Kjaftfor Conor bauð Khabib upp á vískíglas í afmælisgjöf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2018 22:30 Það voru litlir kærleikar með Khabib og Conor í kvöld. vísir/getty Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mættust í fyrsta skipti í kvöld á blaðamannafundi í New York. Mikil eftirvænting var hjá aðdáendum að sjá írska vélbyssukjaftinn mæta aftur til leiks. Conor var á eftir Khabib er hann réðst á rútuna í Brooklyn fyrr á árinu. Nú var engin rúta á milli þeirra en barist með orðum. Þann 6. október verður svo barist í búrinu. Blaðamannafundir Conors byrja aldrei á réttum tíma og þessi byrjaði 40 mínútum of seint. Conor mætti með gömlu beltin sín tvö og flösku af Proper Twelve viskí sem hann er að framleiða. Hann opnaði flöskuna og gaf bæði Dana White, forseta UFC, og Khabib í glas. Khabib afþakkaði og sagðist ekki drekka. Conor drakk því glasið hans sem og glas White. Conor byrjaði fundinn á því að gagnrýna UFC fyrir að þora ekki að vera með áhorfendur á fundinum. Svo byrjaði hann að hakka Khabib í sig. Sagði hann hafa gert í brækurnar í rútunni sem Írinn réðst á. Svo gerði hann frekara grín að Rússanum. Sagði hann hafa verið aðdáanda sem hafi keypt boli með mynd af sér. Svo þegar rússneskir glæpamenn hafi mokað peningum í hann hafi hann breyst. Conor sagði að Rússarnir hötuðu Khabib og vildu sjá hann rotaðan. Það verkefni ætlaði hann að klára fyrir rússnesku þjóðina. Khabib hélt ró sinni. Sagði lítið og oftast er hann reyndi að tala var hann truflaður af írska vélbyssukjaftinum. Það var ekki fyrr en þeir fóru að ræða um aðdragandann að rútuárásinni sem Khabib æsti sig loksins. Gríðarlegur áhugi var á blaðamannafundinum og yfir hálf milljón manna fylgdist með á Youtube-síðu UFC. Sjá má fundinn hér að neðan. Hann byrjar eftir 43 mínútur á myndbandinu. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45 Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00 Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Sjá meira
Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov mættust í fyrsta skipti í kvöld á blaðamannafundi í New York. Mikil eftirvænting var hjá aðdáendum að sjá írska vélbyssukjaftinn mæta aftur til leiks. Conor var á eftir Khabib er hann réðst á rútuna í Brooklyn fyrr á árinu. Nú var engin rúta á milli þeirra en barist með orðum. Þann 6. október verður svo barist í búrinu. Blaðamannafundir Conors byrja aldrei á réttum tíma og þessi byrjaði 40 mínútum of seint. Conor mætti með gömlu beltin sín tvö og flösku af Proper Twelve viskí sem hann er að framleiða. Hann opnaði flöskuna og gaf bæði Dana White, forseta UFC, og Khabib í glas. Khabib afþakkaði og sagðist ekki drekka. Conor drakk því glasið hans sem og glas White. Conor byrjaði fundinn á því að gagnrýna UFC fyrir að þora ekki að vera með áhorfendur á fundinum. Svo byrjaði hann að hakka Khabib í sig. Sagði hann hafa gert í brækurnar í rútunni sem Írinn réðst á. Svo gerði hann frekara grín að Rússanum. Sagði hann hafa verið aðdáanda sem hafi keypt boli með mynd af sér. Svo þegar rússneskir glæpamenn hafi mokað peningum í hann hafi hann breyst. Conor sagði að Rússarnir hötuðu Khabib og vildu sjá hann rotaðan. Það verkefni ætlaði hann að klára fyrir rússnesku þjóðina. Khabib hélt ró sinni. Sagði lítið og oftast er hann reyndi að tala var hann truflaður af írska vélbyssukjaftinum. Það var ekki fyrr en þeir fóru að ræða um aðdragandann að rútuárásinni sem Khabib æsti sig loksins. Gríðarlegur áhugi var á blaðamannafundinum og yfir hálf milljón manna fylgdist með á Youtube-síðu UFC. Sjá má fundinn hér að neðan. Hann byrjar eftir 43 mínútur á myndbandinu.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45 Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00 Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00 Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09 Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Sjá meira
Fimmta lotan: Conor hefur ekkert lært Pétur Marínó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson fara yfir stöðuna hjá UFC í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar á Vísi. 3. ágúst 2018 12:45
Sjáðu það besta af blaðamannafundum Conors Eftir rúman sólarhring byrjar Conor McGregor aftur formlega í vinnunni sinni hjá UFC. Það hafa margir beðið eftir því. 19. september 2018 15:00
Enn í áfalli eftir árás Conors Strávigtarmeistari UFC, Rose Namajunas, varð fyrir miklu andlegu áfalli þegar Conor McGregor gekk berserksgang í Brooklyn og réðst á rútu bardagakappanna. Hún þorir ekki enn út úr húsi. 5. september 2018 13:00
Conor semur og þarf ekki að sitja inni þarf að sinna samfélagsþjónustu og mögulega að fara á reiðinámskeið. 26. júlí 2018 14:09
Fimmta lotan: Conor er aðeins of hvatvís Það er tvennt á dagskránni í Fimmtu lotunni í dag. Málefni Gunnars Nelson og Conor McGregor. 7. september 2018 12:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti