Innlent

Handtekin grunuð um að tússa og spreyja á bíla og hús

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Nokkrir ökumenn voru teknir af lögreglu í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna.
Nokkrir ökumenn voru teknir af lögreglu í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna. Vísir/Vilhelm
Lögreglan handtók í nótt konu í annarlegu ástandi í miðbænum en hún er grunuð um eignaspjöll.

Tilkynnt hafði verið um konuna vera að spreyja og tússa á bifreiðar og hús. Hún var vistuð sökum ástands og fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Þegar lögreglumenn voru að vista konuna í fangageymslu hrækti hún í andlit lögreglukonu.

Um klukkan hálfjögur í nótt var tilkynnt um innbrot í veitingahús í Kjós. Bifreið sást aka frá vettvangi og er málið í rannsókn. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort einhverju hafi verið stolið.

Að auki voru nokkrir ökumenn teknir af lögreglu í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×