Gisti- og veitingastaðir svindla á starfsfólki Tryggvi Marteinsson skrifar 4. október 2018 16:47 Efling-stéttarfélag gerir rúmlega sex hundruð kröfur á hverju ári til atvinnurekenda vegna brota kjarasamningum starfsfólks. Stór hluti þess starfar á gisti- og veitingahúsum. Stéttarfélaginu berast hundruð fyrirspurna á hverjum degi. Stjórn Eflingar-stéttarfélags sendi frá sér ályktun í lok ágúst þar sem hún lýsti miklum áhyggjum af vanefndum fjölmargra atvinnurekenda á gisti- og veitingahúsum. Í allt of mörgum tilfellum er verið að brjóta samningsbundinn rétt á starfsmönnum. Fyrir kemur að fyrirtæki sem annars eru í ágætu standi og ekki þekkt fyrir brot á starfsmönnum sínum eiga í hlut. Er þá málið bara leiðrétt án vandkvæða og er þar með úr sögunni. Þannig leysast flest mál á vinnumarkaði. Síðan kemur að brotafyrirtækjunum og þau eru flest í veitingageiranum. Þá eru borguð of lág laun þó allir viti hver lágmarkslaun eru. Það er ekki borguð orlofsuppbót eða desemberuppbót, orlof er jafnvel ekki greitt. Þetta eru fyrirtæki sem við höfum þegar innheimt þessa sömu hluti hjá en þau láta sér ekki segjast. Þau halda áfram að reyna að komast framhjá því að greiða rétt laun. Þau greiða ekki yfirvinnu þegar að starfsmenn vinna yfirvinnu og þau vita betur. Þau borga ekki rauða daga, þau borga ekki ferðir í eða úr vinnu á nóttunni, þau borga ekki veikindalaun og síðan borga þau jafnvel ekki alla tíma sem unnir eru. Þarna eru fyrirtæki sem við þurfum að hafa afskipti af með reglulegu millibili vegna sömu hluta. Fyrirtæki sem ætla að hafa peninga af fólki. Fyrirtæki sem hika ekki við að hafa rangt við. Hvað gerist síðan? Við innheimtum rétt laun, þau greiða þau jafnvel og halda áfram á sömu braut. Það eru kannski 25 starfsmenn í fyrirtæki og allir fá laun undir lágmarki. Til okkar leita einn eða tveir starfsmenn, þeir fá leiðréttingu og uppsagnarbréf og aðrir halda áfram að vinna á of lágum launum. Þeir koma síðan til okkar þegar að þeir hætta hjá þessu fyrirtæki. Hjá þessum fyrirtækjum vinna að megninu til erlendir starfsmenn og síðan ungt fólk. Hópar sem almennt vita minnst um réttindi sín. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja sjá sóma sinn í að ráðast á þessa hópa og níða af þeim launin. Það á ekki að þekkjast að fyrirtæki borgi ekki lágmarkslaun og vanþekking er engin afsökun. Ekki fara í rekstur ef þú treystir þér ekki til að fylgja kjarasamningum. Það er til vansa að þetta sé svona. Það vantar að þingmenn og ráðherrar hysji upp um sig buxurnar og setji lög sem koma svona fyrirtækjum úr rekstri. Það þarf ekki að vera flókið, vilji er allt sem þarf. Í lokin vil ég koma á framfæri að til eru fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. Þau eiga að hjálpa okkur og landsmönnum öllum að koma þeim ólöglegu úr rekstri. Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags býður starfsfólki á gisti- og veitingastöðum til fundar í Gerðubergi, kl. 14.30, laugardaginn 6 október. Á fundinum munu starfsmenn á gisti- og veitingastöðum ásamt trúnaðarmönnum og kjarafulltrúum Eflingar deila reynslu sinni og taka við spurningum úr sal. Viðburðinn má finna hér á Facebook.Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Efling-stéttarfélag gerir rúmlega sex hundruð kröfur á hverju ári til atvinnurekenda vegna brota kjarasamningum starfsfólks. Stór hluti þess starfar á gisti- og veitingahúsum. Stéttarfélaginu berast hundruð fyrirspurna á hverjum degi. Stjórn Eflingar-stéttarfélags sendi frá sér ályktun í lok ágúst þar sem hún lýsti miklum áhyggjum af vanefndum fjölmargra atvinnurekenda á gisti- og veitingahúsum. Í allt of mörgum tilfellum er verið að brjóta samningsbundinn rétt á starfsmönnum. Fyrir kemur að fyrirtæki sem annars eru í ágætu standi og ekki þekkt fyrir brot á starfsmönnum sínum eiga í hlut. Er þá málið bara leiðrétt án vandkvæða og er þar með úr sögunni. Þannig leysast flest mál á vinnumarkaði. Síðan kemur að brotafyrirtækjunum og þau eru flest í veitingageiranum. Þá eru borguð of lág laun þó allir viti hver lágmarkslaun eru. Það er ekki borguð orlofsuppbót eða desemberuppbót, orlof er jafnvel ekki greitt. Þetta eru fyrirtæki sem við höfum þegar innheimt þessa sömu hluti hjá en þau láta sér ekki segjast. Þau halda áfram að reyna að komast framhjá því að greiða rétt laun. Þau greiða ekki yfirvinnu þegar að starfsmenn vinna yfirvinnu og þau vita betur. Þau borga ekki rauða daga, þau borga ekki ferðir í eða úr vinnu á nóttunni, þau borga ekki veikindalaun og síðan borga þau jafnvel ekki alla tíma sem unnir eru. Þarna eru fyrirtæki sem við þurfum að hafa afskipti af með reglulegu millibili vegna sömu hluta. Fyrirtæki sem ætla að hafa peninga af fólki. Fyrirtæki sem hika ekki við að hafa rangt við. Hvað gerist síðan? Við innheimtum rétt laun, þau greiða þau jafnvel og halda áfram á sömu braut. Það eru kannski 25 starfsmenn í fyrirtæki og allir fá laun undir lágmarki. Til okkar leita einn eða tveir starfsmenn, þeir fá leiðréttingu og uppsagnarbréf og aðrir halda áfram að vinna á of lágum launum. Þeir koma síðan til okkar þegar að þeir hætta hjá þessu fyrirtæki. Hjá þessum fyrirtækjum vinna að megninu til erlendir starfsmenn og síðan ungt fólk. Hópar sem almennt vita minnst um réttindi sín. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja sjá sóma sinn í að ráðast á þessa hópa og níða af þeim launin. Það á ekki að þekkjast að fyrirtæki borgi ekki lágmarkslaun og vanþekking er engin afsökun. Ekki fara í rekstur ef þú treystir þér ekki til að fylgja kjarasamningum. Það er til vansa að þetta sé svona. Það vantar að þingmenn og ráðherrar hysji upp um sig buxurnar og setji lög sem koma svona fyrirtækjum úr rekstri. Það þarf ekki að vera flókið, vilji er allt sem þarf. Í lokin vil ég koma á framfæri að til eru fyrirtæki sem eru til fyrirmyndar. Þau eiga að hjálpa okkur og landsmönnum öllum að koma þeim ólöglegu úr rekstri. Samninganefnd Eflingar-stéttarfélags býður starfsfólki á gisti- og veitingastöðum til fundar í Gerðubergi, kl. 14.30, laugardaginn 6 október. Á fundinum munu starfsmenn á gisti- og veitingastöðum ásamt trúnaðarmönnum og kjarafulltrúum Eflingar deila reynslu sinni og taka við spurningum úr sal. Viðburðinn má finna hér á Facebook.Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun