Bandaríkin rifta áratuga gömlum „vináttusamningi“ við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2018 16:00 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Cliff Owen Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að rifta „vináttusamningi“ við Íran sem samþykktur var árið 1955. Það var gert í kjölfar þess að Alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Bandaríkjunum að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran sem settar voru á eftir að Donald Trump dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Þeim var gert að fella sérstaklega niður refsiaðgerðir sem snúa að mannréttindamálum. Þar er meðal annars átt við bann við sölu á lyfjum, matvælum og flugvélapörtum. Dómurinn segir að bann við sölu slíkra vara gæti leitt til dauða almennra borgara Íran. Íran höfðaði mál vegna aðgerðanna á grundvelli þess að þær brytu gegn áðurnefndum samningi frá 1955. Það var hins vegar löngu fyrir uppreisnina í Íran árið 1979. Fyrir uppreisnina var gott samband á milli ríkjanna en eftir hana gjörbreyttist það. Alþjóðadómstóllinn hefur þó úrskurðað áður að samningurinn sé gildur þrátt fyrir slæmt samband ríkjanna.Eftir úrskurð dómstólsins gaf ríkisstjórn Trump út yfirlýsingu um að hann hefði ekkert um málið að segja. Það sneri að þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í kjölfarið sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, að Bandaríkin riftu vinuáttusamningnum og það hefði átt að gera það fyrir löngu síðan. Hann sakaði yfirvöld Íran um að misnota Alþjóðadómstólinn.Sérfræðingar segja verulega ólíklegt að úrskurðurinn muni skipta nokkru máli. Bæði ríki hafi hunsað úrskurði dómstólsins áður. Tæknilega séð eru úrskurðir Alþjóðadómstólsins bindandi en hann hefur engar leiðir til að fylgja þeim eftir.Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og beitti Íran refsiaðgerðum hefur efnahagur Íran beðið hnekki. Þá stendur til að Bandaríkin beiti Íran frekari refsiaðgerðum í næsta mánuði. Ekki er ljóst hvaða áhrif úrskurðurinn muni hafa á þær ætlanir, ef einhver. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að rifta „vináttusamningi“ við Íran sem samþykktur var árið 1955. Það var gert í kjölfar þess að Alþjóðadómstóllinn í Haag skipaði Bandaríkjunum að fella niður refsiaðgerðir gegn Íran sem settar voru á eftir að Donald Trump dró Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða. Þeim var gert að fella sérstaklega niður refsiaðgerðir sem snúa að mannréttindamálum. Þar er meðal annars átt við bann við sölu á lyfjum, matvælum og flugvélapörtum. Dómurinn segir að bann við sölu slíkra vara gæti leitt til dauða almennra borgara Íran. Íran höfðaði mál vegna aðgerðanna á grundvelli þess að þær brytu gegn áðurnefndum samningi frá 1955. Það var hins vegar löngu fyrir uppreisnina í Íran árið 1979. Fyrir uppreisnina var gott samband á milli ríkjanna en eftir hana gjörbreyttist það. Alþjóðadómstóllinn hefur þó úrskurðað áður að samningurinn sé gildur þrátt fyrir slæmt samband ríkjanna.Eftir úrskurð dómstólsins gaf ríkisstjórn Trump út yfirlýsingu um að hann hefði ekkert um málið að segja. Það sneri að þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Í kjölfarið sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, að Bandaríkin riftu vinuáttusamningnum og það hefði átt að gera það fyrir löngu síðan. Hann sakaði yfirvöld Íran um að misnota Alþjóðadómstólinn.Sérfræðingar segja verulega ólíklegt að úrskurðurinn muni skipta nokkru máli. Bæði ríki hafi hunsað úrskurði dómstólsins áður. Tæknilega séð eru úrskurðir Alþjóðadómstólsins bindandi en hann hefur engar leiðir til að fylgja þeim eftir.Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og beitti Íran refsiaðgerðum hefur efnahagur Íran beðið hnekki. Þá stendur til að Bandaríkin beiti Íran frekari refsiaðgerðum í næsta mánuði. Ekki er ljóst hvaða áhrif úrskurðurinn muni hafa á þær ætlanir, ef einhver.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira