Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 1. október 2018 17:05 Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vísir/Getty Íslenskar ferðaskrifstofur sem hafa nýtt þjónustu Primera Air hafa flutt flugferðir sínar til annarra flugfélaga og engin röskun á því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefni nú í gjaldþrot. Stjórn Primera Air fullyrðir þetta í yfirlýsingu.Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vélar á vegum samstæðunnar hafa flogið frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem er skráð í Lettlandi. Félagið hefur meðal annars flogið fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Heimsferðir eru hluti af Primera Travel Group sem Primera Air tilheyrir. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air sem birtist á vef ferðaskrifstofunnar kemur fram að unnið verði með flugmálastjórnum Danmerkur og Lettlands til þess að þess að leysa úr málum farþega sem áttu bókað flug með félaginu. Upplýsingar um það verði birtar á vef félagsins. Öll flug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafi verið flutt til annarra flugfélaga. Ferðaskrifstofur muni upplýsa farþega sína um það. Heimsferðir fullyrða að engin röskun verði á flugi ferðaskrifstofa frá Íslandi. „Heimsferðir hafa flutt alla samninga sína til Travel Service, og munu aðstoða farþega Primera Air til tryggja að allir komist á áfangastað og til landsins,“ segir í fréttinni. Travel Service er tékkneskt leiguflugfélag. Á vefsíðu félagsins kemur fram að það sé stærsta flugfélag Tékklands en það flýgur undir vörumerkinu Smartwings.Hætta núna til að lágmarka óþægindi viðskiptavina Um greiðslustöðvunin segir að hún sé mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna megi rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Á næsta ári átti félagið að taka á móti tíu nýjum flugvélum frá Boeing. „Í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna í flugrekstri í dag, hás olíuverðs, mjög lágs farmiðaverðs á öllum mörkuðum, og sem mun lækka enn frekar, þá tók stjórn félagins þá ákvörðun að hætta rekstri núna, á tímapunkti sem hægt er að lágmarka óþægindi til viðskiptavina. Einnig á sama tíma, er það ábyrgðarhluti að fara í svo stóra fjárfestingu í nýjum vélum eins og til stóð, ef ekki er hægt að fulltryggja það verkefni til enda, og til að koma í veg fyrir tjón birgja og leigusala,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Íslenskar ferðaskrifstofur sem hafa nýtt þjónustu Primera Air hafa flutt flugferðir sínar til annarra flugfélaga og engin röskun á því að verða á ferðum á vegum þeirra þrátt fyrir að félagið stefni nú í gjaldþrot. Stjórn Primera Air fullyrðir þetta í yfirlýsingu.Primera Air ætlar að sækja um greiðslustöðvun á morgun. Vélar á vegum samstæðunnar hafa flogið frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem er skráð í Lettlandi. Félagið hefur meðal annars flogið fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Heimsferðir eru hluti af Primera Travel Group sem Primera Air tilheyrir. Í yfirlýsingu frá stjórn Primera Air sem birtist á vef ferðaskrifstofunnar kemur fram að unnið verði með flugmálastjórnum Danmerkur og Lettlands til þess að þess að leysa úr málum farþega sem áttu bókað flug með félaginu. Upplýsingar um það verði birtar á vef félagsins. Öll flug fyrir íslenskar ferðaskrifstofur hafi verið flutt til annarra flugfélaga. Ferðaskrifstofur muni upplýsa farþega sína um það. Heimsferðir fullyrða að engin röskun verði á flugi ferðaskrifstofa frá Íslandi. „Heimsferðir hafa flutt alla samninga sína til Travel Service, og munu aðstoða farþega Primera Air til tryggja að allir komist á áfangastað og til landsins,“ segir í fréttinni. Travel Service er tékkneskt leiguflugfélag. Á vefsíðu félagsins kemur fram að það sé stærsta flugfélag Tékklands en það flýgur undir vörumerkinu Smartwings.Hætta núna til að lágmarka óþægindi viðskiptavina Um greiðslustöðvunin segir að hún sé mikil vonbrigði fyrir starfsfólk og viðskiptavini félagsins. Ástæðuna megi rekja til vandamála með flugvélaflota félagsins. „Í kjölfar þungbærra áfalla á síðsta ári, þegar félagið misst vél úr flota sínum vegna tæringar, sem hafði í för með sér viðbótarkostnað að upphæð 1,5 miljarðs króna. Og á þessu ári, í kjölfar mikilla seinkana á afhendingu véla frá Airbus til félagsins, sem kostaði félagið yfir 2 milljarða króna á árinu, þá var ljóst að félagið gat ekki haldið áfram nema með verulegri hlutafjáraukningu, til að mæta tapi, sem og fyrir framtíðaruppbyggingu félagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Á næsta ári átti félagið að taka á móti tíu nýjum flugvélum frá Boeing. „Í ljósi erfiðra rekstraraðstæðna í flugrekstri í dag, hás olíuverðs, mjög lágs farmiðaverðs á öllum mörkuðum, og sem mun lækka enn frekar, þá tók stjórn félagins þá ákvörðun að hætta rekstri núna, á tímapunkti sem hægt er að lágmarka óþægindi til viðskiptavina. Einnig á sama tíma, er það ábyrgðarhluti að fara í svo stóra fjárfestingu í nýjum vélum eins og til stóð, ef ekki er hægt að fulltryggja það verkefni til enda, og til að koma í veg fyrir tjón birgja og leigusala,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06