent á síðastliðnum mánuði. Útlendingar hafa ekki misst trú á Íslandi heldur skýrist veikingin meðal annars af því að Íslendingar hafa fært krónueignir sínar í gjaldeyri að sögn aðalhagfræðings Landsbankans. Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum. Hún stóð í 162,6 stigum hinn 18. júlí en var komin í 180 stig við lokun markaða í gær. Þetta þýðir að krónan hefur veikst um 10 prósent á þessu tímabili. Og á síðastliðnum mánuði hefur hún veikst um sjö og hálft prósent.Gengisvísitala krónunnar er vegið meðaltal af gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónu. Hækkun vísitölunnar táknar lækkun á verðmæti krónunnar. Gengisvísitalan hefur hækkað um 10 prósent á síðustu þremur mánuðum sem jafngildir samsvarandi lækkun krónunnar.Engin einhlít skýring Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að engin einhlít skýring sé á þessari veikingu krónunnar. Hún sé þó ekki afleiðing þess að útlendingar séu að missa trúna á Íslandi og flytja fjármuni úr landi. „Þetta skýrist ekki af óróa útlendinga heldur eru þetta frekar innlendir aðilar sem hafa verið að flytja hluta af sparnaðinum sínum í erlenda mynt. Áhugi erlendra aðila að koma inn á skuldabréfamarkaðinn er mikill en innflæðishöftin draga úr honum því þau flækja ferlið mikið,“ segir Daníel. Hann segir raunar að engin þörf sé á innflæðishöftunum eins og sakir standa en Seðlabankinn hafi greinilega meðvitað tekið ákvörðun um að afnema þau ekki eða slaka ekki á þeim en gjaldeyrisinnflæði af því tagi hefði án nokkurs vafa spornað við veikingunni. Daníel segir að ekkert í hagtölum skýri veikinguna á þessum tímapunkti. „Útflutningur er ennþá að vaxa og við erum frekar að sjá það hægi á innflutningi ef eitthvað er. Skýringin virðist frekar liggja í einhverri neikvæðni á markaðnum.“ Útstreymi á gjaldeyrisreikninga Íslendinga sé vísbending um að margir Íslendingar telji að teikn séu á lofti í hagkerfinu. „Þessi aukning á gjaldeyrisreikningum virðist svolítið ýta undir þá kenningu þar sem það var töluvert mikil neikvæð umræða um ferðaþjónustuna í kringum stöðu annars flugfélagsins. Það virðist vera búið að leysa úr því en þessi órói situr eftir og menn finna sér nýja ástæðu til að vera órólegir. Þá beinast augu manna að vinnumarkaðnum eftir að kröfur verkalýðsfélaga voru settar fram,“ segir Daníel.
Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira