Mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. október 2018 19:30 Anna María Flygenring, bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun. Hermönnunum var hálf kalt í Þjórsárdal enda veðrið ekki upp á sitt besta, þeim gekk til dæmi illa að hemja tjöldin sín. Um gönguæfingu var að ræða þar sem hermennirnir báru óhlaðin vopn en tilgangur æfingarinnar í Þjórsárdal er að kanna þolmörk hermannanna í slæmu veðri í göngu með þungan búnað. Þeir gerðu líka léttar leikfimisæfingar til að halda á sér hita.Anna María Flygenring bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög ósátt við æfingar hermanna í Þjórsárdal.Vísir/Magnús Hlynur„Mér finnst þetta vera innrás inn á okkar friðhelgasvæði í Þjórsárdal og ég hef ekki áttað mig á því af hverju Þjórsárdalur var valin“, segir Anna María og bætir við. „Við teljum okkur búa við friðsæld, við erum herlaus en svo þurfum við að sitja uppi með svona misnotkun á landi og þjóð, mér finnst það“. En hvað segja íbúar almennt í sveitarfélaginu um æfingu hermannanna í Þjórsárdal ? „Fólk virðist mislíka þetta mjög, því finnst þetta hvorki rétt, hvort sem þú ert með eða á móti Nato, eða umhverfissinni eða náttúruverndarsinni, eða hvað það nú er, þá virðist fólk ekki þora að tjá sig“, segir Anna María. En verða hermennirnir ekki að fá að æfa sig, hvort sem það er í Þjórsárdal eða á einhverjum öðrum stað ? „Er ekki bara allt í lagi að þeir æfi sig í því landi sem þeir eru uppaldir í. Það er talað um vetraræfingu, vetrargöngu, þær gætu lent í slyddu, það er svo sem möguleiki en þeir fara ekki að vaða snjó. Ég veit ekki hvað þeir græða með þessum æfingum satt að segja, mér finnst þetta svolítið svona tindátarlegt“, segir bóndinn í Hlíð enn fremur.Fjöldi hermanna tók þátt í æfingu dagsins í Þjórsárdal.Vísir/Magnús HlynurHermenn voru með vopn á æfingunni en þau voru óhlaðin.Vísir/Magnús Hlynur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Anna María Flygenring, bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun. Hermönnunum var hálf kalt í Þjórsárdal enda veðrið ekki upp á sitt besta, þeim gekk til dæmi illa að hemja tjöldin sín. Um gönguæfingu var að ræða þar sem hermennirnir báru óhlaðin vopn en tilgangur æfingarinnar í Þjórsárdal er að kanna þolmörk hermannanna í slæmu veðri í göngu með þungan búnað. Þeir gerðu líka léttar leikfimisæfingar til að halda á sér hita.Anna María Flygenring bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi er mjög ósátt við æfingar hermanna í Þjórsárdal.Vísir/Magnús Hlynur„Mér finnst þetta vera innrás inn á okkar friðhelgasvæði í Þjórsárdal og ég hef ekki áttað mig á því af hverju Þjórsárdalur var valin“, segir Anna María og bætir við. „Við teljum okkur búa við friðsæld, við erum herlaus en svo þurfum við að sitja uppi með svona misnotkun á landi og þjóð, mér finnst það“. En hvað segja íbúar almennt í sveitarfélaginu um æfingu hermannanna í Þjórsárdal ? „Fólk virðist mislíka þetta mjög, því finnst þetta hvorki rétt, hvort sem þú ert með eða á móti Nato, eða umhverfissinni eða náttúruverndarsinni, eða hvað það nú er, þá virðist fólk ekki þora að tjá sig“, segir Anna María. En verða hermennirnir ekki að fá að æfa sig, hvort sem það er í Þjórsárdal eða á einhverjum öðrum stað ? „Er ekki bara allt í lagi að þeir æfi sig í því landi sem þeir eru uppaldir í. Það er talað um vetraræfingu, vetrargöngu, þær gætu lent í slyddu, það er svo sem möguleiki en þeir fara ekki að vaða snjó. Ég veit ekki hvað þeir græða með þessum æfingum satt að segja, mér finnst þetta svolítið svona tindátarlegt“, segir bóndinn í Hlíð enn fremur.Fjöldi hermanna tók þátt í æfingu dagsins í Þjórsárdal.Vísir/Magnús HlynurHermenn voru með vopn á æfingunni en þau voru óhlaðin.Vísir/Magnús Hlynur
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira