Kaup Regins á turninum við Höfðatorg gengin í gegn Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2018 12:09 Fasteignafélagið FAST-1 keypti turninn við Höfðatorg af Íslandsbanka árið 2013. Vísir/GVA Kaup fasteignafélagsins Regins hf. á HTO Ehf. og Fast-2 gengu í gegn í dag þegar skilyrðum kaupsamnings, sem undirritaður var í maí við móðurfélagið Fast-1, var fullnægt með greiðslu og afhendingu. Fram kemur í tilkynningu frá Regin að heildavirði hins keypta hafi verið rúmir 22,7 milljarðar króna og voru kaupin að fullu fjármögnuð með útgáfu nýs hlutafés og yfirtöku skulda. FAST-1 er nú stærsti hluthafi Regins með rúmlega 12% hlut. Meðal eignanna sem renna nú inn í Reginn eru Höfðatorgsturninn, Borgartún 8-16, Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Samtals telur fasteignasafnið 44 þúsund fermetra auk bílakjallara með yfir 600 bílastæðum. Meðal stærstu leigutaka eru Reykjavíkurborg, Fjársýsla Ríkisins, Reiknistofa Bankanna, Fjármálaeftirlitið og Ríkislögreglustjóri. „Kaupin falla vel að fjárfestingastefnu Regins, sérstaklega m.t.t. samsetningu leigutaka og gæði mannvirkja. Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á útleigu til öflugra og traustra leigutaka. Nú er svo komið að 39% af tekjum félagsins kemur frá þeim flokki leigutaka sem tilheyrir opinberum aðilum, skráðum félögum og viðskiptabönkum í eigu opinberra aðila. Það er mat stjórnenda félagsins að þessi staða gefi félaginu aukið rekstraröryggi til framtíðarm,“ segir í tilkynningunni. Reginn segist að sama skapi hafa hafið undirbúning að endurfjármögnun skulda. Með útboði sem fram fór 12. september síðastliðinn hafi félagið tryggt sér 17,1 milljarða króna fjármögnun með væntanlegri útgáfu skuldabréfa sem munu bera 3,6% fasta vexti, til 30 ára, á pari. Flokkurinn verði veðtryggður með sértæku tryggingarfyrirkomulagi. Stefnt er að skráningu skuldabréfaflokksins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf., í október næstkomandi. Hinir nýju hlutir hafa nú verið skráðir í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland hf. Sölutakmarkanir eru á þriðjungi hlutanna í fjóra mánuði frá afhendingardegi og þriðjungi hlutanna í tvo mánuði frá afhendingardegi. Ráðgjafi félagsins í kaupunum var Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf. Húsnæðismál Tengdar fréttir Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Fasteignafélagið Reginn hyggst ganga frá kaupum á eignum Fast-1, Fast-2 og HTO. Eignirnar sem um ræðir eru turninn við Höfðatorg, Borgartún 8-16 o.fl. 20. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Kaup fasteignafélagsins Regins hf. á HTO Ehf. og Fast-2 gengu í gegn í dag þegar skilyrðum kaupsamnings, sem undirritaður var í maí við móðurfélagið Fast-1, var fullnægt með greiðslu og afhendingu. Fram kemur í tilkynningu frá Regin að heildavirði hins keypta hafi verið rúmir 22,7 milljarðar króna og voru kaupin að fullu fjármögnuð með útgáfu nýs hlutafés og yfirtöku skulda. FAST-1 er nú stærsti hluthafi Regins með rúmlega 12% hlut. Meðal eignanna sem renna nú inn í Reginn eru Höfðatorgsturninn, Borgartún 8-16, Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Samtals telur fasteignasafnið 44 þúsund fermetra auk bílakjallara með yfir 600 bílastæðum. Meðal stærstu leigutaka eru Reykjavíkurborg, Fjársýsla Ríkisins, Reiknistofa Bankanna, Fjármálaeftirlitið og Ríkislögreglustjóri. „Kaupin falla vel að fjárfestingastefnu Regins, sérstaklega m.t.t. samsetningu leigutaka og gæði mannvirkja. Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á útleigu til öflugra og traustra leigutaka. Nú er svo komið að 39% af tekjum félagsins kemur frá þeim flokki leigutaka sem tilheyrir opinberum aðilum, skráðum félögum og viðskiptabönkum í eigu opinberra aðila. Það er mat stjórnenda félagsins að þessi staða gefi félaginu aukið rekstraröryggi til framtíðarm,“ segir í tilkynningunni. Reginn segist að sama skapi hafa hafið undirbúning að endurfjármögnun skulda. Með útboði sem fram fór 12. september síðastliðinn hafi félagið tryggt sér 17,1 milljarða króna fjármögnun með væntanlegri útgáfu skuldabréfa sem munu bera 3,6% fasta vexti, til 30 ára, á pari. Flokkurinn verði veðtryggður með sértæku tryggingarfyrirkomulagi. Stefnt er að skráningu skuldabréfaflokksins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf., í október næstkomandi. Hinir nýju hlutir hafa nú verið skráðir í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland hf. Sölutakmarkanir eru á þriðjungi hlutanna í fjóra mánuði frá afhendingardegi og þriðjungi hlutanna í tvo mánuði frá afhendingardegi. Ráðgjafi félagsins í kaupunum var Fyrirtækjaráðgjöf Fjárfestingabankasviðs Arion banka hf.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Fasteignafélagið Reginn hyggst ganga frá kaupum á eignum Fast-1, Fast-2 og HTO. Eignirnar sem um ræðir eru turninn við Höfðatorg, Borgartún 8-16 o.fl. 20. nóvember 2017 09:45 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Fasteignafélagið Reginn hyggst ganga frá kaupum á eignum Fast-1, Fast-2 og HTO. Eignirnar sem um ræðir eru turninn við Höfðatorg, Borgartún 8-16 o.fl. 20. nóvember 2017 09:45