Erlent

Áhöfn flutningaskips í haldi sjóræningja

Andri Eysteinsson skrifar
Sjóræningjar komust um borð í skipið við Bonnyeyju sem er rauðmerkt á myndinni.
Sjóræningjar komust um borð í skipið við Bonnyeyju sem er rauðmerkt á myndinni. Skjáskot/ Google Maps
Áhafnarmeðlimir flutningaskipsins MV Glarus sem skráð er í landlukta landinu Sviss hafa verið teknir í gíslingu af sjóræningjum úti fyrir ströndum afríkuríkisins Nígeríu. CNN greinir frá.

Sjóræningjaárásir hafa þekkst úti fyrir ströndum Afríku undanfarin ár, oftast eru sjórán þó tengd við austurströnd Afríku og þá sérstaklega hafsvæðin við Sómalíu.

Rekstraraðili MV Glarus, Massoel Shipping tilkynnti í yfirlýsingu frá atburðunum sem hentu skipverja í dag.

MV Glarus var á leið frá Lagos til Port Harcourt sem einnig er í Nígeríu með allar lestar fullar af hveiti. Snemma á laugardagsmorgni þegar skipið var statt um 45 sjómílur suð suðaustan af Bonnyeyju létu sjóræningjar til skarar skríða.

Ræningjarnir komust um borð með hjálp stiga, eyðilögðu samskiptabúnað og tóku tólf af 19 skipverjum í gíslingu.

Noemie Charton, talskona utanríkisþjónustu Sviss, sagði í samtali við CNN að yfirvöldum væri kunnugt um árásina en staðfesti að enginn skipverjanna væri svissneskur ríkisborgari, Charton gat ekki tjáð blaðamanni CNN hvers lenskir skipverjarnir sem nú eru í haldi sjóræningjanna eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×