Innlent

Veginum um Námaskarð lokað um tíma eftir árekstur í vonskuveðri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Námaskarð er merkt með x-i á myndinni sem táknar að veginum hefur verið lokað.
Námaskarð er merkt með x-i á myndinni sem táknar að veginum hefur verið lokað. Mynd/Skjáskot
Uppfært klukkan 13.45: Vegurinn hefur verið opnaður á ný en snjóþekja og hálka er á þessum slóðum.

Þjóðvegi 1 um Námaskarð í Mývatnssveit hefur verið lokað eftir árekstur tveggja bifreiða. Vonskuveður er á svæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slasaðist enginn í árekstrinum en nokkuð tjón varð á bílunum. Töluverður snjór og krapi er á veginum og verður hann lokaður þangað til búið er að færa bílana og ryðja og sanda veginn. Að sögn lögreglu bíður nú fjöldi manns eftir því að vegurinn verði opnaður á ný.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland eystra en á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við talsverðri snjókomu til fjalla með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×