Bill Cosby dæmdur í allt að tíu ára fangelsi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2018 18:33 Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir kynferðisglæpi sem hann framdi. Nordicphotos/Getty Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Cosby, sem er 81 ára gamall, mun þurfa að afplána að minnsta kosti þrjú ár í fangelsi en í mesta lagi tíu ár fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum. Auk þeirra þriggja sem sóttu hann til saka hafa á sjötta tug kvenna stigið fram og sakað hann um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun. Málið hefur vakið heimsathygli frá því fréttir af kynferðisglæpum Cosbys tóku að spyrjast út. Réttarhöldin hafa staðið yfir í gær og í dag en dómur var kveðinn upp nú síðdegis. Cosby var í apríl fundinn sekur um að hafa byrlað þremur konum ólyfjan og brotið á þeim kynferðislega. Skráður á lista yfir kynferðisglæpamenn Auk þess að þurfa að afplána í fangelsi fyrir glæpi sína er hann skilgreindur sem ofbeldishneigður kynferðisglæpamaður. Þegar hann hefur lokið afplánun fer hann á lista yfir kynferðisglæpamenn og mun hann þurfa reglubundna ráðgjöf út ævina. Cosby verður gert að láta ríkislögreglu vita þegar hann flytur sig um set auk þess sem honum verður gert að upplýsa nágranna sína og fólki í viðkomandi hverfi um að hann sé kynferðisglæpamaður. Skólayfirvöld og forsvarsmenn leikskóla verða jafnframt látnir vita hvar Cosby heldur til. Sálfræðingurinn Kristen Dudley, sem fengin var til þess að meta geðheilsu Cosbys, sagði að hann hafi sýnt einhver merki um geðræn vandamál en jafnframt að hann væri líklegur til að brjóta aftur af sér. MeToo Mál Bill Cosby Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Gamanleikarinn Bill Cosby hefur verið dæmdur í allt að tíu ára fangelsi. Cosby, sem er 81 ára gamall, mun þurfa að afplána að minnsta kosti þrjú ár í fangelsi en í mesta lagi tíu ár fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn þremur konum. Auk þeirra þriggja sem sóttu hann til saka hafa á sjötta tug kvenna stigið fram og sakað hann um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun. Málið hefur vakið heimsathygli frá því fréttir af kynferðisglæpum Cosbys tóku að spyrjast út. Réttarhöldin hafa staðið yfir í gær og í dag en dómur var kveðinn upp nú síðdegis. Cosby var í apríl fundinn sekur um að hafa byrlað þremur konum ólyfjan og brotið á þeim kynferðislega. Skráður á lista yfir kynferðisglæpamenn Auk þess að þurfa að afplána í fangelsi fyrir glæpi sína er hann skilgreindur sem ofbeldishneigður kynferðisglæpamaður. Þegar hann hefur lokið afplánun fer hann á lista yfir kynferðisglæpamenn og mun hann þurfa reglubundna ráðgjöf út ævina. Cosby verður gert að láta ríkislögreglu vita þegar hann flytur sig um set auk þess sem honum verður gert að upplýsa nágranna sína og fólki í viðkomandi hverfi um að hann sé kynferðisglæpamaður. Skólayfirvöld og forsvarsmenn leikskóla verða jafnframt látnir vita hvar Cosby heldur til. Sálfræðingurinn Kristen Dudley, sem fengin var til þess að meta geðheilsu Cosbys, sagði að hann hafi sýnt einhver merki um geðræn vandamál en jafnframt að hann væri líklegur til að brjóta aftur af sér.
MeToo Mál Bill Cosby Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48 Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Cosby innsiglaði eigin örlög í réttarsalnum Ekkert hafði áhrif á ákvörðunina um að dæma Bill Cosby fyrir nauðgun nema hans eigin orð. 30. apríl 2018 16:48
Krefjast fimm til tíu ára fangelsisdóms yfir Cosby Sækjendur í máli Bill Cosby, sem fundinn hefur verið sekur um kynferðisofbeldi gegn þremur konum, hafa krafist þess að dómari í málinu dæmi Cosby til fimm til tíu ára fangelsisvistar. Verjendur leikarans segja hann ekki eiga að afplána í fangelsi sökum aldurs. 24. september 2018 23:21