Vaxandi kannabisneysla á Suðurlandi: Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af ástandinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. september 2018 19:45 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af aukinni kannabisneyslu ungs fólks á svæðinu, allt niður í grunnskólabörn. Hann hvetur samfélagið til að taka á festu á þessum málum, ekki að samþykkja fíkniefnaneyslu, um leið og hann viðurkennir að lögreglan sé ekki að standa sig nógu vel í málaflokknum.Hjá Lögreglunni á Suðurlandi eins og svo víða annars staðar á landinu fjölgar fíkniefnamálum stöðugt, ekki síst kannabismálum Þar sem lögreglumenn hafi afskipti af einstaklingum sem eru vegna langvarandi kannabisneyslu í geðrofi og engin leið að ná til viðkomandi.„Menn hafa fengið að ganga fram gagnrýnislaust og halda fram skaðleysi þessara efna. Okkar reynsla er sú að við erum að sjá nýja neytendur sem eru komnir jafnvel í geðrof og lenda þá í höndunum á okkur einhvers staðar á sokkaleistunum og vita hvorki í þennan heim eða annan og enda þá jafnvel í kjallaranum hjá okkur að því að það eru engin úrræði í boði fyrir þá sem eru undir áhrifum“, segir Oddur.Hann segist hafa mjög slæma tilfinningu um stöðu kannabismála á Íslandi.„Einhvern veginn þá finnst mér vera samþykki í samfélaginu um að það eigi bara að leyfa mönnum að vera í sinni fíkniefnaneyslu í friði hvort sem það er kannabisneysla eða önnur efni. Við megum ekki láta ungdóminn okkar alast upp í þeirri trú“.Samkvæmt tölum frá Lögreglunni á Suðurlandi fjölgar málum sífellt sem varða kannabisneyslu. Oddur segir að mesta neyslan sé mest á meðal 17 – 20 ára unglinga, en hana megi líka finna í grunnskólum á svæðinu. Hann segir að lögreglan megi standa sig mun, mun betur við að uppræta fíkniefnamál.„Við getum bætt okkur með auknu eftirliti og með forvarnarstarfi, þá eigum við að geta náð þessum árangri. Það er bjartara framundan en verið hefur með mannskap í þessu verkefni og við ætlum að nýta það andrými í þennan málaflokk meðal annars“, segir Oddur. Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af aukinni kannabisneyslu ungs fólks á svæðinu, allt niður í grunnskólabörn. Hann hvetur samfélagið til að taka á festu á þessum málum, ekki að samþykkja fíkniefnaneyslu, um leið og hann viðurkennir að lögreglan sé ekki að standa sig nógu vel í málaflokknum.Hjá Lögreglunni á Suðurlandi eins og svo víða annars staðar á landinu fjölgar fíkniefnamálum stöðugt, ekki síst kannabismálum Þar sem lögreglumenn hafi afskipti af einstaklingum sem eru vegna langvarandi kannabisneyslu í geðrofi og engin leið að ná til viðkomandi.„Menn hafa fengið að ganga fram gagnrýnislaust og halda fram skaðleysi þessara efna. Okkar reynsla er sú að við erum að sjá nýja neytendur sem eru komnir jafnvel í geðrof og lenda þá í höndunum á okkur einhvers staðar á sokkaleistunum og vita hvorki í þennan heim eða annan og enda þá jafnvel í kjallaranum hjá okkur að því að það eru engin úrræði í boði fyrir þá sem eru undir áhrifum“, segir Oddur.Hann segist hafa mjög slæma tilfinningu um stöðu kannabismála á Íslandi.„Einhvern veginn þá finnst mér vera samþykki í samfélaginu um að það eigi bara að leyfa mönnum að vera í sinni fíkniefnaneyslu í friði hvort sem það er kannabisneysla eða önnur efni. Við megum ekki láta ungdóminn okkar alast upp í þeirri trú“.Samkvæmt tölum frá Lögreglunni á Suðurlandi fjölgar málum sífellt sem varða kannabisneyslu. Oddur segir að mesta neyslan sé mest á meðal 17 – 20 ára unglinga, en hana megi líka finna í grunnskólum á svæðinu. Hann segir að lögreglan megi standa sig mun, mun betur við að uppræta fíkniefnamál.„Við getum bætt okkur með auknu eftirliti og með forvarnarstarfi, þá eigum við að geta náð þessum árangri. Það er bjartara framundan en verið hefur með mannskap í þessu verkefni og við ætlum að nýta það andrými í þennan málaflokk meðal annars“, segir Oddur.
Lögreglumál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira