Guð blessi Vestfirði Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 9. október 2018 07:00 Það er í tísku að tala um hrunið nú þegar tíu ár eru liðin frá hörmunginni. Ég ætla að tolla í tískunni en get þó ekki freistað þess, um leið og ég harma hlut þeirra sem illa fóru út úr hruninu, að benda á að í raun eru það forréttindi að geta talað um hrunið í eintölu því til eru samfélög sem þekkja lítið annað en hvert hrunið á fætur öðru. Eitt þessara samfélaga er að finna á sunnanverðum Vestfjörðum og það sem ýtir því fram af bjargbrúninni með reglulegu millibili eru ekki útrásarvíkingar, bankabólur, jarðskjálftar, eldgos eða Lehmanbræður heldur pólitískar ákvarðanir í Reykjavík. Nú er svo komið að blikur eru á lofti einn ganginn enn. Laxeldi á sjó er ekki og á ekki að vera óumdeilt frekar en starfsemi banka sem getur orðið glæfraleg, álframleiðsla eða rekstur fimm stjörnu hótela í Reykjavík sem síðan kallar á þjónustu sem misbýður siðferði margra. En þetta er vandinn við að byggja samfélag, oftast verður maður að láta reyna á umburðarlyndi upp að vissu marki. Og ekki fæ ég séð að laxeldi þar vestra sé komið út fyrir skynsamleg mörk. Það sem mér finnst sorglegast í þessu er að nú virðist tækifærið farið fyrir náttúruverndarsinna, landeigendur og eldismenn að leggja frekari drög að samfélagsgreind sinni. Annað sorgarefni er að Vestfirðingar skuli hafa yfir sér yfirvald sem ALDREI getur hlíft þeim við þessum hrunum. En hvernig sem fer verða árnar þarna áfram, þar sem ég veiddi lax á bernskudögum með góðum mönnum. Reyndar fannst ekki í þeim vestfirskur sporður heldur fiskur sem menn höfðu komið með í poka frá Noregi. Hvaðan ætti líka gott að koma? Frá Reykjavík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það er í tísku að tala um hrunið nú þegar tíu ár eru liðin frá hörmunginni. Ég ætla að tolla í tískunni en get þó ekki freistað þess, um leið og ég harma hlut þeirra sem illa fóru út úr hruninu, að benda á að í raun eru það forréttindi að geta talað um hrunið í eintölu því til eru samfélög sem þekkja lítið annað en hvert hrunið á fætur öðru. Eitt þessara samfélaga er að finna á sunnanverðum Vestfjörðum og það sem ýtir því fram af bjargbrúninni með reglulegu millibili eru ekki útrásarvíkingar, bankabólur, jarðskjálftar, eldgos eða Lehmanbræður heldur pólitískar ákvarðanir í Reykjavík. Nú er svo komið að blikur eru á lofti einn ganginn enn. Laxeldi á sjó er ekki og á ekki að vera óumdeilt frekar en starfsemi banka sem getur orðið glæfraleg, álframleiðsla eða rekstur fimm stjörnu hótela í Reykjavík sem síðan kallar á þjónustu sem misbýður siðferði margra. En þetta er vandinn við að byggja samfélag, oftast verður maður að láta reyna á umburðarlyndi upp að vissu marki. Og ekki fæ ég séð að laxeldi þar vestra sé komið út fyrir skynsamleg mörk. Það sem mér finnst sorglegast í þessu er að nú virðist tækifærið farið fyrir náttúruverndarsinna, landeigendur og eldismenn að leggja frekari drög að samfélagsgreind sinni. Annað sorgarefni er að Vestfirðingar skuli hafa yfir sér yfirvald sem ALDREI getur hlíft þeim við þessum hrunum. En hvernig sem fer verða árnar þarna áfram, þar sem ég veiddi lax á bernskudögum með góðum mönnum. Reyndar fannst ekki í þeim vestfirskur sporður heldur fiskur sem menn höfðu komið með í poka frá Noregi. Hvaðan ætti líka gott að koma? Frá Reykjavík?
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar